Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Side 29

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Side 29
N. Kv. PITCAIRN-EYJAN 113 — Christian veit ekkert um það, sagði Tetahiti. ■—- Á ég að gera honum það ljóst? — Það mundi vera gott, ef hann vissi eitthvað. En liann verður sjálfur að sjá þetta, við verðum að bíða og þegja. I mánuð eða meira, eftir dauða Fasto, liafði Williams ekki séð Hutiu. Stúlkan var hrifin af honum, en hafði vit á að bíða. Járnsmiðurinn gat ekki hrint þeirri hugsun frá sér, að Fasto hefði komizt að því, hvern- ig ástatt var og af sorg og örvilnan fleygt sér fram af björgunum. Þó að hann væri rudda- legur og ósiðaður, var hann alls ekki til- finningalaus. Nokkurn tíma hafði hann unnið verk sitt í kyrrþey, án þess að líta á Hutiu, þegar hún fór framhjá, en eftir því sem frá leið sótti í sarna horfið og áður og veikleiki hans gagnvart ungu stúlkunni gerði aftur vart við sig. Stefnumót þeirra í kjarrinu byrjuðu að nýju, en af hennar liálfu var að minnsta kosti farið varlegar en áður. Williams var samt sem áður alls ekki á- nægður með ástandið, eins og það var. Hann vildi njóta stúlkunnar einn. Þetta, sem hafði upphaflega ekki verið annað en einskisvert daður, varð nú að hreinni ást. Marga nótt lá hann vakandi fram undir morgnn og liugsaði um það, hvernig hann gæti fengið Huitu fyrir konu. Hann fann, að hann gat ekki lifað svona lengur. Síð- ara hluta dags nokkurs, þegar hann var að vinna nreð Mills í smiðjunni, lagði hann hamarinn frá sér. ■— Hvíldu þig stundarkorn, John, sagði hann. Mills rétti úr sér og geispaði. •— *Hvað er að? spurði Iiann forvitnislega. — Eg þoli þetta ekki lengur. Þið eigið allir konur, en ég á enga. — Ja, mína getur þú ekki fengið, hreytti Mills út úr sér. — Taktu konu frá einhverj- um blökkumannanna. — Já, Huita væri góð fyrir mig. Hinn rak upp hlátur. — Þú ættir að kynnast henni. Hún er snotur stelpa, en hún er hættuleg, eftir því sem Prudence segir. — Það væri gaman að vita, hvað Christ- ian og Minarii segðu um þetta. — Fjandinn hafi blökkumennina. Þetta rnál á að útkljá með atkvæðagreiðslu. Hvað getum við án John Williams og smiðju hans! Hús Christians stóð vestast á eynni við hæðardragið, sem ekki var eins bratt og hæðirnar við Bountyflóann. Skógarbelti meðfram hæðarbrúninni skyggði á húsið, svo að það sást ekki frá hafinu. Húsið var tvær hæðir, byggt úr eikar- plönkum úr Bounty. Efri hæðin var stór og rúmgóð með glugga á öllum hliðum. Það var liægt að opna þá og loka þeim eftir því sem vindstaðan var. Upp á loftið lá stigi og var loftgatið lokað með hlera. Þarna uppi sváfu Christian og Maimiti. Neðri hæðinni var skipt í tvennt með skilrúmi. Annað herbergið var vinnustofa Christians. Klunnalegur stóll stóð fyrir framan eikarborð, á því lá biblía með silf- urspöngum og bænabók, áttavitinn úr Boun- ty og vandað úr frá Kendall í London. Christian trekkti úrið upp á hverjum degi, og, ásamt Young, gætti hann þess vandlega, að það gengi rétt. Christian hafði nýlokið við að borða miðdegismatinn og sat ásamt Maimiti á bekk við þá hlið hússins, sem sneri út að hafinu. Sólin var hátt á lofti og hafið, sem sást gegnum runnana, breiddi sig xit móti norðri, blátt og spegilslétt. Þegar hann leit upp tók hann eftir því að William var að koma.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.