Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Síða 30
114
PITCAIRN-EYJAN
N.Kv.
Járnsmiðurinn færði hendina upp að
enninu, þegar hann kom til Christians, og
heilsaði Maimiti eins og hún væri ensk kona.
—- Má ég fá að tala við þig eitt augnablik,
herra? spurði hann.
— Já. Hvað er nú að, William? Viltu
tala við mig einslega?
— Já.
Járnsmiðurinn stóð kyrr nokkra stund,
eftir að Maimiti var farin. Hann hikaði
augnablik, áður en hann tók til máls.
— Ég veit ekki nema þú munir missa á-
]it á mér, þegar þú heyrir hvað ég ætla að
segja, en ég verð að segja það. Mennirnir
eru misjafnlega gerðir. Sumir eru vitrir og
aðrir heimskir, sumir eru tilfinninganæmir
— aðrir kaldgeðja. Eg þykist vita að þú
viðurkennir, að eg sé enginn asni, og að eg
kann handverk mitt vel, en ég er nú einu
sinni þannig gerður, að ég er veikur fyrir
konum, ef þá á að kalla það veikleika ....
<r r
I stuttu máli sagt: Eg hef misst konuna
mína og verð að fá aðra.
Hann þagnaði og neri vandræðalega sam-
an höndunum. Christian hugsaði sig um
augnablik og svaraði síðan rólega: — Eg
}ief vitað þetta, það var eðlilegt að svo
færi. Ég vil ekki álasa þér Williams, óskir
þínar eru eðlilegar, en þú hlýtur að skilja
það, að enginn af mönnunum vill skilja við
sína konu og afhenda þér hana. Það, sem
ég nú sting upp á, mundi vekja hneyksli
lieima, en í gamla daga var það ekki óal-
gengt. Att þú engan vin, sem vildi lofa þér
að njóta konu sinnar með sér?
Williams hristi höfuðið. Þetta kemur
mér ekki til hugar, herra, ég er ekki þannig
gerður. Ég vil einn eiga mína konu.
— Hverja viltu svo eiga?
— Hutiu.
— Konu Tararn? Hvað verður þá um
hann?
— Hann er aðeins blökkumaður og verð-
ur að skilja við hana.
— Hann er maður eins og þú sjálfuiy
reyndu að setja þig í hans spor.
— Það veit eg vel, herra, svaraði Willi-
ams, en eg verð að fá hana. Hann kreppti
hnefana og leit skyndilega upp. — Fjand-
inn hafi stelpuna. — Eg held hún sé að
gera mig vitlausan.
— Já, þetta kemur eins og hefnd, sagði
Christinan við sjálfan sig. Hann leit upp.
-— Ef þii tekur annars manns konu með
valdi, getur það liaft alvarlegar afleiðingar
fyrir okkur alla. Eg ráðlegg þér að gera
það ekki.
-----Þú hefur á réttu að standa, herra,
það veit eg mjög vel. En eg get ekki lengur
farið eftir góðum ráðum.
— Þú átt við, að þú ætlir að taka kon-
una, hvað sem það kostar. Athugaðu það,
Williams, að þú ert of skynsamur maður
til að segja slíkt.
— Eg get ekki að því gert, herra Christi-
an. Eg mun ekki gera það, ef allir eru á
móti því. Eg vil að úr því verði skorið með
atkvæðagreiðslu. Ef meirihlutinn ákveður
að eg skuli ekki fá hana, þá mun eg beygja
mig fyrir því.
— Þú hefur engan rétt til að krefjast at-
kvæðagreiðslu um mál eins og þetta, svar-
aði Christian ákveðinn. — Allra sízt ef
ekki er leitað samþykkis konunnar, sem á
hlut að máli.
Hann þagði og hugsaði sig um augna-
lilik. — En þetta er samt sem áður mál,
sem snertir okkur alla, og eg ætla að gera
eins óg þú biður um. Við skerum úr þessu
í kvöld. Sæktu hina, þegar þið hafið borðað
kvöldmatinn.
Um kvöldið var stillilogn og stjörnurnar
tindruðu á himninum, þegar uppreisnar-
mennirnir söfnuðust saman fyrir frarnan