Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Page 41

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Page 41
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 183 söguna. Sást enginn skuggi né svipbrigði á andliti hennar, fyrr en hann hafði lok- ið sögunni, þá sagði hún hálf-grátandi: „Ó, Ahmed, hvernig gat hann gert þetta!“ Höfðinginn leit undan og sagði stilli- lega: „Og það spyrð þú um, Díana, þú sem veizt, hvernig ég fór með þig... . Sérðu nú, að hann er sonur minn? Kvensemin hefir verið bölvun ættar minnar í marga liðu. Þú veizt, hvernig faðir minn var, áð- ur en móðir mín flýði frá honum, og þú — já. ... þú veizt hvernig ég var, áður en þú komst til mín, litli, hvíti engillinn minn“, Drengurinn hefir aðeins fetað í fótspor mín, og ég get ekki dæmt hann fyrir það. Sjálfan mig verð ég að dæma, ég sem þekkti syndatilhneigingu ættarinnar og — aðvaraði hann'ekki. .. . né hjálpaði hon- um. Eg hefi brugðizt skyldum mínum sem faðir — og sem eiginmaður. Það er mér um að kenna, Díana, að þessi sorg skell- ur á þig. Það er----- Hann fékk ekki sagt meira, því að hún tók hendinni fyrir munn hans. „Elsku góði, þú hefir aldrei brugðizt hvorki honum né mér, Ahmed, aldrei uokkurn tíma. Þú hefir alltaf hjálpað mér og jafnvel þessi sorg verður eigi þungbær, er við berum hana bæði saman. Teljir þú, að þú hafir brugðizt honum, þá hefi ég eigi síður gert það. Því að ég hefi verið algerlega blind fyrir því, að drengurinn var orðinn fulltíða maður. í mínum aug- um var hann alltaf drenghnokkinn, sem skemmti sér og gerði alls kyns strákapör °g kom svo til mömmu eftir á.... Guð ftúnn góður, hve ég hefi verið blind og eigingjörn. Eg hefi ekki séð, að hann var °rðinn fulltíða piltur, aðeins af því, að ég var hrædd um að missa hann.... En í gaarkvöld sá ég það í fyrsta sinn á andliti hans, að hann var fullorðinn maður. Hann hefir orðið það, eftir að hann fór að heim- an síðast.... Æ, Ahmed, elsku drengur- inn minn. .. . Díana grúfði andlitið upp að öxl höfð- ingjans og grét sáran. Höfðinginn lét hana gráta í ró og friði. Hann strauk aðeins um hár hennar, létt og þýtt. Loksins leit hún upp og hvíslaði: „Og hún er hjá honum núna í E1 Hassí?“ „Já, hún er í El-Hassí, en — hún er ekki hjá honum. Eg sagði þér, að öllu þessu væri nú lokið. Hann á ekki að hafa neitt saman við hana að sælda framr.“ „En hvernig — hvernig lítur hún út? Er hún falleg?“ Höfðinginn stóð upp til að ná sér í vind- ling. — „Auðvitað er hún falleg, ljómandi falleg. Annars hefði drengurinn ekki lagt lífið í sölurnar fyrir hana, eins og raun er á. Hún er sannarlega sjónarverð, það er satt og víst. Hún er óvenjuleg sýnum, og ég veit ekki, hvernig á að ættfæra hana. Það er sagt, að hún sé Mári, en því trúi ég ekki. Hún er stillt og feimin, og andlit hennar er fagurt og fíngert. Það er sagt, að hún sé dansmey. ... Eg skil ekkert í þessu öllu saman“. „Þykir henni vænt um Ahmed?“ „Já, ég er hræddur um það“. „En hann?“ „Það má hann sjálfur vita. Hann segir mér, að hann hati hana, en ég trúi því nú ekki. Annars er sama um það. Stúlkan er hérlend að ætt, og þá nær það ekki lengra. Eg hefði helzt viljað senda hana eitt- hvað burt þegar í kvöld, en nú snýr málið þannig við, að hún veit eitthvað mikilvægt um menn þá, sem hún hefir fylgzt með undanfarið, en hún vill ekki láta það uppi. Og við getum ekki sleppt henni frá El- Hassí, fyrr en hún hefir sagt okkur þetta. Eg hafði tal af henni snemma í morgun, en þótt ég beitti öllum brögðum — auð- vitað. að ofbeldi undanskildu — reyndist

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.