Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Qupperneq 13
N.Kv.
LÍFIÐ ER BYRJAÐ
97
laus,“ sagði hann og hló. „Auðvitað ætla
ég að giftast þér.“
Hún vissi, að þetta var alvara hjá honum.
Þetta bónorð var honum líkt.
Hún svaraði: „Mér er ekki kunnugt um,
að við höfum rætt þetta mál fyrr en nú.“
„Þarf mikið um það að ræða. Við erum
hvort öðru kunnug. Og ég veit, að þú værir
ekki með mér, ef um annan mann væri að
ræða. Eg álít að við eigum vel saman. Það
mun verða hollt og heppilegt fyrir okkur
bæði.“
Hún nam skyndilega staðar. Hún horfði
upp á hinar Idaðlausu heykigreinar. Sólar-
geisli féll á andlit hennar. Hún fór að
hugsa um þetta eina orð — ást.
Hann staðnæmdist einnig og horfði á
liana hvössum augum.
Hún laut höfði og hnyklaði augnabrún-
irnar. Svo mælti hún: „Eg veit ekki hvað
segja skal, Gregers. En það, sem nefnt er
ást verður þó að vera fyrir hendi. Það, sem
þú sagðir áðan líktist því, að þú værir að
gefa út lyfseðil. Menn tala ekki eins og þú
gerðir, ef um ást er að ræða.“
Hann svaraði: „Þú vilt hafa einhverja
draumóra.“ Hann tók undir handlegg henn-
ar, og þau leiddust, er þau héldu áfram
göngunni. „Eg trúi ekki á skýjaborgir,
Birta. Við nútíma fólk ættum að vera vax-
in upp úr því sem nefnt er skot og ást. Við
eigum að vera hrein og bein.“
„Já, en trúir þú þá alls ekki að neinn
______?“
Hann svaraði: „Ég trúi á lífið lífeðlis-
lega séð. Eg trúi því að maður og kona geti
orðið hamingjusöm án þess að gera sér íál-
vonir um óviðjafnanlega sælu.“
Hún vissi ekki hverju svara skyldi. Hún
virti hreinskilni hans. Það munaði litlu, að
hún féllist á þessa skoðun hans. Biría hafði
séð mikla ást gufa burt. En þó ólguðu mót-
mælin í sál hennar. Sú ást, er allt gleymdist
fyrir, hlaut þó að vera eftirsóknarverð.
Menn þurftu að njóta þeirrar ástar, þó að
ekki væri nema um stundarsakir, er aldrei
gleymdist og hrifi hug og hjarta fram á
elliár. Hún vissi að þvílík ást var til.
„Jæja, Gregers. Eg hefi þó trú á öllu
þessu, er þú afneitar.“
„Hvaðan hefirðu þá trú? Úr bókum,
kvikmyndum eða leikhúsum? Eða hefir þú
sjálf reynt eitthvað í þessu efni?“
Hún horfði dreymandi á hann. Já, hún
sagðist hafa kynnzt þessari tilfinningu. En
þá hefði hún verið svo ung.
Hann mælti: „Þú getur hugsað um þetta.
Þú ert vitanlega sjálfráð. En dragðu það
ekki of lengi að taka ákvörðun. Lífið er
stutt.“
Hún kinkaði kolli. Um þetta hafði hún
hugsað. Hún vildi þess vegna ekki svara
málaleitan hans neitandi. Hann hafði
marga kosti. Og hún vissi, að honum þótti
vænt um hana. Já, lífið var stutt.
Þau gengu gegnum skóginn í storminum.
Skógurinn var fölnaður. En næsta vor
mundi hann standa í fullum blóma.
Þegar þau komu til „Veiðimannakof-
ans“ var hvert rúm fullskipað. Gregers og
Birta hristu höfuðin. Þetta var leiðinlegt,
og þau voru sár svöng. Þá reis hár, ljós-
hærður maður úr sæti sínu og gaf þeim
merki um að koma. Hann hafði borð úti í
horni.
Gregers mælti: „Þetta er Lunde magist-
er. Manstu ekki eftir honum? Hann var
kennari í þriðja g og kenndi bókmennta-
sögu.“
Birta stóð augnablik og horfði á ljós-
hærða manninn. Hann var mjög stór vextL
Það kom ljómi í augu hennar.