Nýjar kvöldvökur - 01.04.1945, Page 20

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1945, Page 20
58 BENSI BARNFÓSTRA N. Kv líklega fari þeir eitthvað hjá sér, að vera staddir á slíkum yfirstéttarvettvangi, sem gildaskáli Manna er, og innan um eintóma lögmæta og löggilda heiðursmenn, svo að ég segi við þá, ofboð hæversklega: „Þetta kallar maður fagurt kvöld.“ „Hvað er einkum fagurt við það?“, spyr Harri Hrossi, sem er hordálkur með saum- höggsandlit og oddhvöss augu. O-jæja, þegar slíkri spurningu er varpað til mín um þetta efni, sé ég nú reyndar ekki heldur neitt sérstaklega fallegt við kvöldið, svo að ég rembist af öllum mætti við að reyna að hrista upp í heilabúinu, svo að ég finni eitthvað annað skemmtilegt að segja, en á meðan heldur Litli-Dóri áfram að krækja í fiskinn rninn með berum kruml- unum, og Spanski Jón sætir lagi að hnupla einni kartöflunni minni. „Hvar býr Stóri-Bensi?“ spyr Harri Hrossi. „Stóri-Bensi?“, segi ég eins og ég hafi aldrei heyrt nafnið fyrr, vegna þess, að í hinni ágætu borg okkar, er það aldrei góð pólitík að svara spurningu án þess að hafa velt henni fyrir sér, og helzt um hrygg, því að stundum vill svo til, aðhúngefurröngum manni rétt svar, og rangt svar réttum manni. „Hvar býr Stóri-Bensi?“ spyr ég þá aftur. „Já hvar býr hann?“, segir Harri Hrossi og virðist óþolinmæði í röddinni. „Við ósk- um þess, að þú fylgir okkur til hans.“ „Bíddu augnablik, Harri“, segi ég, og nú er þá talsvert meiri en dálítill hrollur í taugakerfi mínu.“ Ég er ekki alveg viss um í hvaða húsi Stóri-Bensi á heirna, og auk þess er ég hreint ekki viss um, að Stóri- Bensi verði mér neitt þakklátur fyrir að vísa mönnum heim til hans, og síður þremur í einu, en allra sízt ef þeir eru frá Brooklyn. Þið vitið vel að Stóri-Bensi er agnarlítið lundstirður, og enginn veit hvað honum kann að detta í hug að segja við mig, ef honum skyldi nú ekki geðjast að því að ég kem með ykkur í heimsókn til hans.“ „Allt í lagi,“ segir Harri Hrossi. „Þú þarft ekkert að óttast. Við höfum gróða- fyrirtæki á prjónunum, sem þýðir þó nokkra hlunka í aðra hönd fyrir Stóra- Bensa, svo að það er réttast, að þú fylgir okkur til hans alveg tafarlaust, annars gæti svo farið, að ég neyddist til þess að taka í öxlina á einhverjum hér inni.“ Jæja, af því að ég undirritaður er eina persónan, sem þarna er nærstödd á þessu augnabliki, til þess að taka í öxlina á, sé ég strax að bezta pólitíkin, fyrir mig, muni vera sú, að fylgja þessum þremur aðilum til Stóra-Bensa, einkum vegna þess, að nú er síðasta fiskstykkið á leiðinni niður vélindið á Litla-Dóra og Spanski Jón hefur lokið við að. hesthúsa kartöflurnar mínar og er að dýfa þrumarabita ofan í kaffibollann minn, og hér er því ekkert meira til að tína í sarpinn í bráðina. Ég fylgi því fuglunum þremur yfir í Fer- tugustu og níundu götu, þar sem Stóri- Bensi býr í stóru, brúnu steinhúsi, og hver skyldi þá líka sitja þar úti á tröppunum nema Stóri-Bensi alskapaður. Raunar situr nú hver einasti skarfur í öllu hverfinu úti á tröppum, þar með talið kvenfólk og börn, því að hér er víst hverfissiður, eða ósiður, að húka úti á tröppum á kvöldin. Stóri-Bensi er afhýddur alla leið inn að nærskyrtu og nærbuxum og auk þess er hann auðvitað með berar bífurnar, því að piltar af hans tegund eru jafnan gefnir fyrir að láta fara notalega um sig. Hann unir við að totta vildil, en við hlið hans á tröpp- unum liggur livítvoðungur, sem er einnig næsta fjaðrafár á kroppnum. Þessi barnangi virðist sofa íéttlátra svefni, og öðruhvoru blakar Stóri-Bensi með saman brotnu dag- blaði við nokkrum vargfuglum, sem sitja um að narta í króann. Þessi mývargur kem- ur á heitum sumarkvöldum handan yfir ána

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.