Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Page 39

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Page 39
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 181 „Hvað kemur yður við, hvar hún er“, inæsti hann. En hann jafnaði sig óðara og yppti öxl- um kæruleysislega. „En úr því að þér spyrjið um það, get ég.sagt yður, að hún er í tjaldi mínu í El- Hassi“, og hann sveiflaði hendinni til suðuráttar. Caryll skalf og titraði allur frá hvirfli til ilja, er hann gekk að bróður sínum. „Hvað ætlið þér að gera við hana?“ Ahmed rak upp stuttan hlátur og vand- ræðalegan. „Hvað ég ætli að gera við hana! ,Mon dieu, það veit ég ekkert frekar en þér sjálfir. Ef þér hefðuð spurt, hvað ég hefði gert við hana, myndi ég hafa svarað, að það kæmi mér einum við, en ekki yður. ,En þegar þér spyrjið, hvað ég ætli að gera við hana, þá spyrjið þér ekki réttan aðila. Ég ræð ekki lengur yfir henni, úr því að ég var svo heimskur að drasla henni með mér hingað inn yfir landa- mæri föður míns. Hafið þér ekki verið hér nægilega lengi í tjaldbúðum Ahmed Een Hassans til að komast að raun um, að hér ræður aðeins einn vilji, og það er vilji hans. Þér verðið því að spyrja hann, ef þér viljið vita eitthvað frekar um stelpuna“. Caryll náfölnaði í andliti. — „Hvað eig- ið þér við?“ stamaði hann. Ahmed gat ekki stillt sig um að brosa, er honum varð ljóst, hvað bróðir hans hugsaði. En svo svaraði hann fyrirlitlega: >,Ekki við það, sem þér eflaust haldið. Svo lélegt er nú ekki hið fyrirlitlega, ^raba-siðferði vort, að þess háttar gæti komið fyrir. Og höfðinginn myndi ekki Verða yður sérlega þakklátur fyrir að vera að dylgia um, að hann hafi harem (kvennabúr)“. Ahmed hló háðslega, sneri sér á hæl og fór út úr tjaldinu. Caryll fleygði sér niður á rúmið og var gagntekinn af gremju yfir sínum eigin hugsunum og svari því, er hann hafði fengið. Og hann átti í löngu og hörðu stríði við sjálfan sig, áður en hann náðí sér fyllilega aftur. — En samt veittist honum erfitt að halda hugsunum sínum í skefjum. Andlit bróður hans og ungu stúlkunnar stigu í sífellu upp fyrir hug- skotssjónum hans — og hvernig myndi þessu ljúka? Hér var þó um hérlenda konu að ræða, sem aldrei hefði getað orð- ið honum nokkurs virði! — Og þó gat hann ekki látið vei'a að hugsa um hana. „Hún er í tjaldi mínu — í El-Hassi“. Hann heyrði enn fyrir eyrum sér hina ró- legu rödd bróður síns, eins og að hér væri um hversdagslegustu viðburði að ræða. — Og Caryll átti erfitt með að bæla niður afbrýðisemi sína, er stöðugt logaði í honum.------- Er Caryll kom til morgunverðar, var móðir hans ein þar fyrir. Hún var sýni- lega gagntekin af kvíða og angist, og urðu því litlar samræður á milli þeirra. Hún gat ekki slitið hugann frá feðgunum, sem lagt höfðu af stað út í náttmyrkrið kvöld- ið áður, og hún hafði varla sofnað dúr alla nóttina. Hún hafði hvorugan þeirra séð síðan. Gaston hafði að vísu sagt henni, að þeir væru komnir aftur og hefðu verið lengi í tjaldi Saint Huberts, en svæfu nú um hríð. Henni var allt þetta hulið leyndarmál, og kvíði og ótti nístu hjarta hennar heljarklónni. Hvað hafði „drengurinn11 gert, elsku, þrjózki og óráðþægi drengurinn hennar, úr því að hann gat ekki einu sinni sagt móður sinni það, henni, sem allt gat fyr- irgefið og ásakaði aldrei. — Hún beið í kvíðafullri eftirvæntingu, — og loksins kom höfðinginn. Hann tók hana í faðm sér og horfði á hana, meðan hún var að ná sér og átta sig á því, að hann skildi vel, hvernig henni myndi hafa liðið. Loksins leit hún upp með tárin í aug-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.