Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Side 28
112
PITC AIRN-E Y J AN
N.Kv.
meinti ekkert illt með því, sem hann gerði.
Hann vissi einungis ekki, hvað það var.
— Farið með hann burt! skipaði Mina-
rii. — Komið hér ekki framar. Þetta er
helgidómur okkar.
Mills reyndi að rísa a fætur. Hann var
æfur af reiði og stóð með steitta linefa aug-
liti til auglitis við mótstöðumann sinn, á
meðan Mc Coy talaði.
— Stilltu þig nú, John. Segðu ekki orð
og komdu þér héðan á hrott áður en íil
])lóðsúthellinga kemur. Komdu nú. Þeir eru
í fullum rétti og það er ekki auðvelt að
svipta þá honum.
Mills var miðaldra maður, og hörku-
drættirnir í andliti Minarii og risavöxtur
hans, hefðu getað vakið ótta hjá langtum
yngra manni. Hann sneri við og fór með Mc
Coy. Innfæddu mennirnir horfðu þögulir á
eftir þeim, meðan þeir fóru niður hæðar-
dragið og hurfu eftir veginum, sem lá til
bústaðanna.
— Þá förum við héðan allir, sagði Mi-
narii, — og við skulum ekki hugsa meira
um það, sem skeð hefur. Maðurinn vissi
ekki hvað hann gerði. Það var rétt, sem Mc
Coy sagði. Hann ætlaði ekki að fremja nein
helgispjöll.
Tetahiti hinkraði við, og þessir tveir
menn stóðu þögulir óg litu með ánægju yf-
ir verk sín.
— Það er gott að musterisbyggingunni
er lokið, sagði Minarii. — Helgidómurinn
er í steininum.
Tetahiti kinkaði kolli. — Fannst þér ekki
guð styrkja þig við að bera steinana, með-
an við unnum hér?
— Það var auðvelt verk að bera þá. Tá-
aroa hefur velþóknun á þessu musteri. Hér
getum við heðið fyrir uppskerunni og sjáv-
araflanum, og hér getum við skírt börnin,
sem fæðast.
Nú finn ég til þess í fyrsta sinni, að
hjarta mitt er tengt þessu landi. Þetta er
landið mitt, landið okkar.
Minarii stóð þegjandi nokkra stund, síð-
an spurði hann: — Þú þekkir þessa hvítu
menn betur en ég. Hafa þeir engan guð?
Christian hefur aldrei talað um það við
mig, og ég kann ekki við að spyrja hann, en
ég held að þeir tilbiðji engan guð.
— Það væri merkilegt, ef þeir væru guð-
lausir. Kapteinn Cook kom þrisvar sinnum
til Matavia. Eg man vel eftir heimsóknum
hans. Hann og inenn hans voru af sama kyn-
stofni og þessir menn, en þeir héldu guðs-
þjónustu sjöunda hvern dag með helgisið-
um, sem ekki voru mjög ólíkir okkar. Þeir
hneigðu höfuð sín, krupu og hlustuðu þegj-
andi meðan einn þeirra söng. Hvítu menn-
irnir hérna gera ekkert af þessu.
— Það getur verið, að þeir hafi engan
guð, svaraði Tetahiti.
Minarii hristi alvarlegur höfuðið. —
Guðlausir menn geta ekki vænst mikils. Það
hefði verið betra, að við hefðum verið hér
einir með konur okkar. Siðir þessara hvítu
manna eru syndsamlegir í okkar augum,
eins og okkar siðir í þeirra augum.
— Það eru góðir menn á meðal þeirra,-
sagði Tetahiti.
— Já, en þeir eru það ekki allir. Nokkr-
ir þeirra eru úrhrök.
— Þú átt við Martin. Hann er fæddur
þræll!
— Það er ekki Martin einn, sagði Mi-
narii alvarlega. Menn eins og Te Moa,
þjónn þinn, og Hu, þjónn minn, treysta því
að við verndum þá, og þó fara Mc Coy og
Williams með þá eins og þræla sína. Við
óskum ekki blóðsúthellinga hér. Við verð-
um að vera þolinmóðir, en dagurinn kemur
þegar .... Hann þagnaði og horfði hrygg-
ur fram fyrir sig.