Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Síða 14
156
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
leg veizla á heimili Símonai' kauprhanns.
Þegar það var komið í kring, gat séra
Bjarni farið að leiða kærustuna um götur
bæjarins, kinnroðalaust. Og það vildi til,
að hann á kvöldin fylgdi henni alla leið
upp í svefnherbergið hennar, staldraði þar
ögn við, — þó aldrei nema stutta stund í
einu, — án þess með sjálfum sér að ásaka
sig um skort á velsæmi. Svo mikið geta
viðhorfin breytzt fyrir sumum, við það
eitt að setja upp hringa.
Svo fóru þau að gera ráðstafanir til þess
að flytja með sér norður öll nauðsynleg
búsáhöld og húsgögn. Þau eyddu löngum
tíma í að ákveða, hvað mikið þau ættu að
hafa með af innanstokksmunum, og hvern-
ig þeir munir ættu að líta út. Það er ekki
svo létt að ákveða sig, þegar um slíkt er
er ræða. Það'vita þeir, sem í’eynt hafa.
Þegar til þess kom, að velja búsáhöld.
var séra Bjarni þekkingarlítill mjög.
Beygði hann sig því undir úi'skurð unn-
ustu sinnar og móður, sem hafði þar hönd
í bagga. Hún vissi af reynzlunni, gamla
konan, hvað þurfti til þess að byrja bú-
skap. Svo þegar búið var að kaupa það,
sem kaupa þurfti, tók ekki betra við, en
það var að ganga frá öllu, svo að engin
hætta væri á að það skemmdist eða eyði-
leggðist á svo langri leið. í það fór langur
tími og mikil heilabrot, en að lokum
tókst að ganga svo frá öllu, að ekkert var
að óttast.
Svo var það mai'gs konar undirbúning-
um undir brúðkaupið, sem tók mikinn
tíma. Skilnaðarheimsóknir til vina og
frændfólks voru dag eftir dag. Hver dag-
ur leið leiftui'hratt. Ein vikan leið af ann-
arri. Fyrr en varði leið að þeim degi, er
þau segðu skilið við þetta allt og leggðu
af stað út í æfintýrið, tvö ein, og byrjuðu
sína lífsbaráttu upp á eigin spýtur.
Brúðkaupið stóð þremur dögum fyrir
burtför þeirra. Það var viðhafnarmikið
kirkju-brúðkaup með sálmasöng og blóm-
um. Kirkjan var svo yfirfull af fólki, að
tvær konur liðu í ómegin vegna þrengsla
og loftleysis. Presturinn hélt langa og
hjartnæma ræðu um helgi hjónabandsins.
Síðan var dýrleg veizla heima hjá foreldr-
um brúðgumans. Var þar veitt bæði mat-
ur og vín af svo mikilli rausn, að margt af
hinu heldra fólki, sem boðið var, varð
ekki sjálfbjarga heim til sín. Brúðguminn,
sem var hinn mesti hófsmaður a áfenga
drykki, var ekki alveg laus við samvizku-
bit út af því, hversu vínið flóði, en hann
huggaðist, er hann minntist þess, að Krist-
ur hafði breytt vatni í vín í Kana forðum
daga. Þetta var dýr veizla, en Símon
kaupmann munaði ekki mikið um þann
kostnað . Blöðin gátu um hana sem ein-
stakan viðburð í sinni röð. Séra Bjarni
hafði hið mesta yndi áf því að lesa þær
frásagnir fyrir konu sína. Það er ekki svo
lítið í það varið, að komast í blöðin.
Daginn eftir var séra Bjarni einn heima
stund úr deginum. Kona hans og móðir
höfðu brugðið sér í heimsókn til einhverr-
ar kunningjakonu. Sjálfur lá hann uppi í
legubekk og hvíldi sig, án þess að hugsa
um nokkuð sérstakt. Honum veitti ekki af
því að hvíla sig, því að ei'fiði undangeng-
inna daga hafði tekið á taugarnar.
En einmitt þegar hann var að komast í
værð, hringdi síminn. Nauðugur reis
hann upp og svaraði. Það var faðir hans,
sem var að hringja heim af skrifstofunni.
Hann óskaði eftir því að hann fyndi sig
þangað, ef hann ætti ekki mjög annríkt..
Það var rétt með naumindum að hann
stillti sig um að skrökva því, að hann
hefði engan tíma. Hvers vegna þurfti
karlinn endilega að ónáða hann núna?
Hálfönugur lofaði hann að koma, en hann
rauk svo sem ekki strax af stað. Það var
víst varla svo áríðandi, að það tæki því
að flýta sér þess vegna.
Vefnaðarverzlun Símonar kaupmanns
var í miðbænum. Hann var einn í skrif-