Stjarnan - 01.01.1897, Síða 55

Stjarnan - 01.01.1897, Síða 55
51 FÁEIN ORÐ TIL FÓLKSINS. Kæru íslendingar! Kaupendur þessa rits. Stjarnan, þetta litla rit heilsar yður hér með í fyrsta sinni á æfinni, bjóðandi >ður öllum gleði- legt og farsællegt nýár! Þetta er held ég hið fyrsta íslenzkst rit, til- einkað verldegum málefnum, ótakmarkað, og þótt þessi byrjun sé í smáum stíl, þá ætlast ég þð til að hún gefi. heldur góðar vonir um framhaldíð. En þetta rit er einnig hið fyrsta sérprentað rit höfundarins. tíann vonast og eftir að því verði tekið vel, eftir verðleikum, af öllu góðu fólki, svo að því auðnist að vaxa að vizku og aldri, í því augnamiði að geta orðið uppbyggilegt fyrir vora litlu þjóð, sem er allra þjóða sízt fær um að hafna upplýsingum um verkleg málefni. Það virðist því vera ástæða til að vona að þetta litla rit verði kær- kominn gestur á hverju einasta íslenzku heimili, nú þegar á fyrsta árinu, í trausti þess auðvitað, að fólki takist að færa sér það í nyt, til eigin hags- munaog heilla. Ritið er að sönnu eltki í höfðingjabúningi, eftir nýjustu tízku-sniðum, í þetta sinn, og valda því ýmsar óhjákvæmilegar orsakir, sem óþarft er að telja upp hér. En svo er vonast eftir að menn af- saki það vinsamlega, og láti það ekki valda nein- um ágreiningi. Með því að búningurinn er líka þokkalegur, þótt hann sé ekki ríkmannlegur, svo

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/516

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.