Nýjar kvöldvökur - 01.04.1945, Qupperneq 49
N. Kv.
VITASTÍGURINN
87
Gottlieb þrýsti hönd hans, og síðan gengu
þeir út á stóru svalir hælisins.
Kröger læknir gekk sér til hressingar fyrir
miðdegisterð eftir stíg nokkrum, sem lá
upp í gegnum skóginn. Sá, sem ekki hefði
veitt eftirtekt þétt-hæruskotnu hári hans,
liefði mátt ætla, að hér væri kornungur
maður á ferð, eftir léttum hreyfingum hans
og stæltum að dæma. — Hann var að velta
fyrir sér ráðgátum lífsins, þeim, sem enginn
getur ráðið: — Eru raunverulega til nokkrar
hamingjusamar manneskjur? Hann hafði á
lífsleið sinni fyrirhitt og kynnst þrem mönn-
um, sem hann hélt að kornizt hefðu svo
nærri því marki, sem framast væri unnt.
Það voru þeir Adarn vitavörður, Gottlieh
stúdent og Sören gení. Voru þetta gáfaðir
menn? Nei, tæplega yfir meðahag. Auðugir?
Nei, miklu fremur fátækir af veraldar-gæð-
um. Ef til vill hefði mátt telja Sören gení
auðugan, þar sem hann hafði hlotið 1 ista-
gáfuna í vöggugjöf. Mannþekkingu átti
hann enga. Hinir tveir höfðu engar sérstak-
ar gáfur né hæfileika á nokkurn hátt; en
samt voru þeir hamingjusamir.
Hann stóð upp í djúpum hugsunum og
horfði upp eftir hlíðinni, þangað sem skóg-
inn þraut, og öræfin tóku við. Miklar víð-
áttur breiddust þar út, og aðrar tóku við.
Hvað var að baki? Hann rétti úr sér. Það
var sem dagsbrún gægðist upp í huga hans:
Var það ekki góðmennska þessara þriggja
og hjartalag, sem gert hafði þá hamingju-
sama? — Sjálfur hafði hann gefið Itundruð-
tim sjúklinga læknishjálp sína, en það hafði
gerzt kalt og viðskiptalega. Frú Bramer gaf
nokkur „frípláss með beztu aðhlynningu" á
sjúkrahúsinu; en þó ekki fyrr, en hún hafði
fengið kröftuga áminningu. Og nti varð
niðurstaða athugana hans á þessa leið:
Hvorugt okkar frú Bramer hefir verið
oins hamingjusamt og þeir þrír. Við lifum
ekki, — við aðeins hjörum og tórum. — Síð-
an hélt ltann áfrarn upp stíginn. Greniskóg-
urinn var gamall og þéttur, með mosagrátt
skegg. Kyrrð og friður ríkti hvarvetna, og
lieyrðist aðeins f jarlægur niður árinnar neð-
an úr dalnum.
Hvítklædd kona kom gangandi á móti
honum. Hann sá Rauðakrossmerki á hand-
legg hennar, og ofurlítill gullkross blikaði á
barmi hennar. „Ein systranna á hælinu“,
liugsaði hann og ætlaði að ganga fram hjá
henni. Þá leit hún upp, og augu þeirra
mættust:
„E 1 í n!“
„Hér heiti ég systir Madeleine," sagði
hún stillilega.
„Elín, að við skyldum hittast aftur!“
Hann tók hönd hennar og laut að henni.
Hann skall: af geðshræringu.
„Þú skelfur," sagði hún stillilega.
„Við skulum setjast hérna,“ sagði hún og
benti á fallin trjábol inni í skóginum. Hvor-
ugt þeirra mælti orð. Allur skógurinn hlust-
aði. Hann hélt í hönd hennar, og hún tók
hana ekki til sín.
„Ertu hamingjusöm, Elín?“ spurði hann.
„Starf mitt hefir gert mig hamingju-
sama.“
„Starf þitt?“
„Yfirbót mín — — —Nú varð aftur
hljótt; aðeins heyrðist árniðurinn í fjarska.
„Þú hefir þá verið mönnunum góð?“
„Eftir beztu getu, að það hefir gert mig
hamingjusama, svo hamingjusama, sem
unnt er.“ Hún sat stundarkorn þegjandi.
Síðan sagði hún:
„Hinn látni vinur þinn þarna inni var
stórt, hamingjusamt barn. Ég hitti hann
í'yrst fyrir mörgum árum. Hann gaf mér þá
eina af myndum sínum. Og í endurgjalds-
skyni hét ég að senda honum kveðju árlega
á afmælisdegi hans, og það hefi ég gert síð-
an; því að ég vissi, að það mundi gleðja
hann. Mynd hans hefir hangið á veggnum
mínum síðan. Hún sýnir ofviðri með dimm-
um skýjum og skuggalegum, sem þjóta yfir
jörðina; en að skýjabaki brýzt sólin skyndi-