Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Page 44

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1950, Page 44
GULLFOSS t f # # / hið nýja farþegaskjp Eimshjpaféiags lslands Vertu „Gullfoss“ velkominn! Veittu gulli í landið inn; rán með gulli roðna kinn reyfi gulli feril þinn. Það var mikið heillaspor stigið, þegar Eimskipa- félag íslands var stofnað. Þá hófust hafsiglingar okkar að nýju og við tókum aftur í okkar hendur flutningana að og frá landinu og segja má, að frá þeim tíma, hafi hagur landsins farið batnandi dag frá degi. Þegar Eimskipafélag Islands réðist í það, að byggja sinn fyrsta Gullfoss, þótti það mikið í ráðist með litlum fjármunum. Nú hafa gömlu skipin getið af sér önnur skip ný af nálinni og hvert öðru stærra. Þykir nú sumum, sem mikið sé í ráðist, að eiga þau öll og reka, þótt ekki fylgi þeim skulda- byrði. Við, sem nú lifum, eigum því láni að fagna, að eiga nýjan og fagran skipastól, sem að miklu leyti er byggður samkvæmt kröfu sjómannanna sjálfra. Það verður því okkar sök, ef við ekki ber- um gæfu til að reka þau svo ánægja og bættur hagur hljótist af. Þá sógum við gálauslega þeim arfi, sem okkur hefur hlotnast. Það skipið, sem nýjast er og mestan metnað vekur hjá þjóðinni, er Gullfoss, hið nýja og mikla farþegaskip, sem erft hefur hið fagra og gæfuríka nafn. M.s. Gullfoss er byggður hjá Burmeister & Wain A/S í Kaupmannahöfn og er fjórða skipið er þeir byggja fyrir Eimskipafélag Islands síðan stríðinu lauk. Hin eru „Goðafoss“, „Lagarfoss“ og „Dettifoss“ öll um 1620 rúmlestir að stærð, en Gullfoss er langstærstur, 330 feta langur og 3858 rúmlestir. Skipið hefur farþegarúm fyrir samtals 220 manns við bezta atlæti og lestarrúm skipsins eru samtals 114.000 teningsfet, þar af 60.000 ten- ingsfet frystilestar, sem eiga að geta haldið 18 stiga kulda þótt lofthiti úti sé 35 stig og sjórinn 25 stiga heitur. Skipið er einskrúfuskip. Aðalvélin er Burmeist- er & Wain 5000 hestafla, tvígengis Dieselvél, sem Höf ii ðinngangur á 1. farrými. 24 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.