Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Qupperneq 35
N. Kv.
PITCAIRN-EYJAN
119
þoldi hvaða regnskúr, sem komið gat.
Blökkumennirnir sögðu, að svona þak gæti
enzt að minnsta kosti í átta ár.
Balhadi kallaði á hann til morgunverð-
ar. Hún var lág, pittvaxin kona af alþýðu-
ættum á Tahiti. Hún var enn ungleg og létt
í hreyfingum, andlitssvipurinn ákveðinn en
þó vingjarnlegur. Smith var henni mjög eft-
irlátur og sýndi það á margan hátt. Hann
setti hana niður á hné sér, kyssti hana og
fór síðan að borða morgunverðinn. Tíu
mínútum síðar lagði hann öxina á öxl sér
og lagði af stað til vinnu sinnar.
— Alex! Alex!
Það var Tetahiti sem kallaði. Hann og
Smith voru góðir vinir, og báðum þótti
gaman að fiska. — Eg kom til þess að
sækja þig, sagði Tahiti-búinn. — Getur þú
farið frá því, sem þú ert að gera, fram að
miðdeginu? Það er stormur í aðsigi, en
það helzt logn fram eftir morgninum. Eg
hef komizt eftir því hvar bonit-fiskurinn
heldur sig.
Smith kinkaði kolli og lagði öxina upp
við girðinguna. Síðan fylgdi hann Tetahiti
niður eftir stígnum, sem lá niður að Boun-
ty-flóanum. Þeir fóru fram hjá húsum Mills
og Mc Coy og stönzuðu hjá húsum blökku-
mannanna. Karlmennirnir voru farnir til
vinnu sinnar í skóginum. Smith talaði við
Moetnu meðan félagi hans náði í veiðar-
færin. Hutia sást hvergi.
— Líttu á, sagði Tetahiti. — Við höf-
um smokk í beitu. Ég veiddi tvo í gær-
kvöldi. Það var logn á flóanum. Tahiti-bú-
inn tók nokkra aflanga steina, sem hver um
sig vógu um þrjú pund og fleygði þeim
upp í minnsta bátinn. Litlu síðar voru þeir
komnir út fyrir skerin og reru í norðvest-
ur. Tetahiti leit til baka og athugaði stefn-
ima frá landi. Þegar þeir voru komnir um
það bil mílu undan, skipaði hann að leggja
upp.
— Hér er staðurinn, sagði hann um leið
og skriðinn dró af bátnum. — Eg hef at-
hugað fuglana í marga daga; það er hér
sem fiskurinn leitar upp á yfirborðið eftir
fæðu og fer niður í djúpið til að sofa.
Þeir höfðu livor um sig 200 faðma langt
færi. Við annan endan á því var öngullinn
festur, en hinn endinn var bundinn í bátinn.
Þeir settu loeitu á önglana og bundu steina
við færin.
— Við skulum reyna á 100 föðmum,
sagði Tetahiti.
Smith lét steininn síga niður með síð-
unni á bátnum, og færið rann út þar til
kom að hnút, sem var á því, þá kippti hann
í það og byrjaði að keipa.
Sólin var komin liátt á loft. En lítlitið í
norðrinu var ískyggilegt. Það fannst ekki
minnsti andblær, og jafnvel svona árla
morguns var hitinn þvingandi.
— Eg spái því, að hann hvessi, sagði
Tetahati.
Smith kinkaði kolli. — Clnistian heldur
það líka.
— Þú liefur næmt eyra, sagði Tetahiti.
— Þú talar okkar mál eins vel og við
sjálfir.
— Ég hef lært mikið af þér. Hvaða dag-
ur er núna, — hvaða nótt vildi ég segja?
— Maitu. í nótt verður Hotu, þegar
tunglið er komið upp og sólin gengin undir.
Smith hristi undrandi höfuðið. — Þetta
get ég aldrei munað. Við hvítu mennirnir
þurfum aðeins að læra nöfn á sjö dögum
vikunnar, en þið þurfið að læra nöfnin á
öllum tuttugu og átta tunglnóttunum.
— Já, og fleira! Ég skal fræða þig dá-
lítið um Maitu. Á þeirri nóttu er gott að
gróðursetja taro og bambus. Hún er nótt