Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Page 33

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Page 33
K Kv. unurn, sem þeir höfðu siglt fram hjá á Bounty. Hann athugaði ekkert hvert hann fór, en stýrði aðeins í norður. Þegar hann svo leit um öxl, sá hann bátinn, sem var tæpa mílu frá honum. Hann færði sig af þóftunni, tók byssuna, hlóð hana og bjóst til að mæta mótstöðumönnum sínum. Báturinn nálgaðist óðfluga. Þegar hann var skannnt frá honum, lyfti hann byssunni. — Nemið staðar, hverjir sem þið eruð, skipaði hann hvasst. Christian stóð upp og gaf ræðurunum merki um að róa áfram. — Williams, skip- aði hann. •—- Legðu frá þér byssuna. Hægt, líkt og í svefni, hlýddi þessi svart- skeggjaði maður í bátnum og hné niður á þóftuna. Bátarnir komu hvorir að öðrum og Christian steig yfir í bát Williams. — Ertu genginn af vitinu? spurði hann reiðilaust. — Hvernig gat þér dottið þetta í hug? — Láltu mig vera, herra Christian, uml- aði Williams. — Þetta getur ekki gengið svona lengur. Það, sem ég nú geri kemur mér einum við. Christian settist við hlið hans. —- Hugs- aðu þig nú vel um, Williams, sagði hann rólega. — Þessi bátur er sameign okkar allra og hvernig gætum við komizt af án járnsmiðs? Tahiti er þrjú hundruð sjómíl- ur héðan. Það væri sama og að ganga út í opinn dauðann .... Komdu nú og jafnaðu þig- Williams sat nokkra stund og horfði á fætur sér, áður en hann tók til máls. — Já, herra, ég kem til baka, sagði hann að lok- um hikandi, án þess að líta upp. Eg hef gert allt, sem ég gat. Ef einhverjir erfiðleikar koma fyrir í framtíðinni, mátt þú ekki kenna mér um þá. 117 Sjöundi kafli. Eftir að búið var að byggja húsin, hafði Williams lítið að gera og dvaldi þess 'vegna mestan hluta dagsins fjarri bústöðunum. A. afviknum skógi vöxnum bletti á vestur- strönd eyjarinnar var hann önnum kafinn við að ryðja land og byggja sér kofa. Vetr- armánuðina, júlí, ágúst og september, fór hann að heiman á hverjum morgni áður en aðrir komu á fætur og kom ekki aftur fyrr en farið var að dinnna. Mills lét hann af- skiptalausan og Martin var fyrir löngu hættur að spyrja hann. Snemma í október tilkynnti hann, að hann flytti í þetta liýja hús sitt. Mills hjálpaði honum að flytja eigur hans yfir fjallsásinn, þangað, sem r.ýja húsið stóð í rjóðri í skóginum. Þó að húsið væri lítið var það vandað og vel byggt. Veggirnir voru úr panandurtrjá- við, haglega gerðir, gólfið úr plönkum og búsáhöld öll smíðuð af miklum hagleik. Mills hafði ekki komið þarna áður og leit undrandi í kringum sig. •— Þú hefur sannarlega búið vel um þig hérna, John, sagði hann og lét byrðina frá sér. •— Hér er allt eftir nýjustu tízku, er það ekki? Og þú ætlar að búa hér aleinn? — Já. Mills yppti öxlum. — Ég skal ekki skipta mér af því, — en ef það er Hutia, sem þú ert alltaf að hugsa um, hvers vegna tekur þú hana þá ekki og lætur þér standa á sama uin blökkumennina? — Ég hef ekki ætlað mér að stofna til vandræða. Christian hefur verið réttsýnn gagnvart okkur, og ég vil einnig leitast við að vera það gagnvart honum. Eg ætla að reyna að búa hér fjarri henni, en ég þori ekki að segja hvernig það muni takast. -— Þakka þér fyrir, að þú hjálpaðir mér í smiðjunni, John, bætti hann við, — og PITCAIRN-EYJAN

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.