Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Blaðsíða 42
184
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
með öllu ókleyft að fá hana til að segja
minnstu vitund um þetta. Hún virtist vera
örvita af hræðslu og halda, að við værum
allir einskonar djöflar. Það lá við, að þol-
inmæði mín þryti við þessa þrjózku henn-
ar, en samt varð ég að dást að hugrekki
hennar. Þótt hún væri gagntekin af
hræðslu, yfirbugaði hún samt ekki tryggð
hennar og trúnað við þessa samverka-
menn hennar. Og samt er hún aðeins
barnung stúlka, lítil og grannvaxin, með
stór og óttaslegin gazelluaugu. En hún
hefir hugrekki á við marga. Hamingjan
má vita, hvaðan henni kemur sá kjarkur.
Það hefir ekki oft fyrir mig komið, að ég
hafi orðið að láta í minni pokann fyrir
öðrum. Aðeins einu sinni áður hefir mér
verið sýnd álíka þrjózka og þvermóðska..
Og þá var það einnig stúlka, sem 1 hlut
átti“. — Hann brosti og leit á hana björt-
um augum.
Díana lá um hríð kyrr í faðmi hans. En
svo settist hún allt í einu upp.
„Heyrðu, Ahmed — ég....“ Það var
eins og ætti hún örðugt með að koma fyr-
ir sig orði.
„Hvað er það, ástin mín?“
„Eg — verð að sjá hana, nú undireins“.
„Það kemur ekki til mála!“ Hann sagði
þetta á þann hátt, að hún varð að beita
öllu hugrekki sínu og þreki til andmæla.
„En ég vil það, Ahmed. Og það getur
hvorugum aðila orðið að meini“.
„En góða, bezta, er það ekki meira en
nægilega sárt fyrir þig og auðmýkjandi,
að hann hefir tekið stúlkuna með sér
hingað, þó að þú þurfir ekki í viðbót að
standa augliti til auglitis við hana. .. . Nei,
það vil ég hreint ekki,% það er af og frá!..
„En nú finnst mér, að þú gætir hlýtt
mér í þetta eina skipti, Ahmed. — Þú
skilur þetta ekki eins vel og á sama hátt
og ég. — Þú ert karlmaður, en ég er kona.
Ahmed. — Nú er það aðeins ég, sem get
ráðið fram úr þessu og talað um fyrir
henni. Og drengurinn er sonur minn, því
máttu ekki gleyma, og, — ábyrgðin hvílir
á mér engu síður en á þér. — Ef mér lízt
vel á stúlkuna, og ef drengurinn, — ef —
nokkuð hefir komið fyrir — þá —“
Hún þagnaði og kafroðnaði.
„Nei“, greip höfðinginn fram í. „Það
hefir ekkert komið fyrir. Eg spurði dreng-
inn um það í morgun“.
„Heldurðu þá, að hún myndi hafa sagt
honum það! Nei, Ahmed. Það myndi hún
aldrei hafa gert undir þessum kringum-
stæðum“.
„Nei, ég hefi auðvitað enga hugmynd
um það. En þótt svo kynni að vera, þá er
ekkert við því að gera héðan af. Eg hefi
gert þetta upp í huga mínum. Þú ferð
ekki til El-Hassí, heldur treystir því, að
ég ráði fram úr þessu. Eg skal sjá stúlk-
unni borgið, hvernig sem fer. Þú þarft
því ekki að gera þér neinar áhygjur út af
þessu, góða mín“.
Höfðinginn gekk yfir að skrifborðinu
og settist þar að vinnu. Díana skildi vel,
að hann gerði það aðeins til málamynda,
og gekk því til hans og lagði handlegginn
um hálsinn á honum.
„Elsku góði, getur þér ekki dottið í hug,
að það sem hún vill ekki segja ykkur karl-
mönnunum, myndi hún samt ef til vill
segja mér, sem er kona?“
Höfðinginn hreytti úr sér blótsyrði og
fleygði frá sér eldspýtu.
„Díana!“ sagði hann reiðilega, en fór
svo allt í einu að hlæja:
„En hvað þú ert annars sönn kona! Eg
hefði svo sem átt að skilja, að þú ætlaðir
þér að vinna á mér á einhvern hátt. En
þér skal nú samt ekki takast það að þessu
sinni. Eg er búinn að segja, að ég vilji
ekki að þú hittir hana. Láttu mig nú ekki
þurfa að segja það oftar. Fyrr eða' síðar
opnar stúlkan eflaust munninn, það get-
urðu verið viss um. Eg hefi hvorki hugsað
mér að berja hana né svelta, þótt hún