Hlín. - 15.12.1903, Síða 49

Hlín. - 15.12.1903, Síða 49
Nr. 1. 2 .b. Hlín 29 Eftirfylgjandi greinar sýna enn ítarlegar hið verulega gildi þessara „ PATENTSTROKKA “ - Af því eg er einn af þeim fyrstu hér á landi, sem hafa reynt „Patentstrokkinn" Ameríkanska, sem hr. S. B. Jónsson i Rvík hefir flutt hér til lands og gefið mönnum kost á að nota, þá finn eg mér skylt að skýra stuttlega frá reynslu minni á honum, og er hún þannig: Strokkur þessi er svo iéttur í drætti (að sti’okka) að hvert stálpað barn, sem hefir vit og stöðuglyndi til að hreyfa hann, er öldungis óþreytt, þegar strokkuninni or lokið í hvert sinn — honum er snúið með vogstangar- ■sveiflu — og er það eitt svo mikiisverður kostur, að full- nægir til að taka hann fram yjir alta aðra strokka, sem eg hefi átt kost á að reyna. Við 2 samburðartiiraunir, sem eg hefi gert með hatin og gamla bullustrokkinn okkar, með 12 pd. af skilvindurjóma í hvert sinn, sama ■hita á rjómanum á báðum (15—16 st. á C.), þá fengust 18 kvint af sméri meira úr „Patentstrokknum“ en úr bullustrokkinn. Eg ræð því öllum til að fá sér „Pat- entstrokkinn", því með honum er sparað mikið erfiði við að strokka, og smérið aukið til mirna, jafnframt, til móts við að nota bullustrokkinn. Auk þess er hann mikið snoturt og eigulegt, og að því er séð verður, mjög varanlegt áhald. Ef margir kaupa hann, sem ætti að vera, þykir mér sennilegt að hann yrði enn ódýrari en hann er nú. Hr. S. B. Jónsson hafi þökk fyri að flytja hann hér til lands. Meðaltelli í Iíjós, í desember 1903. Eggert Pinnson (bóndi). Patentstrokkurinn nr. 1, sem eg keypti af hr. kaupm. S. B. Jónssyni í Rvík a síðastl. vori, hefir mér reynzt að öllu leyti gott verkfæri og að mínu áliti er hann ómiss- .andi á hverju heimili. Þetta votta eg eftir beztu vitnnd. Geldingaá í Borgarfirði. 21. janúar 1903. Olafur Jóussou. Aths. Stuttu eftir að hr. E. Finusson hafði eignazt Patentstrokkinn, pöntuðu 16 nágrannar hans hann í fé- lagi; svo nauðsynlegur virtist þeim hann vera. Virðingarfylst. 8. 1». Jónsson. 4

x

Hlín.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín.
https://timarit.is/publication/447

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.