Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Qupperneq 27
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Hansen, svo mörg hungruð og klæðlaus
börn. Ó, lofaðu mér að gefa, gleðja og
hjálpa. Ég skal rejma að eyða ekki of
miklu“.
Hann horfði alvarlega í augu hennar, en
mælti svo eftir dálitla þögn: Ég hefi van-
rækt móður mína til þess að safna auði.
Það er mín stærsta synd. Reyndu að bæta
fyrir hana með því að hjálpa þeim, sem
eiga bágt. Gef þú þar, sem neyð, sorg og
fátækt rfkir. Þá er ef til vill einhver von
um að peningar mínir geti orðið til bless-
unar.
Hanv.es J. Magnússon
þýddi.
E, M. Hull:
Synir arabahöfðingjans.
SJÖUNDI KAFLI.
Það var aðeins Caryll, er séð hafði og
skilið augnaráð bróður síns. í augum
hinna var þetta eins og hver annar fund-
ur bræðra. En samt var hljóðara í tjald-
inu eftir en áður.
Undir borðum sat „drengurinn“ hjá
Díönu, og hún leit öðru hvoru áhyggju-
full á stóra örið á enni hans, en nefndi
það samt ekki á nafn.
Henni var ósegjanlegur léttir að hafa
heimt hann aftur heilan á húfi, en hin
langa og dularfulla fjarvera hans olli
henni samt ótta og kvíða, og hún braut
heilann um, hverskyns ævintýrum hann
myndi hafa lent í, og auðséð var, að hann
hafði komist í hann krappan og verið í
hættu staddur. Svipur hans var breyttur
og annar en áður. Drættirnir voru
harðneskjulegir og þreytulegir. Hún fann
það á sér, að „drengurinn“, sem reið að
heiman, glaður og spaugandi, einn góðan
veðurdag fyrir mörgum vikum síðan,
hafði nú lagt bernskuárin að baki sér og
var kominn heim aftur sem fullorðinn
maður. Og þetta olli henni sársauka og
sorgar.
Hún varð og enn órólegri og kvíða-
fyllri, er henni varð hugsað til reiknings-
skila þeirra, sem nú stóðu fyrir dyrum
milli feðganna. Hann gat eigi sloppið óá-
talið með óhlýðni sína, en hver myndi
hegning hans verða? Hún stalst til að
geía manni sínum auga, en á honum var
ekkert að sjá. Hann var aðeins brúna-
þungur að venju, og af því varð ekkert
ráðið. En hún vissi, hvað í vændum var,
og kveið því mjög.
Höfðinginn myndi beita fyllsta réttlæti,
því að það var venja hans. En krefðist
réttlætið þess, myndi hann enga misk-
unn sýna, þótt í hlut ætti ungur sonur
hans. Hann þekkti aðeins ein lög, og þau
náðu jafnt til sonar hans sem hvers ann-
ars af þegnum hans, og myndi því refs-
ing fyrir lagabrot verða hin sama, hver
sem í hlut ætti.
Díana sá það á öllu og varð þess greini-
lega vör, að sömu hugsanir og kvíði
bærðust hjá syni hennar. Hún las það út
úr augum hans, sem hún þekkti svo vel í
öllum blæbrigðum. — Hvað hafði „dreng-
urinn“ hafst að? hugsaði hún. Hann var
ekki vanur að vera auðmjúkur og angur-
22