Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Page 15

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Page 15
N. Kv. LÍFIÐ ER BYRJAÐ 99 Winter. Þér sátuð með hönd undir kinn á meðan. Og svipur yðar var svo ámátlegur í minn garð, að allur bekkurinn henti gaman að mér á sinn hátt.“ „Þér höfðuð ábyggilega gott af því að vera bæld.“ Birta minntist þess hve mjög hún hafði vandað sig við þennan upplestur. Um það þagði hún. En svo sagði hún þurrlega: „Eg áleit að nýtízku uppeldisfræðingar hefðu meiri þekkingu í sálarfræði en framkoma yðar gagnvart mér bar vitni um. Þetta gat liaft varanleg ill áhrif á mig.“ Lunde horfði á hana. Hann hafði hlóð- roðnað. „Munið þér ekki eftir því, hve erfið þér voruð viðfangs? Vegna agans var ég neydd- ur til-----.“ Hann þagnaði. Gregers horfði liugsandi á hann. Svo sagði hann: „En var hún ekki lagleg?“ Birta gretti sig og sagði: „Það kemur ekki málinu við.“ Lunde tók til máls: „Sem sagt, ég var neyddur til þess vegna agans. Það er merg- urinn málsins.“ Gregers laut niður að borðinu. Hann mælti: „Var það vegna agans, magister Lunde?“ Birta sagði: „Nei, það orsakaðist fyrst og fremst af illgirni, engu öðru en ástríðu- þrunginni illgirni.“ Það leit út fyrir, að Lunde ætlaði að svara ónotum. En hann hætti við það og sagði: „Þetta urðu ekki gleðilegir endur- fundir. En nú verð ég að fara.“ Birta kreisti aftur augun. Hún liafði drepið á illgirni. En sjálf bar hún það með sér, að hana langaði til þess að særa og á- víta. Hún virtist óbreytt frá því hún var í skólanum. Hún mælti: „Áður en þér farið, verðið þér þó að minnsta kosti að óska mér og Gregers til hamingju. Við eruð nýtrúlof- uð.“ Hún reyndi að brosa. Gremjusvipurinn á magisternum hvarf. Hann virtist skyndilega þreytulegur. Hann mælti: „Til hamingju.“ En röddin var hás. Hann ætlaði að standa á fætur, en Gregers lagði hönd sína á handlegg hans. „Nei. Farið ekki samstundis, magister. Við Birta erum ekki trúlofuð, og verðum það aldrei. Hún stendur við hlið fyrirheitna landsins. Og ég er hræddur um, að ég geti ekki fylgt henni þangað inn. Ég álít að þið ættuð að tala betur saman. Þið skuluð segja hvort öðru sannleikann um ástæðuna fyrir ósamkomulagi ykkar. Verið þið sæl.“ Hann gekk burt svo fljótt, að þau gátu ekki aftrað honum. Birta mælti: „Þetta er mjög leiðinlegt. Mér virðist------.“ „Bíðum við,“ sagði Lunde. „Ef til vill hefir hann rétt að mæla. Skólavistin er löngu liðin og lífið er byrjað. Nú vil ég fá leyfi til þess að bera í bætifláka fyrir mig.“ Hann lagði frá sér vindlinginn, en horfði stöðugt í augu hennar. „Birta! Það er eitt, sem hver kennari verður að vera á verði fyrir. Hann verður að forðast að fella ástarhug til nemanda síns. Og ef hann verður ástfanginn, neyðist hann til þess að leyna því, hvað sem það kostar. Jafnvel viðhafa óvingjarnlegt við- mót eða fjandskap. Þegar þú last upp- kvæðið — en því gleymi ég aldrei — gat ég varla stillt mig um að faðma þig að mér, svo að allur bekkurinn sæi. Frá þeirri stundu hefir þú aldrei farið úr huga mérv Ég hefi aldrei getað gleymt þér.“ „Aldrei — aldrei getað gleymt mér? Er þetta satt?“ Hann leit á hana og kinkaði kolli. Augna- ráð hans sagði henni, að hugur fylgdi máli.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.