Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Síða 22
106
S J ÓNARV OTTUR
N.Kv.
risu á höfði hans. Ef til vill sáu þau betur
í myrkri en augu hans og sögðu honum, að
hann mætti ekki hreifa sig — ekki litla
fingur. Ef til vill vissu þau eitthvað, sem
hann vissi ekki. En kyrr varð hann að vera,
það var öldungis víst.
Þetta stóð ekki lengi. Allt í einu heyrði
Buddy raddir að neðan; margar raddir,
eins og fólk hefði þyrpzt inn af götunni.
Það glóði í nokkur ljós. Svo kom ljós, sem
var sterkara en öll hin; gildur straumur
frá kastljósi, sem fikaði sig leitandi upp
vegginn, unz hann fann Buddy.
Og nú gat Buddy greint hvernig umhverf-
is var. Stiginn með öllu var hruninn til
grunna; aðeins nokkrir bjálkar og borð-
endar héngu hér og hvar í veggjunum. A
einum slíkum stóð hann. Eins og á hyllu.
Hyllu, sem endaði rétt við fætur hans, fimm
hæðum ofan við götu.
Það var kallað til hans gegnum gjallar-
horn. Rödd mannsins var ótrúlega róleg og
vinsamleg, þó var hún ekki með öllu laus
við skjálfta:
„Láttu aftur augun, drengur minn! Okk-
ur mun áreiðanlega takast að ná þér niður.
Láttu bara aftur augun. Ekki horfa. Hugs-
aðu um eitthvað annað. Kanntu margföld-
unartöfluna?“
Buddy kinkaði kolli varfærnislega. Hann
var hræddur við að hreifa höfuðið nema
sem minnst.
„Byrjaði á sinnum. Tvisvar sinnum tveir.
Tvisvar sinnum þrír. Hafðu aftur augun.
Hugsaðu þér, að þú sért í skólanum og að
kennarinn standi beint fyrir framan þig. En
hreifðu þig ekki. Ekki baun!“
Hann var í sjötta bekk, vissu þeir það
ekki? Og vissu þeir ekki að hann lærði
margföldunartöfluna í þriðja bekk? En
hann byrjaði samt sem áður. Fyrst á tvisvar
sinnum, síðan á þrisvar sinnum. Þá hætti
hann.
Hann kallaði með skærri drengjarödd:
„Hve lengi þarf eg að standa hér? Þafr
er eins og eg standi á nálaroddum. Og nú
er eg byrjaður á fjórum sinnum.“
„Heyrðu, drengur minn! Hvort viltu
heldur að hjálpin verði skjót, en dálítið á-
hættusöm, eða tafsöm, en trygg?“
„Hjálpið mér eins fljótt og þið getið,“
svaraði hann. „Mig er farið að svima.“
„Ágætt“, drundi röddin að neðan. „Við
höfum komið fyrir brunasegli hérna niðri.
Þú getur ekki séð það vegna myrkursins.
En þú mátt treysta því, að við segjum þér
satt.“
„Það geta staðið plankabrot út úr veggj-
unum. Þau geta skaðað hann.“ mælti önnur
rödd hljóðlega. Buddy heyrði hana samt
sem áður.
„Það tekur alltof langan tíma með þeim
hætti, og drengurinn hefur víst liðið nóg.“
Buddy heyrði röddina greinilega. Og enn
var kallað:
„Haltu höndunum að síðunum og hafðu
fæturna fasta saman. Lokaðu augunum og
stökktu, þegar eg hefi talið upp að þrem.
.... þrír!“
Buddy hélt að hann mundi aldrei koma
niður. En allt í einu var hann þó kominn
og hoppaði nokkrum sinnum upp og niður
í seglinu. Honum var borgið.
Hann grét nokkrar mínútur, en hann vissi
ekki sjálfur af hverju hann grét. Það hlutu
að vera eftirstöðvar frá þeirri stundu, að
Jói gerði sig líklegan til að drepa hann.
Hann vonaði, að þeir sæu það ekki.
„Eg grét ekki,“ sagði hann.
„Það fór bara svo mikill sandur upp í
augun á mér.“
„Eg segi það sama,“ svaraði Ross úr