Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Qupperneq 23
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
165
þriðju hæð, til frú Ström, og fengið að
sitja ofurlitla stund inni í fallegu, hlýju
stofunni þeirra mæðgna.
í>ær mundu auðvitað verða undrandi
þegar hann kæmi.
En ef hann færði, þeim nú einhverja
jólagjöf? Hann hafði brotið gamla postu-
línskaffistellið. Jólagjöfin gat verið eins
konar skaðabót.
En myndi frúin vilja þiggja þá gjöf?
Til dæmis sykurker og rjómakönnu úr
hreinu silfri, og svo auðvitað kaffikönnu
og nokkra kaffibolla. Og Ester! Ekki
mátti setja hana hjá! Hvernig væri t. d.
silfurfingurbjörg með dýrum steinum í,
eða eitthvað þess háttar. Honum fannst
hugmyndin góð.
En þá datt honum allt í einu í hug, að
svona til fara, eins og hann var venju-
lega, gæti hann ekki látið sjá sig þarna
uppi. Hann seildist í spegil og leit í hann.
Honum fannst það vera villimannsandlit
sem hann sá þar. Það var furðulegt, að
öll börn skyldu ekki vera hrædd við
hann.
Næsta dag lét hann sendisveininn gæta
búðarinnar í nokkrar klukkustundir. Hann
byrjaði á að fá sér heitt bað. Þaðan fór
hann til rakarans, næst í klæðskeraverzl-
un og keypti sér ný föt, og að síðustu kom
hann við hjá gullsmiðnum.
Bezta stellið, sem til var í verzluninni
var ekki of gott handa gömlu, vingjarn-
legu kennaraekkjunni, og hann tók það
hiklaust. Hann keypti líka fingurbjörg
handa ungfrúnni. Hún var úr gulli með
óýrindissteini, bláum að lit. En honum
fannst þetta of lítilfjörleg gjöf, hann lang-
aði til að gefa henni eitthvað sem stóð í
sambandi við söng hennar og hljómlist. Á
meðan hann var að hugsa um þetta, kom
hann auga á litla hörpu úr silfri með snjó-
hvítum tindrandi steinum, það var brjóst-
naela, sú fallegasta, sem hann hafði nokk-
urntíma séð.
„Já, þetta er listaverk, en hún er líka
dýr“, sagði gullsmiðurinn.
„Dýr?“ át Sjönning eftir, fleygði seðla-
bunka á borðið, lét síðan búa um allt
saman og hélt svo heimleiðis.
Aðfangadagskvöldið var komið, og all-
ar krirkj uklukkur borgarinnar hri-ngdu
hátíðlega,. þær hringdu inn frið og jóla-
helgi, bæði á himni og jörð.
Sjönning sat sparibúinn í herbergi sínu
og borðaði kaldan mat. Að því búnu gekk
þessi stóri og sterki maður kvíðinn og
feimnislegur eins og barn upp á þriðju
hæð og hringdi dyrabjöllunni.
Dyrnar opnuðust hægt og hikandi, og
undrandi störðu þær mæðgur á þenna
óvænta gest, er gekk feiminn og vand-
ræðalegur inn á stofugólfið. En feimnin
hvarf brátt af honum. Það var allt svo
hlýlegt og heimilislegt hér og bar nú auk
þess hinn hátíðlega svip jólahelginnar. Á
saumaborði ungfrúarinnar stóð lítið jóla-
tré með logandi kertaljósum, en fram á
milli greinanna gægðust jólabögglarnir.
Hann gekk inn á mitt stofugólfið,
,,Fyrirgefið“, mælti hann, „að ég geri
yður ónæði, en ég var svo einmana þarna
niðri, og svo vildi ég mega hafa þá ánægju
að færa yður þessar litlu jólagjafir“.
Hann lagði böggulinn í kjöltu gömlu
frúarinnar, en rétti Ester snoturlega um-
búna öskju.
„Nei, herra Sjönning, þetta nær ekki
nokkurri átt!“
Undrandi og með innilegum jólafögn-
uði störðu mæðgurnar á þessar dýrmætu
gjafir, er ljómuðu í hinu bjarta jólaljósi.
„Gerið svo vel að setjast, kæri herra
Sjönning“. Gamla frúin spratt á fætur og
ýtti til hans stól.
„Þér megið ekki halda, að þér hefðuð
ekki verið jafnvelkomnir þótt þér ekki
hefðuð fært okkur þessar dýrmætu jóla-
gjafir. Við erum einnig dálítið einmana,