Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Page 29

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Page 29
mátti íslenzk smíðuð stígvél. Verzlunarmenn, sem unnu í búðinni og skrifstofu og ég man nöfn á voru þessir: Hannes B. Stephensen, sem síðar varð verzlunarstjóri, Hermann Sch. Thorsteins- son, bróðursonur Péturs kaupmanns, Þórarinn Egilsson frá Hafnarfirði, Jón Bjarnason, bróðir Hannesar. Um skeið var þar Tómas Möller, flutt- ist til Stykkishólms. Þessum mönnum kynntist ég töluvert. Hins vegar munu fleiri hafa verið við þessi störf á þessu tímabili, 1900—1904, þó ég ekki muni það nú. Símon nokkur Bjarnason mun hafa verið skrifstofumaður um skeið, en lítil kynni hafði ég af honum. Var þetta glæsilegur hópur ungra manna, sem okkur sjóarastrákunum þótti nokkur upphefð í að fá að vera með, þegar frístundir féllu til. Þá vil ég að lokum geta þeirra manna, sem gerðu garðinn frægan, skipstjóranna. Margir þeirra voru ekki búsettir á Bíldudal. Skal ég fyrst geta þeirra, er þar áttu heimili. Margra þeirra er að nokkru getið í „Skútuöldinni". Mun ég því aðeins nefna nöfn þeirra hér, en held mig við tímabilið 1900—1904. Magnús Kristjánsson (Rúna), Bjarni Teitsson (Hermann), Þorkell Magnússon (Gyða), Guðm. Þorsteinsson (Asta Borghildur), Jón Þorsteinsson (man ekki skips- heiti), Ólafur Veturiliði Bjarnason (Katrín), Jör- undur Bjarnason (Pilot). Þá mun Snorri Sveins- son frá Hafnarfirði hafa hátt heima þar (1900) og sennilega verið skipstjóri á jagtinni „Kári“, sem hann mun hafa átt hlut í. Skipið mest notað til flutninga. Um þessa menn mátti segja það eitt, að þeir þóttu fyrirmyndar sjómenn og skipstjórn- armenn. Aðrir skipstjórar, er stjórnuðu skipum frá Bíldudal á þesum árum, voru þessir: Magnús Jónsson frá Reykjavík (Tjalfe), Jóhannes Guð- mundsson (Haganes), Jón Steinholm, Tálknafirði (María gamla), Bjarni Friðriksson, Tálknafirði (sennilega Kjartan), Ólafur Thoroddsen, Patreks- firði (Lull, 1900), Melchior Ólafsson, Patreksf. (Helga, 1900). Hver skipstjóri var á Pollux man ég ekki. Kútterarnir Kópanes og Sléttanes voru keyptir í byrjun ársins 1900 af P. J. Th. og gerð- ir út frá Hafnarfirði með sunnlenzkum skipstjór- um og áhöfnum. Einn var sá skipstjóri á Bíldu- dal, er gerði út sitt eigið skip, „Snyg“, einsigldan þiljubát, Pétur Björnsson. Pétur var aflamaður mikill og völdust til hans góðir menn. Pétur var talinn ríkur á þeirra tíma vísu. Eignir sínar gaf hann að mestu til menningar- og mannúðar- starfa. Á umræddu tímabili urðu nokkrar breyt- ingar á skipstjórum. Ungir menn komu til greina, bæði aðkomandi og úr kauptúninu. En enginn þeirra vakti á sér slíka athygli, að þeir festust í minni mínu. Margir fiskimenn voru rómaðir, sem unnu á skipunum, sem afburða dugnaðarmenn og fiskimenn. Það voru þeir og allir hinir, sem voru undirstaðan undir hinu mikla lífi og starfi, sem fram fór á blómaskeiði Bíldudals kauptúns. Þótt nöfn þeirra séu ekki skráð, þá er þeirra minnzt sem sterkasta hlekksins í þeirri keðju, sem er saga útgerðarinnar á íslandi. Mikill fjöldi þeirra manna, sem ég kynntist á þessum árum, eru látnir. Aðrir lifa, sumir háaldraðir, aðrir á mínu reki. Fimmtíu ár er alllangur tími í sögu einnar mannsævi, sem skilur eftir bjartar og að nokkru dimmar minningar. Þróunin hefur verið stórstíg. Ný tækni, nýir menn, nýir staðir rísa upp, þar sem fólkið unir hag sínum. Og enn þá lifir fólk á hinum gömlu góðu stöðum í þeirri von að sagan endurtaki sig, að nýir blómatímar komi aftur eins og þeir voru fyrir 50 árum. Fró Sjómannadeginum Kona Guðmundar Árnasonar lifrarhræðslumanns á h.v. Agli Skallagrímssyni tekur á móti verðlaunum f.h. manns síns, sem var á sjónum, en Félag íslenzkra hotn- vörpuskipaeigenda sæmdi hann fyrstu verðlaunum f)rir hezta nýtingu á lifur. Brynjólfur Guðnason á h.v. Surprise fékk 2. verðlaun og Sig. lngimundarson á h.v. Helgafelli 3. verðlaun fyrir það sama. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 9

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.