Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Page 33
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
175
Höfðinginn sneri sér snöggt á hæl.
„Þrjá mánuði!“ endurtók hann. „Og ekki
einu sinni ást til afsökunar? Hamingjan
góða, drengur minn, ég skil ekkert í þér“
En svo varð honum hugsað til þess með
blygðun og sárri iðrun, að ekki hafði
hann sjálfur getað afsakað sig með ást,
er hann tók unga konu með valdi.-----------
Hann tók að skálma fram og aftur um
tjaldið, nam svo allt í einu staðar og
lagði höndina á öxl „drengsins".
„Datt þér þá aldrei í hug, hvernig þetta
myndi enda?“ sagði hann í lítið eitt
mildari tón. „Hugsaðir þú aldrei út í, hver
afleiðingin myndi sennilega verða fyrir
ykkur bæði?“
Ég veit það ekki — ég hugsaði ekki —
Guð gæfi, að ég hefði aldrei séð hana!“
Það var þvílíkur örvæntingarhreimur í
rÖdd „drengsins“. að höfðingjanum brá
við. Og hann styrktist í þeirri trú sinni
og sannfæringu, að þetta væri dýpra og
alvarlegra, heldur en „drengurinn11 lét í
veðri vaka. En eigi tjáði að vera að hugsa
um það núna! Það stoðaði ekkert, þótt
sonur hans kynni að elska þessa stúlku,
hann gat samt aldrei gefið samþykki sitt
til þess, er gekk þvert á móti óskum hans
°g vilja.
„Það er of seint að óska þess núna“,
sagði hann alvarlega. Unnið verk verður
eigi aftur tekið. Við verðum að hugsa um
framtíðina — og þú verður að hugsa þér
einhverja úrlausn málsins. Úr því að þú
heldur, að hún viti eitthvað mikilvægt,
er eðlilegast, að hún verði hér kyrr, unz
við höfum fengið að vita það, sem hún
veit. Og að því loknu mun ég reyna að
§era eitthvað fyrir hana. Þú segir, að hún
Se ókunnug og vinalaus í Algier, og líf
hennar yrði víst ekki mikils yirði, félli
hún aftur í hendur manni þeim, sem þú
tókst hana frá. Þú berð því að vissu leyti
abyrgð á henni. En lengra get ég heldur
ekki teygt mig. Þú getur ekki gifzt henni,
jafnvel þótt þú kynnir að vilja það, — og
hamingjan má vita, hvort þú hefir sagt
mér allan sannleikann í máli þessu. En
hún er af hérlendu kyni, og þótt ég elski
þjóðflokk minn innilega, óska ég þó eigi
þess, að eftirmaður minn sé — kynblend-
ingur. Hér í Algier er krökkt af þess hátt-
ar lýð. Og ég æski þess eigi, að sonur
minn bæti við þann hóp! Þú verður að
skilja það til fullnustu, að þessu sambandi
ykkar verður hér með að vera lokið — nú
þegar. Þú verður að heita mér því við
drengskap þinn — viltu ekki gera það?“
Það varð svo langur dráttur á svarinu,
að höfðinginn tók að verða órólegur og.
leit á armbandsúr sitt, en beið þó þögull
og þolinmóður, sem þó eigi var venja
hans.
„Drengurinn“ lá á grúfu í legubekknum
og barðist við andstæðurnar í sál sinni.
Hann hafði haldið heit sitt, er hann hafði
svarið þess dýran eið að hefna sín á
henni. Hann hafði gert það — og samt
girntist hann hana ennþá. Hvers vegna?
Ást var það ekki. Ást sú, er svik hennar
höfðu drepið, gat aldrei vaknað á ný.
Hann hataði hana. En hvers vegna var þá
svo erfitt að vinna heit það, sem af hon-
um var krafizt? Það var girnd, en eigi
ást, sem aftraði honum og hleypti brenn-
andi ólgu í blóð hans, svo að honum lá
við að æpa hátt af þrá þeirri, sem hann
réði ekki við.
Hann gat ekki sleppt henni, þótt hon-
um væri kvöl í að sjá hana — hann gat
blátt áfram ekki misst hana.
Hin rólega beiðni föður hans hafði ver-
ið skipun, og henni varð að hlýða. Vilji
föður hans var lögmál, og þótt hann væri
sonur hans, var hann einnig þegn hans og
varð að hlýða skipunum hans eins og
hver annar þegna hans. Það kom því eigi
til mála að neita að hlýða.
Og unga stúlkan? Myndi þetta ekki
verða frelsun hennar undan þrældóms-