Nýjar kvöldvökur - 01.04.1945, Side 54
92
FLÓTTAMENNIRNIR
N. Kv
hafði sagt honum frá fyrirætlunum okkar.
Moll neitaði honum um þátttöku. Ég
heyrði hvað þeim fór á milli. Þeir stóðu
andspænis hver öðrum með kreppta hnef-
ana og gnístu tönnum. Hvorugur hafði ótta
af hinum. Það var rneinið. Og Moll gat
ekki átt það á hættu að hafa nokkurn mann
með, sem ekki hræddist hann. Verne hefði
getað orðið hættulegur áhrifavaldi hans.
Það var Verne, sem hafði tekið DuFond
undir verndarvæng sinn. Verne leit eftir
honum, barðist fyrir hann og gaf honum
peninga. Vinátta þeirra hafði djúp áhrif á
Verne. Honum var farið að þykja vænt um
DuFond — og það var líklega í fyrsta sinn,
sem það hafði komið fyrir hann. DuFond
gat vafið lionum um fingur sér. Annars var
Verne mesti harðjaxl.
Þegar hinir fréttu það, að Moll hefði
neitað að hafa Verne með, kom okkur öll-
um saman um að það væri ágætt. Hann
hefði komið einhverjum vandræðum af
stað; jaað var enginn efi á því. Það voru
ekki minnstu líkindi til að hann færi að
koma upp um okkur. Þeir, sem svíkja fé-
laga sína í sakamannanýlendu, eiga ekki
langt eftir ólifað. Fyrr en varir deyja þeir
af slysförum. Svo er líka vonin fram á síð-
ustu stundu að geta orðið þáttakandi í
flóttatilrauninni. Nei, Verne mundi ekki
segja frá neinu.
En tíundi maðurinn. Hver átti það að
vera?
II.
Þá kom Jean Cambreau. Enginn okkar
vissi hver hann var eða hvaðan hann kom.
Það var mögulegt, að sumir okkar hefðu
ekki þekkt liann úr hópi allra sakamann-
anna. En Jrað var næstum því óhugsanlegt,
að enginn af okkur níu skyldi kannast neitt
við hann.
Hann kom alveg óvænt, lagði finnn
hundruð franka í lófa Molls og sagði:
„Gjörðu svo vel að taka mig með.“
Ekkert kvabb eða kvein; engin málskrúð-
ug lýsing á kostum hans, eða hvað hann
gæti gert rnikið til að flóttinn heppnaðist.
Og málhreimurinn var öruggur, en það er
ekki venjulegt hjá sakamönnum/
Moll, sem hafði hellt svívirðingum yfir
þá, sem vongóðir höfðu verið, og sagt, að
jreir gætu rotnað í forargryfjunum, sem
þeir' ættu heima í — sagði nú aðeins:
„Gott og vel.“
Það virtist alveg gagnstætt eðli hans, að
gefa samþykki sitt svo greiðlega, án nokk-
urra háðsyrða, án þess að spyrja hver mað-
urinn væri, hvernig hann hefði komizt að
fyrirætlunum okkar, hvaðan hann kæmi,
hvað hann væri sekur um, og hvert hann
ætlaði að fara. . . .
Ég botnaði ekkert í þessu. Cambreau
hafði aðeins beðið um að fá að vera með.
Jæja, okkur vantaði tíunda manninn....
Nú vorum \dð búnir að ná í hann. Við ætl-
uðum að leggja af stað morguninn eftir til
strandarinnar, einn og tveir á strjálingi.
III.
Það var farið að rökkva, jregar við Cam-
breau komum niður á ströndina. Við vorurn
búnir að sjá hana nokkurn spöl innan úr
frumskéginum. Við komum auga á hvítan
sandinn, jregar trén fóru að verða strjálli.
Blettirnir, senr við sáum af himninum voru
fjólubláir að lit. Ég fékk ofbirtu í augun af
að horfa á þá, en jrað var af því að augun
voru farin að venjast hálfrökkrinu í sólar-
lausu feni frumskóganna. Tveir hræðilegir
dagar voru liðnir; hver einasti þyrnir, sem
stakk vegfaranda í fótinn, gat verið högg-
ormur. Þegar brakaði í trjágreinunum að
næturlagi, mátti alltaf búast við að jrar væri
jagúar á ferð; hver bogin grein gat verið
kyrkislanga. Himininn var dýrlegur.
Það sér hvergi í himininn inni í frum-
skógunum. Trén vaxa allt of þétt saman til
þess.
Ég var illa farinn. Ég var of gamall til að
leggja upp í svona leiðangur. Ég vissi vel að