Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Síða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Síða 40
124 PITC AIRN-EYJ AN N.Kv. umhverfis hvílu Maimiti. Þegar allir voru seztir tók Christian til máls. — Eg ætla að bera undir ykkur mál, sem þarf að greiða atkvæði um. Eigum við að úthluta rommi í dag og drekka það hérna á staðnum? Allir réttu hendurnar upp, en Mc Coy spurði rólega. — Hversu mikið er eftir, hérra? Christian tók upp vasabók sína og Idaðaði í henni nokkra stund. Fimmtíu og þrjú gallon. Mc Coy hristi höfuðið þungur á brún. — Varla þriggja mánaða forði. Þegar glösin höfðu verið fyllt, var drukk- in skál barnsins. — Við óskum honum langra lífdaga. Megi hann verða eins góð- ur maður og faðir hans. Mc Coy varð sá síðasti, sem tæmdi glas- ið sitt. Hann horfði lengi hugfanginn á vín- ið, áður en hann drakk það. — Skál fyrir fyrsta barninu okkar! sagði hann að lokum. En eg verð ekki langt á eftir þér, herra. Mary mín mun fæða mér barn áður en vika er liðin. Áttundi kafli. í nóvember, þegar regntíminn byrjaði, var farið að sá í akrana. Veðrið var of lieitt, til þess að hægt væri að vinna erfiðis- vinnu, þegar sólin var hæst á lofti. Menn- irnir fóru til vinnu sinnar í dagrenning, en hvíldu sig um miðjan daginn, þegar heitast var, og héldu síðan áfram fram í myrkur. Smith, Young og Christian höfðu í fé- lagi rutt landspildu í Autédalnum. Nú var búið að brenna greinarnar og ryðja burtu trjástofnunum. Eldbrunninn jarðvegurinn, frjósamur og rauður, beið albúinn að gefa ríkulega uppskeru af brauðrótum. Morgun nokkurn um miðjan nóvember, lögðu þessir þrír menn af stað fyrir sólar- upprás. Þeir gengu eftir stignum, sem lá til suðurs, upp brekkuna og áfram yfir fjalls- hrygginn. Það var enginn vindblær. Þoka grúfði yfir trjátoppunum og nýgræðingur- inn var alþakinn næturdögg. Nokkrar konur höfðu farið á undan upp stiginn, sem lá í austur. Mennirnir héldu áfram að bröttum fjallshrygg, þar nam Christian allt í einu staðar. Smith, sem var dálítið á eftir, nam síðastur staðar og lagði frá sér körfu, sem morgunverður þeirra var geymdur í. Frá þessum stað sást vel til norðurs yfir það svæði, sem hafði verið nefnt Aðaldalur, og út á grátt hafið, sem þokumóða grúfði yfir. Það var orðin föst venja að hvíla sig þarna í nokkrar mínútur, áður en farið var íil vinnunnar niður í Antédalinn. Sólin var að koma upp fyrir sjóndeildar- hringinn og varpaði gullnum blæ á skýja- hnoðrana, sem spáði góðu veðri. Ræktunin í Aðaldalnum var ennþá ekki komin það langt, að hún sæist frá fjallsásnum. Frá liafi og allt upp á fjallsbrún var landið vaxið skógi. Hingað og þangað gnæfðu há tré upp úr skóginum, en kokospálmarnir voru hæstir, oft 30—40 fet yfir jörðu. Litlu síðar stóðu mennimir á fætur og lögðu af stað niður í Antédalinn, þangað sem kofi Browns var. Brauðrótarfræin höfðu verið sett niður í febrúar og voru nú orðin næstum því fullvaxin. Garðyrkju- maðurinn og Jenny höfðu gætt þeirra af mikilli alúð, vökvað þær, þegar þurrkar voru, og grisjað þær, þegar þess þurfti með. Reykinn lagði upp frá eldhúsi Jennyar. Garðyrkjumaðurinn lá á hnjánum, önnum kafinn við að gróðursetja unga brauðaldin- plöntu í jurtapott. Þetta var planta, sem hann hafði nýlega tekið af móðurtrénu. Christian nálgaðist hann svo hægt, að Brown hrökk við, þegar hann lieyrði rödd

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.