Stjarnan - 01.01.1897, Síða 14
UM FRYSTIHÚS OG ÍSHÚS.
I. FRYSTIHÖS.
Frystihús mega vera íí hvaða stærðum sem
vera vill. Fyrir 4 þuml. salt-ís-rúm til hliðann, er
12 feta breidd vanaleg á frystihúsum, og hæð 10
fet undir lopt; en svo mí hafa þau svo lítil sem við
4 eptir kringumstæðum, en breidd salt-ís rúmsins
þarf að tilsvara breidd hússins nokkurn vegin i
hlutfalli við 4 þuml. hvoru megin mót 12 feta
breidd hússins.
Frystihú séu vel umbúin að veggjum og þaki,
einnig lopti. Þegar liúsið sjálft er fullgert að
veggjum, þaki, lopti og gólfi, (hæfilega rúmgott
vinnupláss þarf' að vera uppi á loptinu) þá skal
negla stafi á hæfilegri breidd (2—4 þuml.) eða svo
i kant, innan á ldiðveggina beggja megin lóðrétt
upp og ofan frá oólfi upp að lopti, með svo sem 3
feta millibili, eða þar ura, eptir því hvernig stendur
á plötulengdum. Innan á þá stafi eða rimla sé svo
negldar sinkþynnur á- allar hliðarnar beggja meg-
in, þær só skaraðar þannig, að neðri plötu-röndin sé
utan yfir efri rönd þeirrar næstu fyrir neðan (innár
í húsið). Þá sé negldir stafir, á hæfilegri breidd
fyrir salt-ís rúmið, innan á þá sem negldir voru á
vegginn, og verður þá sinkklæðningin milli staf-
anna. Innan á þá stafi sö síðan negldar sinkþynn-
ur á sama hátt og þá fyrri, (salt-ís rúmið verður