Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Síða 26
168
NÝJAR KVÖLÐVÖKUR
fagra. Fögur kona, með heitt og kærleiks-
ríkt hjarta. Og nú leið það í gegnum hug
hans, eins og fagur draumur, hvað næst
mundi koma.
Frú Ström hafði beðið hann að koma
við og við og líta inn til þeirra, og hann
hafði áreiðanlega ekki svikist um það.
Nærri því á hverju kvöldi gekk hann upp,\.
spjallaði við gömlu frúna, og hlustaði á
dóttur hennar spila og syngja.
En stundum horfði frú Ström dálítið
undrandi og eftirvæntingarfull yfir gler-,
augun sín þessi kvöld. Hún sá augu Sjönn-
ings hvíla á dóttur sinni, alvarleg og biðj-
andi, en í hvert skipti sem dóttir hennar
mætti þessu augnaráði roðnaði hún út
undir eyru, og þegar hann kom inn úr
dyrunum, þessi heimsóknarkvöld, roðnaði
Ester.
Gamla konan var í fj'rstu dálítið alvar-
leg og hugsandi yfir þessu, en svo fór að
færast bros yfir andlit hennar, þegar fram
liðu stundir.
Hún hafði oft haft áhyggjur út af því,
að dóttir sín yrði svo einmana, þegar hún
félli frá. En nú kynntist Ester allt í einu
góðum manni, sem var enn meiri einstæð-
ingur en hún. Ef að þau gætu nú fengið
ást hvort á öðru, myndi framtíð þeirra
verða allt önnur og fegurri fyrir þau
bæði, og gamla konan brosti í laumi yfir
þessum hugsunum sínum.
Og svo ,var það kvöld eitt, þegar Ester
fylgdi Sjönning fram á ganginn, að hún
var svo fjarska lengi. Á meðan sat frú
Ström í hægindastólnum og prjónaði, en
stöku sinnum þurfti hún að þerra tár, sem
læddust ósjálfrátt fram í augu hennar.
Bara að dóttir hennar yrði nú eins ham-
ingjusöm í hjónaþandinu eins og hún
sjálf hafði verið.
Loks kom Ester inn. Þegjandi gekk hún
til móður sinnar, tók báðar hendur henn-
ar og fól andlit sitt í þeim.
„Litla, góðá stúlkan mín“, sagði móðir
hennar blíðlega, „ég veit allt saman“.
Næsta dag kom Sjönning sjálfur svo
einarðlegur og djarfmannlegur, að hann
var nærri því óþekkjanlegur, og með
Ester við hlið sér gekk hann til gömlu
frúarinnar, en hún mælti:
„Ég óska ykkur hjartanlega til ham-
ingju, guð blessi ykkur bæði!“
En þegar þau, skömmu síðar, stóðu
Jframmi í ganginum, lagði hún handlegg-
inn yfir um herðar hans og hallaði sér
upp að honum.
„Þú veizt, hve mér hefir alltaf verið
illa við ölkjallarann. Gætir þú ekki hugs-
að til að selja hann?“
„Jú, ég ætla að gera meira en selja
hann. Ég ætla að loka honum til fulls. Það
verður þá einum ölkjallaranum færra“.
„Ó, ég þakka þér fyrir! En hvað ætlar
þú þá sjálfur að gera?“ spurði hún með
ljómandi augum.
„Ég ætla að kaupa þetta hús. Samningar
eru þegar byrjaðir við húseigandann. Svo
set ég upp verzlun hér í hornbúðinni. Ég
segi ritstjóranum upp húsnæðinu og við
tökum þá íbúð sjálf, hún er skemmtileg
og björt, með gluggum móti suðri.
„Og hvað ætlar þú svo að gera við Han-
sen múrara?“
Sjönning hugsaði sig um, en Ester varð
fyrri til svars.
„Við skulum ganga í bindindisfélag, og
vita svo hvort hann vill ekki vera með.
Við lofum honum ókeypis húsnæði, ef
hann vilji byrja á nýju lífi og lifa eins og
maður. — Og má ég svo ekki hjálpa kon-
unrii og börnunum og gleðja þau eitthvað,
þegar ég hefi ráð á því?“
Hann hló og mælti: „Jú, þér væri ef til
vill ekkert á móti skapi að fá peninga-
budduna aftur?“
„Nei, vinur minn. Það eru svo margar
fátækár og bágstaddar mæður, éins og frú