Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Side 8
92
UM SUMARDAG
N. Kv.
Þú ferð með þetta út í bílinn, og þar skal
það verða framvegis.
Ég tek við apotekinu og fer með það út í
bílinn og mér verður á að nöldra ofan í
bringu mína: Nú, það er líkast því, að
maður sé að leggja upp í stríð, en ekki
sportreisu með frúna sína.
Um kvöldið, þegar við erum háttuð, tek-
ur Marsibil fram bókarkver, Slysavarnir
og hjálp í viðlögum, og fer að lesa hátt og
skipar mér að hlusta.
Svo les hún yfir mér urn alls konar slys-
farir, stórmeiðingar og átakanlegar kremm-
ingar, þangað til hárin taka að rísa á höfði
mínu af angist og kvíðahrolli.
Síðast tekst mér þó að leggjast á betra
eyrað, en troða sængurhorninu upp í hitt.
Við þetta breytist lesturinn hjá Marsibil í
samfellda suðu, svæfandi og róandi, og að
lokum tekst mér að sofna.
En þetta verður þó í rauninni enginn
svefn, heldur ein samfelld martröð af erf-
iðum draumum, bílakstri í hrikalegu lands-
lagi með óteljandi Vaðlaheiðar-beygjum
og geigvænlegum hættumerkjum á hverju
strái.
Og ég upplifi allar hugsanlegar slysfar-
ir, árekstra, veltur, eldsvoða, beinbrot, lið-
hlaup og blæðingar. Síðast erum við Marsi-
bil orðin gangandi á veginum, en göngulag-
ið verður heldur svona skrykkjótt, því að
við eriun bæði gengin úr augnakörlunum.
Ég verð því beinlínis feginn, þegar Mars-
ibil vekur mig harkalega og skipar mér að
hypja mig í brækurnar og komast af stað.
Eftir nokkrar smásennur og fjaðrafok
rennur bíllinn tignarlega úr hlaði með okk-
ur hjónin bæði í framsætinu, en í aftursæt-
inu er hlaði af matvælum og sjúkravörum,
svo að nægja mundi meðal herdeild um ó-
fyrirsjáanlegan tíma.
Ferðalagið virðist ætla að ganga vel, til
að byrja með a. m. k., þrátt fyrir erfiða
drauma og voveifleg hugboð.
Fáir eru á ferð um veginn svo árla dags
sem betur fer, því að mér finnst vegar-
breiddin ekki meir, en rétt svona hæfileg
fyrir mig einan.
Ég verð því fljótlega var við lítilsháttar
taugaóstyrk, þegar ég kem upp undir heið-
arbrúnina og sé, að á móti mér kemur eitt
heljarmikið mjólkurtrog, svo breitt, að ég
sé ekki betur en það standi útaf veginum
beggja megin.
Ég færi mig útá vegarbrún, svo langt
sem ég þori og bíð átekta.
Trogið keniur fast upp að mér með
dómadagsskrölti, drunum og skurki, og við
þykjumst sjá, að bílstjórinn vilji hafa tal
af okkur og Marsibil bregður sér út til
mannsins.
— Hvað er hann að segja, Marsibil?
segi ég, þegar hún kemur til baka.
— Hann vill bara vita, hvern fjandann
þú meinir með því að vera með bílinn
þarna á miðjum vegi, segir hann.
Eg fer að athuga kringumstæðurnar. Jú,
það eru að vísu einir þrír fjórir metrar út
að mínum kanti. Ég verð líklega að hætta
á að færa mig ögn til hliðar, þó að það sé
liart að þurfa að gera mannskömminni það
til vilja.
Ég stíg á startarann, en nú bregður svo
við, að hann gefur frá sér eitthvert ókenni-
legt baul og annað skeður ekki. Eg reyni
aftur og aftur með sama árangri. Það er að
koma á mig fát, því að bílstjórinn á mjólk-
urtroginu hamast á flautunni sem vitlaus
væri.
Nú versnar í því. Hann vill ekki ganga,
segi ég.