Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Side 34

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Side 34
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 17fi oki hans? Síðustu vikurnar virtist hon- um, að hann hefði orðið var einhverrar breytingar í eðli hennar og framkomu. Hún hafði orðið þögul og hlédræg og var alveg hætt að fullyrða um sakleysi sitt og hlutleysi í svikum þeim, er hann bar á hana. Hún var einnig hætt sínum inni- legu ástarjátningum, er hann hafði mætt með fullri tortryggni og fyrirlitningu. Hann vissi einnig, að hún grét oft sárt, er hún hugði sig einsamla, en í nærveru hans var hún þögul og þurreygð og á víxl auðmjúk eða uppreisnargjörn, en alltaf þögul, jafnvel einnig þá, er hún barðist gegn faðmlögum hans. En hugrökk var hún og dugleg, það varð hann að játa. Aldrei hafði hún kveinkað sér né barmað sér vitund á hinni löngu og erfiðu hraðferð frá Toug- ugort, er hafði jafnvel reynt á þolinmæði hinna ferðavönu manna hans. Það var eins og henni jykist þrek og kraftar með degi hverjum, og hún lærði fljótt að sitja vel á hesti. Hann hafði oft furðað sig á þreki því og viljakrafti, er þessi litla, grannvaxna stúlka hafði til að bera. Og hve hún var hugrökk! — En nú tæki allt þetta enda, og hann fengi ekkert meira um hana að vita. Lífið framundan virtist Tionum tóm- legt ag gleðisnautt. Hefði hann aðeins getað trúað henni og — fyrirgefið. Yasmin — sem hann hafði unnað svo heitt! Yasmín — sem hafði svikið hann! Hann bældi niður geðshræringu sína og spratt á fætur, náfölur í andliti. ,,Ég heiti þér þessu“, sagði hann skjálfraddaður. „En ég get ekki sagt henni það núna — i kvöld". Höfðinginn leit á hann sem allra .snöggvast hvössum augum, og allt í einu brá fyrir brosi á andliti hans og þess hátt- ár bros hafði „drengurinn“ aldrei séð hjá föður sínum. Það þekkti aðeins Díana ein. — „Segðu henni þá, að ég þurfi þín með í kvöld“, sagði hann vingjarnlega. „En flýttu þér að því — og mundu að ég treysti þér“. — Svo sneri hann sér við og fór út úr tjaldinu. Flýta sér að því! Hvað átti hann að segja henni? Að hún væri frjáls, af því að hann mætti ekki hafa hana hjá sér. Ekki gat hann, sem hafði verið svo valda- mannslegur gagnvart henni og þrælbeygt hana undir vilja sinn, sagt henni, að hann væri ekki sjálfum sér ráðandi, heldur yrði hann að lúta annars manns vilja eins og skósveinn hans eða yngsti þjónn! Svo lít- ið gat hann ekki gert úr sér. Hann gekk síðan inn í innra tjaldið. Hún virtist ekki gefa neinn gaum að komu hans, en sat kyrr á gólfábreiðunni og leit ekki upp. En hann sá samt greini- lega, að hún varð hans þegar vör. Hann fékk ákafan hjartslátt, er hann stóð graf- kyrr og lét augun hvarfla um þessa ungu og fögru stúlku, og hann átti erfitt með að stilla sig. En fyrir utan í tunglsljósinu beið faðir hans, og mínúturnar liðu án þess, að hann gæti slitið af henni augu eða komið upp orði. Loksins tók hann til máls: — „Ég þarf að gera dálítið í kvöld. Þú ert vonandi ekkert hrædd við að vera ein- sömul eftir? Ramadan og S’rír og þeir hinir munu gæta þín, og þá geturðu ver- ið örugg. Hann hafði ekki ætlað sér að segja þetta eða neitt í þessa átt. Hann hafði aldrei vorkennt henni eða látið neina umhyggju fyrir henni í ljósi. En í kvöld varð hann gagntekinn af með- aumkun með henni og skildi ekkert í sjálfum sér. Hún leit upp og horfði sem snöggvast einkennilega á hann. „Við hvað ætti ég að vera hrædd?“ sagði hún rólega, og í raddblæ hennar var einhver sá undirtónn, er hleypti upp í honum — skyndilega og óskiljanlega.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.