Hlín. - 15.12.1903, Side 54

Hlín. - 15.12.1903, Side 54
32 Hlín. Nr. 1. 2. b. bekkirnir svo stórir og örðugir til ílutninga, hvort sem •er sjó- eða landveg, að flutningur þeirra er æði kostbær skemdir hér um bil sjálfsagðar á þeim, við alla slíka flutninga, sem þó eru oft óhjákvæmilegir fyrir smiði sem stunda atvinnu sína að meira eða minna leyfci hing- að og þangað, — og þó eru þessir ísl. hefilbekkir svo óþægilega litlir við alt nema smáhluti, að það er til stórtafar, þó menn máske taki ekki eftir því, af þvíþað er svo vanalegt. Hjá öllum þessum annmörkum má komast, með því að hafa Ameríska hefilbekkinn. Þeir eru mörgum sinnum ódýrari en hinir. Þá getur hver m a ð ur smíðað hvar sem er, á 1—2 Jílt. ef hann hefir hina tilh. skrúfu. Hann þarf aldrei að fiytja langar leiðir, heldur að eins skrúfuna, eða þá í allra hæsta lagi, skrúfuna og töngina, (eða þá skrúfurnar ef 2 eru). Og sá bekkur getur verið svo stór í hverju til- felli sem vera vill og rúm leyfir, og því ávalt n ó g u s t ó r eftir kringumstæðum, og æfinlega jafngóður og fullnægjandi sem hinir, eða fremur en hinir. Þessum Amerísku hefllbekkjum er þannig fyrirkomið að breiður, óundinn furuplanki er negldur á 2—3 búkka (eftir lengd). — Það er: þverslá undir þveran bekkinn með 2 stólpum niður að gólfi með skástífu á, myndar hvern búkka. Svo er borð neglt framan á plankakantinn (upp á kant) og neglt einnig á báða eða alla búkkastólpana að framan. Bak við plankann eru svo lögð 2—4 borð á búkkann og þeim tylt með nöglum, og borð neglt einnig í hina hhð búkkans, sem að framan, til þess að gera hann sjálfstæðan og stöðugan. Töngina gerir mað- ur svo úr 2 plankastúfum, er ná frá yfirborði bekk- plankans og niður á gólf, og er skrúfan sett í gegn um þá báða þannig, að hún dregur með sér, að og frá,

x

Hlín.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín.
https://timarit.is/publication/447

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.