Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Síða 9
N.Kv.
UM SUMARDAG
93
Eg skal skreppa út og biðja manninn að
líta á maskínuna í honum, segir Marsibil.
Hún kemur íljótlega til baka með heljar-
mikinn Þingeying sér við hlið. Hann gæg-
ist undir húddið eitt augnablik, skellir því
aftur, og ég sé ekki betur en mannfjandinn
glotti út að eyrum.
— Er þetta mjög bölvað, kalla ég til
hans.
— Ég sé ekki betur en bíllinn sé í gangi,
reyndu að taka af stað.
— Jú, mikið rétt, bíllinn var í gangi og
bafði alltaf verið í gangi. Ég hafði bara
ekki heyrt það fyrir dómadagsdjöflagang-
inum í hinu troginu.
Svo mjaka ég bílnum hættulega nærri
vegarbrúninni undir eftirliti og stjórn
Marsibilar, og mér léttir stórum, þegar ég
sé á eftir þessu óláns mjólkurtrogi niður
brekkuna.
Ur þessu gengur ferðin vel. Að vísu er
ákaflega seinfarið niður brekkurnar að
austan. Það kemur nefnilega í ljós, að
Marsibil ber ekki ótakmarkað traust til
ökumannshæfileika minna, því að við
hverja einustu beygju uppástendur hún að
fara út og ganga.
En í skóginn komumst við þó að lokum,
þó að ótrúlegt sé, án nokkurra óhappa.
Við erum bæði í hreinasta sólskinsskapi,
þegar við erum sezt niður í indælu skógar-
rjóðri og farin að snæða af nestisbirgðun-
um.
Ég fer að spauga og get ekki stillt mig
um að stríða Marsibil dálítið og segi með
góðlátlegri glettni:
Jæja, Marsibil mín. Heldurðu að væri
nú ekki rétt af þér að fara að taka upp
sjúkravörurnar, bera á þig joðið, binda á
þig spelkur, líma á þig nokkra plástra og
smakka ögn á sprittinu og kamfórunni.
Það er fullsnennnt fyrir þig að hælast
um, segir hún. Ferðin er ekki á enda.
Þegar við leggjum heim á leið, finnur
Marsibil upp á því að vilja endilega fara
út í Fnjóskadal og heimsækja einhverja fjar-
skylda ættingja þar á einum bæ. Ég er þá
svo rýmilegur að samþykkja þetta orða-
laust, enda liggur svo vel á mér, að ég syng
við raust undir stýrinu: Um sumardag er
sólin skín o. s. frv.
Svo rennum við í hlað á kotinu með
prompi og pragt.
Marsibil kynnir okkur fyrir fólkinu og
segist vera skyld því.
En á meðan athuga ég umhverfið og
kringumstæðurnar svo lítið ber á.
Og þetta var hreint ekki svo glæsilegt, ef
það var skoðað með sérþekkingu öku-
mannsins. Heimreiðin þröngur, ómalarbor-
inn stígur, hlaðið svolítil penta, og takmark-
ast á tvo vegu af íbúðarhúsi og fjósbygg-
ingu, sem inynda vinkil, en neðan undir
snarbrött brekka með vellandi fjóshaug og
vilpu, en girðing á eina hlið.
Hér mundi þurfa mikla lagni og aðgæzlu
til að snúa bíl og ekki bætti það úr, að á
þessum litla bletti skyldi líka þurfa að
standa bæði hestkerra og taðkvörn.
Svo erum við boðin til stofu og komið
með góðgjörðir. Við segjum: Það er nú ó-
þarfi -— og tölum um að bera í bakkafull-
an lækinn — og viðhöfum alls konar kurt-
eisi, sem hæfir fínu fólki úr kaupstað.
Marsibil leikur á als oddi og leikur fína
hefðarfrú af svo sálrænu innsæi, að ég verð
hreinlega stórhrifinn af leikarahæfileikum
hennar.
En ég get þó ekki almennilega tekið þátt
í samræðum eða notið góðgjörðanna sem
skyldi fyrir áhyggjum af burtförinni.