Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Page 14

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Page 14
98 LÍFIÐ ER BYRJAÐ N. Kv. Þau gengu að borðinu. „Eg þekki ykkur, ef mér skjátlast ekki,“ sagði Lunde. „Gerið þið svo vel.“ „Það er fallega gert af yður,“ rnælti Gre- gers. „Nú les ég í blaðinu á meðan þið borð- ið,“ sagði magisterinn. „Eg vona að þið fyrirgefið þó að ég reyki pípu mína.“ Birta horfði á hann. Lunde brosti og sagði: „Á ég að slökkva í pípunni? ungfrú Birta?“ „Nei, nei, auðvitað ekki.“ Svo fór hún að ná í smurða brauðið. Hún reyndi að gleyma því að Lunde mag- ister var þarna. Hún vildi hugsa um það, sem Gregers hafði sagt við hana. En lienni gekk ekki vel að hugsa. Hún hafði enga lyst á matnum, en dreypti á ölinu. Þarna sat hún hjá tveim mönnum. Annar þeirra var jafnaldri hennar, annar fáum árum eldri. Annar var vinur hennar og félagi og ef til vill mannsefni. Hinn var „gamall“ kennari hennar, er hún hitti þarna af til- viljun. í raun og sannleika maður, sem ekki kom henni framar við. En er blaðið skrjáfaði í höndum hans var sem straumur færi um taugar hennar. Og augnablik horfð- ust þau í augu. Augu hans voru alvarleg og ertnisleg. Hún óskaði þess innilega, að hann væri farinn. Þá mundi henni ganga betur að hugsa. En auðvitað færi hann ekki. Þetta var hans borð. Gregers bað um kaffi og vildi gefa þeim koníak. Hans Lunde braut saman blaðið og lagði það frá sér. Hann mælti: „Það er ætíð gaman að hitta gamla nemendur.“ Gregers bauð honum vindling. Hann mælti: „Já, það er að minnsta kosti engin óvinátta á milli okkar, magist- er Lunde.“ „Nei, ekki milli okkar,“ svaraði hann. Birta varð þess vör, að þeir horfðu báðir á hana. Henni brá ónotalega. En þeir fóru að hlæja. „Af hverju hlæið þið?“ spurði hún gremjulega um leið og hún slétti hár sitt. Henni kom til hugar, að eitthvað væri at- hugavert við útlit sitt. Gregers yppti öxlum og mælti: „Ertu bú- in að gleyma því, að það var endalaust stríð milli ykkar?“ „Já, það er orð og að sönnu,“ sagði Lunde. „Eg hefi sjaldan haft óþjálari kven- nemanda. Þér reynduð með öllu móti að koma mér í bobba.“ Birta var næstum búin að gleyma þessu. En nú mundi hún eftir kennarastofunni og Lunde við kennaraborðið klæddum í ljós- grá föt. Hún minntist þess, hve áköf hún hafði verið í það að erta liann og særa. Hún mælti: „Já, ég man eftir þessu. Þér hafið rétt að mæla. En ætli ég hafi ekki haft ástæðu til þess að haga mér eins og ég gerði? Hafið þér nokkru sinni gert yður grein fyrir því, hve afar ranglátur þér vor- uð gagnvart mér? Það mætti segja, að þér ofsæktuð mig.“ Hún hafði talað af sannfæringu. Röddin titraði. Lunde magister hrukkaði ennið. Hann sagði: „Þetta hlýtur að vera misminni. Ég hefi ætíð gert mér far um að vera réttlátur. En þér voruð mjög erfiður nemandi." Rödd hans var ekki friðsamleg. Það leit út fyrir að báðum virtist tími reikningsskilanna vera kominn. Gregers veitti báðum nákvæmar gætur. Birta mælti: „Það var yðar sök, að ég var erfið.“ Augu hennar skutu gneistum. „Þér lásuð upp stílana mína á þann hátt, að þeir urðu að athlægi. Eg man það, að ég las eitt sinn upp ástarkvæði eftir Christian

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.