Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Side 16
o. fl. Þeir sem leiðina velja eru þeir, sem viS stjórnvölinn
standa. Byggja þeir ákvörðun sína á þeklcingu sinni, upplýs-
ingum, fréttum o. fl.
Á þessu sviði, sem svo mörgum öðrum sannast hið forn-
kveðna: „Betri er krókur en kelda“.
Þjóð eins og okkar, sem býr við lýðræðislegt stjórnskipulag,
velur í kosningum þá, sem hún æskir að fari með stjórn
þjóÖarskútunnar.
Til þess eru margir kallaðir en fáir útvaldir.
Á Alþingi eiga sæti 60 þjóðkjörnir fulltrúar. Meiri'hluti
þeirra velur þá, er þeir telja bezta til að halda um stjórnvölinn
hverju sinni. Þeir sem til veljast, þurfa oft að velja hina lengri
leið en öruggari, þótt hið gagnstæða sé taliÖ af sumum vin-
sælla á kosningavori, og áhöfn skipi og farmi, sé stýrt í hættu
með sltku vali.
Núverandi meirihluti á Alþingi hefur markað þá stefnu,
sem hann telur skynsamlegasta til farsællar lausnar þessa
sjálfstæðismáls íslendinga, með samþykkt þingsályktunar, sem
ríkisstjórnin bar fram skömmu fyrir þinglök.
Auk þessa kom fram álit minni hluta Alþingis (stjórnarand-
stöðuflokkanna), sem fyrst og fremst marka sína sérstöðu með
að ákvörðun um frekari útfærslu fiskveiðilögsögunnar skuli
skilyrðislaust framkvæmd eigi síðar en 1. sept. 1972 og þá
ekki neinn bilbugur á, þótt svo gæti horft þá, að lengra megi
stíga, eða hvort slíkt spor á þeim tíma, geti skaÖaÖ svo við-
skiptahagsmuni þjóÖarinnar, að illbærilegt verði. Að ekki sé
talað um möguleika okkar til að vernda hina stórauknu lög-
sögu okkar, sem þó verÖur að teljast höfuðnauðsyn.
Ekki þarf léngi að skoða tillögu þessa til að sjá, að hún er
algerlega út í hött 'hvað dagsetninguna varðar. VirÖist ein-
göngu leitazt við í því vali, að ná fram samkomulagi óhkra
skoðanahópa, sem annarsvegar vildu Ifrekari útfærslu þegar
á þessu ári og hinsvegar þeirra sem hlíta vildu eigin skynsemi
og forsjá þeirra, sem beztu yfirsýn yfir vandamálin hafa.
Ennfremur er ljóst að kosningarnar í ár eiga sinn þátt í
iþessu vali.
Sá er þetta ritar átti nokkum þátt í mótun þeirrar tillögu,
sem samþykkt var á Alþingi. Meðal þeirra raka, sem ég tel að
ráða VerÖi í afstöðunni til málsins, eru þessi:
Akveðið er að hefja nú þegar undirbúning að friðunarað-
gerðum utan 12 mílna markanna, til vemdunar ungfiski. Þaiif
sem fyrst að friða slík uppeldissvæði fyrir Norður- og Norð-
Austurlandi, en sá fiskur, sem þar elzt upp veiðist við suður-
ströndina, þegar hann 'hefur náð vissu þroskastígi.
Og raunar þarf enn frekari friðunaraÖgerÖir innan 12 mílna
markanna, en framkvæmdar hafa verið tíl þessa, t. d. þarf að
friða hrygningarsvæði við suðurströndina, meðan hrygning
stendur yfir, eins og sjómenn og útgerðarmenn í Vestmanna-
eyjum lögðu tíl fyrir 15 ámm.
Skýrt keimur fram í samþykkt Alþingis, að ef um verulega
sókn erlendra veiðiskipa verður að ræða á landgmnnsmiðin,
beri að færa fiskveiðilögsöguna út með einhliÖa aSgerðum.
Og er þá ekki miðað við neina dagsetningu hvorki á árinu
1972 eða 1973.
Þá má ekki gleymast að við erum meðal þeirra þjóða, sem
á þingum Sameinuðu þjóðanna hafa lagt mikla áherzlu á
hafréttarráðstefnuna 1973.
Hlálegt er í sömu andrá og við biðjum um ráðstefnu þessa,
sem á að finna lausn á margskonar vandamálum sem oltkur
og fjölmargar aðrar þjóðir varða, eigi að taka einhliÖa ákvörð-
un um útfærslu á ákveðnum degi nokkrum mánuðum áSur en
ráSstðfnan verSur haldin:
Árið 1958 var beðið með útfærslu fiskvciðilögsögunnar,
unz svipaÖri ráSstefnu, sem þá var haldin lyki. Því ðkki nú,
samfara þeim miklu varrúðarráðstöfunum, sem að framan er
getíð umr
I minum huga er meginröksemd þess, að tímasetja ekki út-
færsluna strax á þessu stigi málsins, að tíminn vinnur með
okkur í þessu mikilvæga méli. Ótrúlegar breytingar hafa orðið
á síÖustu misserum á viðhorfi þjóða til nýtingar landgrunnsins,
hafbotnsins og jafnvel einnig sérstöðu strandríkja sem okkar.
Hafsbotni heilu hafanna hefur verið skipt upp milli að-
liggjandi strandríkja vegna nýtingar á olíu og jarðgasi, sem
þar kann að finnast.
Við megum ekki hrinda Ifrá okkur stuðningi neinnar þjóðar
með fljótfærnislegum aðgerðum.
Hvað mengun hafsins viðkemur, er að vísu áferðarfallegt
að setja 100 mílna „mengunarlögsögu", en slík „vörn“ getur
verið næsta lítilsvirði fyrir fiskimið okkar, ef hættulegum
efnum er steypt í hafið í enn meiri fjarlægð, en á svæðum,
hvar hafstraumar geta tekið þau og borið að ströndum íslands.
Meginmál hlýtur því að vera friðun háfsvæða og hafa eins og
þegar er unnið að.
Að síðustu, en ekki sázt, verður að stórauka landhelgis-
gæzluna með nýjum flugvélum og skipum, starfsaðstöðu
hennar í landi þarf að bæta, svo mætt verði auknum verk-
efnum vegna væntanlegra friSunaraðgerða. í því sambandi
ber að nefna nauðsyn staðarákvörðunarkerfis (t. d. Decca),
öllum skipstjórnarmönnum til öryggis tdð staðarákvarðanir
sínar, s\'o lögum og reglum verði framfylgt.
f greinarkorni þessu hefur verið drepið á nokkur atriði, sem
í huga undirritaðs vega þungt í þessu lífshagsmunarmáli
íslenzku þjóðarinnar, en mörgu er sleppt. Að sjálfsögðu ber
að harma að pólitísku öflin í landinu skyldu eigi ná fullri
samstöðu um framkvæmd þess og það skuli dregið inn í póli-
tískt dægurþras.
En hinu ber að fagna, að þjóðin virðist nú einhuga um, að;
stíga á næstunni sitt þýðingarmesta skref í því málinu, sem
hæst ber í sögu þjóðarinnar síðan lýðveldið var stofnað 1944.
Pétur SigurSsson.
2 SJÓMANNADAGSBLÁÐIÐ