Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Síða 38
122
PITCAIRN-EYJAN
N. Kv.
úr sveit, hún bjó þar þangað til faðir minn
var svo heimskur að fara til London og
leita gæfunnar þar. Sveitalífið er mér í
hlóð borið. Þó að þið færuð öll héðan og
eg inætti velja á milli þess að fara, eða
vera kyrr, þá yrði eg eftir með konu minni
og mundi enda daga mína hér.
Christian brosti. — Það gleður mig að
hafa þig hérna. Það væri gaman, ef við gæt-
um séð tuttugu ár fram í tímann, heldur þú
það ekki? Að þeim tíma liðnum væru hér
stórar ekrur, ný hús og hörn — mörg hörn
vona eg.
— Og þú ert faðir fyrsta barnsins, sem
fæðist hér.
Jenny kom í dyrnar með mikið fiskfat í
hendinni. Hún brosti til þeirra og kallaði
á Balhadi til þess að hiðja liana að hjálpa
sér við að leggja á borðið. Stuttu síðar stóð
Smith upp til þess að kveðja.
— Beiddu Williams að koma niður að
flóanum síðari hluta dagsins, sagði Christi-
an. Við þurfum að fá alla mennina til þess
að lijálpa til að setja bátana, svo að þá
taki ekki út.
Stórar norðanöldur brotnuðu á klettun-
um, þegar Smith lagði af stað yfir fjalls-
hrygginn. Hitinn var óþolandi, þó að loft
væri skýjað, og hann vissi að ekki mundi
Jíða á löngu þar til hvessti. Williams mætti
lionum í kofadyrunum.
— Komdu innfyrir Alex. Hvað er það,
sem þú kemur með .... fiskur? Það hlýt-
ur að hafa verið feiknastór skepna? Lof-
aðu mér a.ð hengja bitann upp. Kisa hefur
þegar fundið lyktina af honum.
Kötturinn mjálmaði, og Williams fór og
skar dálítinn hita handa honum.
— Það er dekrað við kisu, sagði hann.
Heldur þú að hún veiði nokkurntíma rottu?
Þegar þeir gengu inn í kofann, varð
Smíth litið á gólfið og sá bambusgreiðu
liggja rétt hjá rúminu. Á næsta augnabliki
sparkaði Williams henni inn-undir það.
Smiht leit í kringum sig og sagði:
— Þitt hús er hezt hyggt og fallegast til
að sjá.
—- Hvað álítur þú um veðrið, Alex?
spurði Williams.
— Það verður fárviðri í nótt. Eg ætti
víst ekki að dvelja hér lengur. Herra
Christian óskar eftir að allir komi niður að
Bountyflóanum, eins fljótt og hægt er.
Hann er hræddur um bátana.
Járnsmiðurinn kinkaði kolli. — Eg kem
með þér, sagði hann.
Vindur fór vaxandi af norðvestri með
miklum regnskúrum. En á meðan þeir voru
á leiðinni niður að flóanum gekk hann til
norðurs og óx stöðugt.
Það var áliðið dags, þegar fólkið lagði
af stað upp hrekkuna áleiðis til bústaðanna.
Bátarnir höfðu verið settir alla leið upp
að klettunum, svo að það virtist ómögu-
legt að nokkur alda, hversu stór, sem hún
væri, gæti náð þeim út. Um nóttina hrast á
ógurlegt fárviðri. Veðurgnýrinn og brim-
liljóðið óx eftir því sem leið á nóttina, svo
að það virtist ganga kraftaverki næst, að
húsin skyldu standa af sér veðrið. Að lok-
um rann dagur.
Það var finnnludagsmorgunn. Um klukk-
an 7 kom Smitli upp eftir stignum heim að
húsi Christians. Svo virtist sem storminn
væri að lægja, enda þótt kókóspálmarnir
meðfram stignum svignuðu og laufkrónur
þeirra blöktu eins og fánar í vindinum.
Hann hvíldi sig öðru hvoru og sneri þá
bakinu í veðrið. í hvert skipti, sem öldurn-
ar brotnuðu á klettunum. var líkt og jörðin
skylfi undir fótum lians. Að lokum komst
hann þó heim að húsinu.
Gluggahlerarnir á þeirri hlið hússins,
sem áveðurs var, voru lokaðir, en dyr húss-