Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Síða 17
Steindór Steindórsson frá Hlöðum:
Bókmenntir.
Davíð Stefánsson frá Fagra-
skógi: Sólon Islandus I,—II.
Akureyri 1940. Útg. Þorsteinn
M. Jónsson.
Þegar það kvisaðist síðastliðið sumar,
að á leiðinni væri stór skáldsaga eftir
Davíð Stefánsson, þótti það tíðindum
sæta, enda er það enginn hversdagsvið-
burður í vorum fáskrúðuga bókmennta-
beimi, er eitt höfuðljóðskáld þjóðarinnar
bregður sér allt í einu yfir í skáldsagna-
gerð, og það ekki með neinu smávegis
fitli, heldur geysist fram á ritvöllinn með
eina af þeim stærstu skáldsögum, sem
ritaðar hafa verið á íslenzku. Það er
areiðanlegt, að margir biðu sögunnar með
eftirvæntingu og var forvitni á að vita,
bvernig ljóðskáldinu tækist meðferð hins
óbundna máls. Það var að vísu kunnugt,
að Davíð var enginn viðvaningur í að fara
ttieð óbundna ræðu, en hitt mun þó fæsta
bafa grunað, að hann mundi fara með
sögustílinn af jafn mikilli list og leikni og
reynslan nú ber honum vitni um.
Eins og þegar er getið, er Sólon Island-
us ein hinna mestu íslenzkra skáldsagna,
abs rúmar 600 síður. Efni hennar er æfi
Sölva Helgasonar, flakkarans, óknytta-
mannsins og auðnuleysingjans þjóðkunna.
En þótt fylgt sé hinum sannsögulega
þræði, þá er sagan þó fyrst og fremst
skáldverk höfundarins. Ferli Sölva er þar
íylgt frá því móðir hans reiðir hann þre-
vetran heim að Keldum í Sléttuhlíð og
þar til er hann háaldraður legst til hinn-
ar hinnstu hvíldar að Yzta-Hóli í sömu
sveit með hin alkunnu andlátsorð á vör-
um: „Nú bið ég um náð þína, drottinn,
um speki bið ég ekki, af henni hefi ég
nóg“.
En á milli þessara endimarka liggur
hrakfallabálkur langrar æfi förumannsins,
sem flestum var leiður, allur þorri manna
fyrirleit, en margir óttuðust. En þrátt fyr-
ir allt voru þó ýmsir, sem blekkjast létu
af skrumi hans og geipi um lærdóm sinn
og listir. En þrátt fyrir allt þetta geymdi
hann þó alltaf neista listfengi, sem í ljós
kom í teikningum hans og tilsvörum
ýmsum. Hvað eftir annað gerðist Sölvi
sekur við landslög og rétt, og var refsað
að þeirra tíðar hætti, með hýðingu og síð-
ar tugthúsvist á Brimarhólmi. En samt
bar hann höfuðið hátt í skjóli takmarka-
lausra sjálfblekkinga. Tugthúsvistin varð
í frásögn hans háskóladvöl og í utanferð-
inni kepptust þjóðhöfðingjar og vísinda-
menn um að sýna honum virðingu og vin-
semd, enda mat Sölvi sig margfallt meira
en nokkurn annan samlanda sinna. Ólán
sitt og umkomuleysi kenndi hann heimsku
og skilningsleysi samtíðarinnar. Það er að
vísu vafalítið mál, að samtíðin hefir átt
verulegan þátt í ógæfu Sölva, ,en hins
vegar er eðli hans frá barnæsku sjúkt og
skaphöfn hans með þeim þverbrestum, að
ekki var að undra þótt illa færi.
Enginn mun neita því, sem söguna les,
að Davíð tekst víða stórvel að lýsa ferli
þessa auðnuleysingja og aldarhætti þeim,
sem hann var vaxinn upp í. Kemur þar
fram hvorttveggja í senn, skilningur
skáldsins og vandvirkni fræðimannsins.
Hann lýsir Sölva, svo að lesandanum
verður ljóst, að þrátt fyrir allt, þá hlaut
að síga á ógæfuhliðina fyrir honum vegna
hans eigin geðbresta, enda þótt allt við-