Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Qupperneq 16
100
SJÓNARVOTTUR
N.Kv.
í skólanum duldi hann ást sína með ónot-
um. En nú var lífið byrjað.
Hún rétti honum hönd sína og brosti. Öll
gremja var horfin. ísinn hafði bráðnað. Og
er þau skönnnu síðar gengu um skóginn,
þar sem trén voru ber og nakin og biðu
vorsins, vissu þau, að vor og sumar var
einnig á leiðinni til þeirra.
Williom Irish:
Sjónarvottur
Skáldsaga.
Guðmundur Frímann þýddi.
(Niðurlag.)
Nú skarst konan einnig í leikinn. Hún
byrjaði strax að tala. Rödd hennar var lág
og köld og hafði dýpri áhrif á Buddy en
verstu skammaryrði. Það var líkast því, að
hún væri að ráðstafa poka með grænmeti.
„Stattu ekki eins og sauður á miðri göt-
unni, Jói. Reyndu að koma honum upp á
gangstéttina.“
Buddy barðist um á hæl og hnakka.
Stuttir handleggir hans snerust eins og
vængir á vindmyllu. En barsmíðið tók skjótt
enda. Maðurinn sneri upp á annan hand-
legg hans og hélt honum þannig föstum.
Hver minnsta hreyfing orsakaði óbærileg-
an sársauka.
Þau þokuðu sér öll þrjú upp á gangstétt-
ina. Tveir fullorðnir og lítill drengur í
milli. Enginn gat séð, að hann væri leiddur
áfram nauðugur. Heljartak mannsins um
handlegg hans neyddi hann áfram.
Skyldu þau aldrei mæta einum? Var
bærinn mannlaus einmitt þetta kvöld?
Nei, þarna komu einhverjir á móti þeim.
Að þessu sinni voru það tveir menn. Þeir
.slöguðu ekki, gengu strikbeint áfram, full-
komlega ódrukknir. Þetta Idutu að vera
menn, sem óhætt væri að tala skynsamlega
við. Þeir mundu vissulega hjálpa honum.
Þeir urðu að hjálpa honum. Þeir komu
beint á móti þremenningunum, annars
hefðu fangaverðir hans efalaust gert til-
raun til að sniðganga þá. Þess var enginn
kostur. Mennirnir tveir voru nýkomnir fyr-
ir götuhorn og svo nærri, að þeir hlutu að
sjá þau of greinilega ,til þess að hættandi
væri á að breyta um stefnu. Það hefði vak-
ið grunsemdir.
Jói, eins og konan hafði kallað hann,
herti takið um handlegg Buddys til frek-
ara öryggis. Sársaukinn hafði verið nægur
fyrir, en nú varð hann næstum því óbæri-
legur.
„Ef þú segir aukatekið orð,“ hvíslaði
hann ógnandi, „þá ríf ég af þér handlegg-
inn.“
Buddy beið þess að mertuirnir tveir yrðu
þeim samsíða. Hann safnaði öllu því mót-
stöðuafli, sem hann hafði yfir að ráða, í
fyrsta lagi gegn sársaukanum, sem fyrir
var, og í öðru lagi gegn þeim ægikvölum,
sem biðu hans.