Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Blaðsíða 7
N. Kv.
UM SUMARDAG
91
Laugardagurinn var dagur mikilla um-
svifa, aðdrátta og ráðagerða.
— Eg kemst ekki hjá því að fá mér
benzín á bílinn og mér tekst reyndar að
koma honum að benzíngeymi „Esso“, án
þess að nokkuð beri til tíðinda.
— Fjörutíu lítra, takk, segi eg heims-
mannlega við afgreiðslumanninn um leið
og eg skrúfa lokið af. En maðurinn stendur
grafkyrr og starir á mig, eins og þetta væri
í allra fyrsta sinn, sem maður færi fram á
að fá benzín úr þessurn geymi. — Hvað?
segir hann, ætlarðu að láta benzínið í hann
þarna -—- í vatnskassann? Mér bregður í
brún. — Nú, eg hef oft séð menn vera að
hella í þá þarna, verður mér að orði.
— Já, vatni, en ólíklega benzíni. Hvar er
opið á benzíntanknum?
Eg hringgeng bílinn, hvað eftir annað,
en sé enga smugu, sem lítur út fyrir að vera
ætluð fyrir benzín. Afgreiðslumaðurinn
stingur efripartinum inn í bílhúsið, þar sem
Marsibil situr í framsætinu.
— Vill frúin gjöra svo vel að lyfta sér
ögn í sætinu, segir hann kurteislega.
— Já, Grunaði ekki Gvend. Hérna er
hann, kallar hann sigri hrósandi og stingur
slönguendanum inn undir sitjandann á
Marsibil og byrjar að láta buna.
Þetta gengur svo fram af mér, að ég á
ekkert einasta orð til í eigu minni.
— Þakka þér fyrir, frú, segir hann svo.
-r— Þetta eru 40 lítrar, bætir hann við og
fer að skrifa reikninginn.
Eftir að hafa borgað, ætla ég að aka af
stað. En nú skeður nokkuð kynlegt. Vélin
gengur að vísu af fullum krafti, en það er
sama hvernig ég spýti í; bíllinn rótast ekki
úr stað. Marsibil kallar á afgreiðslumann-
inn.
Eg verð víst að biðja þig að hringja á
bíl til að draga mig á verkstæði, segi ég við
manninn. — Ég er bilaður.
— Nú, hvað er að? segir maðurinn. Er
ekki bíllinn í blússandi gangi? Hvað er eig-
inlega að?
— Hjólin snúast, — ég meina — hjólin
snúast ekki, flýtti ég mér að segja.
Maðurinn stingur sér aftur inn í jeppann
lijá Marsibil og bograr eitthvað niður við
gólf, eins og hann sé að gá upp undir pils-
in hennar.
— Hvað heldurðu að þetta sé? Finn-
urðu einhverja bilun þarna? segi ég alvar-
lega.
— Eg hugsa, að þetta sé ekki annað en
það, að frúin hefur líklega rekið fótinn í
drifskaftið og sett það úr sambandi. Reyndu
nú að taka af stað.
Jú, mikið rétt. Nú taka hjólin að snúast
og bíllinn rennur af stað.
— Já, það er margt að athuga í sam-
bandi við bílakstur, Marsibil, segi ég, um
leið og ég tek fallega beygju fyrir hnédjúpa
gloppu í Skipagötunni.
Þegar tekizt hafði að sjá sæmilega fyrir
þörfum munns og maga, að því er Marsibil
taldi, brá hún sér í Apotekið og hafði það-
an með sér heljarmikinn lager af plástrum,
joði, blývatni, spelkum og sárabindum,
spíritus, kamfóru, asperíni og mörgu
fleiru, sem ég þekki engin nöfn á.
— Hvað gengur eiginlega að þér kona?
varð mér að orði. Ætlarðu að fara að stofn-
setja apotek hérna í Fjörunni, eða hvað
ætlastu fyrir með þessum innkaupum?
— Nú, ég hef hugsað mér að vera við
öllu búin, ef eitthvað skyldi koma fyrir í
ferðinni. Það er ekkert spaug að standa
uppi með tvær hendur tómar, ef maður
kynni að verða fyrir einhverju slysi á ferða-
lögum.