Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Qupperneq 5

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Qupperneq 5
Nýjar kvöldvökur Júlí—September 1955 * XLVIII. ór# 3. hefti EINAR KRISTJÁNSSON frá Hermundarfelli: Um sumardag Gamansaga. Eg veit ekki með vissu, hvort þið kannist við mig, hann Kristmmrd í Fjörunni. En þó að þið hafið aldrei heyrt mig nefndan, kannist þið vafalaust við konuna mína, hana Marsibil Metúsalemsdóttur. Það er nú kvenmaður, sem segir sex. Þið hafið kannski einhverntíma séð hana standa á hvítskúruðum tröppunum fyrir framan húsið okkar í Fjörunni og stjórna þaðan umferðinni og götulífinu af þeirri einurð og röggsemi, sem henni er lagin. Hún sendir nágrannakonunum tóninn og gerir upp við þær gamlar sennur og nýjar með mergjuðu orðavali og er einkar fund- vís á snöggu blettina þeirra. Hænsni, rottur, hunda og ketti flærnir hún hrott með sófli eða grjótkasti. Hún hellir sér yfir krakk- ana, þegar þau eru að gera aðsúg að okkur með uppnefnum og ókvæðisorðum. Þessir pottormar hafa stofnað með sér einskonar talkór og hópast heimundir húsið, svo nærri sem þau þora og öskra margraddað: Marsibil, Manndrápsbil, Marsibil, Mann- drápsbyl. En til mín kalla þau: Hó og hí, Kristnamurti, og fleiri skammaryrði, sem ég skil ekki. Eg er svo sem ekkert ósköp hissa, svona með sjálfum mér, þó að krakkaskammirnar dyttu ofan á þessa nafngift handa henni Marsibil, því að þegar hún er í essinu sínu, þá er alls ekki fjarri því, að hún minni mann á þess háttar náttúruhamfarir. En þó held ég, að Marsibil sé ekki eins uppsigað við neitt eins og bílana og raunar ekki að ástæðulausu, því að segja má með sanni, að þeir séu eitt hið hvimleiðasta fyrirbæri þeim, sem verður að fara allra sinna ferða fótgangandi. Þegar maður er að slabhast áfram í for og krepju, ryðjast þeir framhjá manni á spani, og eigendurnir senda vegfarandan- um hreykið og meinfýsið augnaráð um leið og þeir láta hann fá velútilátna gusu af forarbleytu yfir nýpressuð sparifötin sín. Þetta hefur sjálfsagt átt einhvern þátt í því, að Marsibil segir einu sinni við mig upp úr eins manns hljóði: — Þú ættir að læra á bíl, Kristmundur. Það var ekki laust við að dytti ofan yfir mig. — Hvað ertu að segja, Marsibil? Heyri ég rétt? Sagðir þú, að ég ætti að fara að læra á bíl? — Já, það sagði ég, og ég meina það í blákaldri alvöru. Þú skalt læra á bíl. Hví ætli þú getir ekki lært á bíl eins og hver annar? Eg ætla varla að trúa mínum eigin eyrum, því að það er hreint ekki á hverjum

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.