Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Page 35
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
177
„Nei, það segirðu satt“, sagði hann kald-
hæðnislega, — úr því að ég, guði sé lof,
get ekki verið hjá þér. Og það gleður mig
að þurfa að fara frá þér!“
Hún faldi andlitið í knjám sér, svo að
hann gat ekki séð, að hún barðist við að
bæla niður í sér grátinn, þótt tárin rynnu
niður eftir kinnum hennar. Og er hún
loksins svaraði, sinnti hún ekkert bitur-
yrðum hans, heldur spurði:
„Hver var það, sem kom með þér áð-
an?“
Hann varð forviða á spurningunni og
leit tortryggnislega á hana. Var hún þá
ennþá að grafast eftir, hver hann væri?
Vonaði hún enn að geta hjálpað mönnum
þeim, sem hann hafði tekið hana frá? Og
nú blossaði upp í honum á ný öll sú heift
og bræði, er hann hafði æst upp í sér út
af svikum hennar og undirferli.
Nú þurfti ekki að leyna hana þessu
framar, og var því bezt að beita öðrum
ráðum til að knýja fram játningu hennar.
Hann ætlaði því að segja henni það, og
þá myndi hún minnast morgunsins, er
hún sveik hann.
„Það var Ahmed Ben Hassan“, sagði
hann stuttaralega, og bætti síðan við og
brosti ertnislega: — „Djöfullinn, sem ríð-
ur harðara en rjúkandi stormur, og augu
hans leiftra eins og eldingar himinsins.
Djöfullinn, sem er ódrepandi — hann er
faðir minn!“
Hún skalf og titraði öll frá, hvirfli til
úja — en svo var eins og að eitthvert afl
yrði óttanum yfirsterkara. Hún leit upp
og horfði einkennilega á hann. „Er það
hann, sem þarf á þér að halda? Ferðu þá
okki neitt annað en til hans?“ Það var
auðheyrt, hve hún var kvíðin, og hún
talaði svo lágt, að hann heyrði aðeins
fyrri hlutann af spurningu hennar.
Hann kinnkaði kolli, vafði að sér
skikkjunni og gekk ofurlítið nær henni.
»Og það er ekki aðeins ég, sem hann þarf
á að halda, og það sem ég hefi sagt hon-
um“, sagði hann með áherzlu. „Hann þarf
einnig að fá að vita það, sem þú veizt og
hefir ekki viljað segja mér. Væri því ekki
réttara, að þú segðir mér það núna —
heldur en að bíða þess, að hann neyði þig
til að tala?“
Orð hans voru bein ógnun, og hún
hrökk við, en hún sleppti ekki af honum
augum. „Hvernig á ég að segja það, sem
ég veit ekki“, sagði hún þreytulega. „Eg
er búin að margsegja þér, að ég viti ekk-
ert“.
Hann hristi höfuðið óþolinmóðlega:
„Þú hefir logið svo mörgu að mér“, sagði
hann hörkulega. „En nú muntu komast að
raun um, að lygar stoða þig lítið. Hann
rak upp stuttan og harðneskjulegan hlát-
ur og þaut á dyr.
H erra!
En hann nam ekki staðar við þetta bæn-
aróp hennar. Hún spratt á fætur og hljóp
á eftir honum og greip í handlegginn á
honum.
Hann ætlaði sér ekki að meiða hana,
en um leið og hann sneri sér snöggt við
til að hrista hana af sér, rak hann hönd-
ina fast í brjóstið á henni, svo að hún
riðaði og kveinkaði sér lágt og varð að
þrífa í dyratjaldið til að verjast falli.
Rétt á eftir læddist hún fram að tjald-
dyrunum og gægðist út og sá hann stíga
á bak og ríða burt með hinum mönnun-
um upp brekkuna, unz þeir komu alveg
upp á áshrygginn. Þar beið fylgdarliðið
þeirra, sem lét þá ríða fram hjá og hélt
síðan af stað á eftir þeim.
Hann var horfinn!
Hún ráfaði inn aftur og litaðist um í
tómu tjaldinu. Fyrr um kvöldið, er hún
hafði komið hingað eftir langa og erfiða
ferð, hafði henni fundist hér vera himna-
ríki. Hún fór að gráta og seig í kné við
rúmstokkinn og grúfði andlitið ofan í
svæflana, örvæntingarfull og einmana.
23