Stjarnan - 01.01.1897, Page 23

Stjarnan - 01.01.1897, Page 23
21 háan kjöl eptir endilöngum botninum að neðan. Alt í kring um dekkið sé 3—4 feta há girðing (stakket), með hliðum til beggja enda ferjunnar. Til endanna sé og traustir hlerar á lijörum, sem lagðir skulu niður á bakkana eða bryggju-stúfa, fyrir menn og skepnur að ganga á, bæði út á ferj. una og af henni; þess á milli er þeim krækii upp að hliðunuin til beggja enda þangað til að landi er komið. Bezt er að lendingastaðirnir séu láréttir við yfirborð dekksins, því að alt sem ferjað er á að standa á dekkinu. Straumferjum er þannig fyrirkomið: Fyrst er járnreipi (1- -2 þuml. í gegnmál) strengt þvert yfir ána þar sem ferjan á að vera, með spili, eða vogstangar afli á einhvern hátt, og vel búið um báða enda. Siðan ganga tvær sterkar taugar (úr köðlum) sín frá hverjum enda ferjunnar) í 2 hjól sem ganga fram og til baka eptir járnreipinu, og halda ferjunni þannig í vissri rás þvert yfir ána. A dekki ferjunnar eru þessar taugar lengdar eða styttar eptir vild, með því að vinda þær upp á eða ofan af þar til gerðum ás, sem stoppa má hvar sem er, og með því er ferjunni haldið í ákveðinni stefnu fyrir straumnum, og I ákveðinni fjarlægð frá járn- reipinu, svo að straumurinn ber ferjuna fram og aptur yfir ána. Þessi ás eða sívalningur, er hafður út við þann .borðstoklcinn, sem aðsnýr járnreipinu, á miðju enda milli; þeim ás er snúið með sveif eða vogstöng.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.