Nýjar kvöldvökur - 01.07.1955, Síða 43
N. Kv.
BÆKUR
127
slátrað. Þau voru þvegin og skafin og
bengd upp í greinarnar á banyantré. I sér-
hverju húsi ríkti gleði og ánægja yfir því
að þessu sameiginlega verki skyldi vera
lokið, og nú gátu menn notið lítilsháttar
hvíldar.
í dagrenningu safnaðist fólkið saman
hjá geymsluhúsinu og lét fjúka fyndni og
gamanyrði, þegar það sá undirbúninginn
undir hátíðahöldin um kvöldið. Hu og Te
Moa áttu að annast matreiðsluna og voru
þegar byrjaðar að grafa holur í jörðina
fyrir hlóðir. A öðrum þeirra átti að steikja
svínin, en á hinum átti að sjóða brauðræt-
ur, taro og annað grænmeti. Mc Coy var að
berja eitt svínslærið.
— Gyðingum er bannað að borða ykkur
og enginn sannur Skoti leggur ykkur sér til
munns, en bíðið bara róleg, eg skal gera
ykkur góð skil. Hann sneri sér að Quintal.
— Hér er nógur matur handa okkur öllum,
Matt. En okkur vantar eitthvað hressandi
til að væta kverkarnar.
Quintal hló, og um leið sást Christian
á bugðunni á stígnum. Hann bar á hand-
leggnum lítinn dreng, sem nú var átta mán-
aða gamall. Maimiti gekk við hlið honum.
Mc Coy snéri sér að honum og sagði:
— Ætli það væri ekki hægt að fá hress-
ingu í kvöld, herra? Aðeins einn lítinn
handa hverjum?
Christian hristi höfuðið. -— Við eigum
fjórar flöskur eftir. Við vorum búnir að
koma okkur saman um að nota þær fyrir
meðul.
— Já, herra, svaraði Mc Coy hryggur í
bragði, — það er rétt, nú man eg það. Eg
skal ekki nefna það framar.
Framhald.
Bækur
Skarphéðinn 1910—1950
Ingimar ]óliannesson liejir skráð.
Reykjavík 1955. — ísafoldarprentsmiðja.
Ungmennafélögin eiga sér þegar mikla
sögu. Vakning sú, er þau hrundu af stað á
fyrstu áratugum þessarar aldar, hefir
markað djúp spor í þjóðlífinu, og merkilegt
er það starf, sem þau hafa unnið í félags-
mála- og menningarlífi þjóðarinnar nú um
hálfa öld. Full nauðsyn er á, að saga félag-
anna verði skráð, og er nú hver síðastur um
að ná til frumherjanna um persónulegar
lýsingar af fyrstu stafsárunum.
Héraðssambandið Skarphéðinn, sem er
stærsta héraðssambandið innan U.M.F.Í.,
hefir nú riðið myndarlega á vaðið með
minningarriti þessu. Eru þar rakin tildrög
að stofnun sambandsins, og síðan starfs-
ferill þess allur um 40 ára skeið. Sést, að
þar hefir víða verið við komið, og mörgu
þarflegu máli hefir sambandið lagt lið á
liðnum árum, þótt hæst hafi borið þátttöku
þess í íþróttamálum. Er frásögnin öll hin
ljósasta, og skýrri mynd brugðið upp af
því, hverju félagsskapurinn hefir orkað.
Nokkrar sérstakar minningargreinar eru
einnig í ritinu, en vel hefðu þær mátt vera
fleiri. Fjöldi mynda prýðir ritið, og er all-
ur frágangur þess snotur. Vonandi sjá fleiri
sambönd ungmennafélaganna sér fært að
láta skrá sögu sína jafn myndarlega og
Skarphéðinn hefir gert.