Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Qupperneq 23

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Qupperneq 23
þess, að í æsku hugsaði maður ekki um annað en sjósókn og aflabrögð. Maðui heyrði aldrei neitt annað fyrir sér heima, meðan faðir minn lifði, og í leikjum í bernsku og síðan við vinnuna. Adig minnir ég væri ekiki eldri en sex eða sjö ára, þegar ég fékk að fara í fyrsta róðurinn, ■eftir langt suð og nauð. Ég byrjaði að puða á fiskireit þegar ég var átta ára. Þetta var venjulega síðasti róður fyrir lökadag 11. maí og kallaður afskein- ingarróðnr, þ\á að það var oft orðin lítil aflavon, en það þurfti að afbeita lóð- irnar, sem beittar 'höfðu verið í landi í róðrinum á undan. Vetrarveðrin með þungum sjóum voru þá gengin hjá og vorvindar glaðir með smásævi orðnir ríkjandi, svo að sjóveikum var þá orðið betra að ýta frá landi, en meðan allra veðra var von að vetrinum. Eftir þennan minn fyrsta róður, var ísinn brotinn, og við bræðurnir fengum alltaf að fara einn róður á vori eftir það, meðan pabbi lifði. Það skilyrði setti þó mamrna, að við færum aldrei allir í einu og var þeirri reglu fylgt. Strax kom í ljós að ég var óvenju- lega sjóveikur, og 'hún minnkaði ekki með aldrinum. Fyrstu árin gleymdust þjáningamar þó fljótt, eftir að í land var komið, og félagarnir í landi fengu 'hóflega litaða mvnd af Iframmistöðunni á sjónum. Þeir voru ekki ófáir fiskarnir, sem maður hafði blóðgað, ellegar hversu vel maður hafði stýrt, enda þótt ég minnist þess að látinn var undir mig stampur til þess að ég gæti stýrt á land- leið, því að ég var þá enn öf stuttur til að sjá út um gluggana á stýrishúsinu. Ég gleymi þvi seint, þegar ég spurði með karlmannlegu blótsyrði einn háset- ann, sem stóð hjá mér við stýrið: — fivernig í helv.... á ég að halda „hon- um“ á strikinu11? Svaraði hann: — Láttu mastrið bera í stefnið, þá hefurðu það, vinur...“, og klappaði vinalega á öxl- ina á mér um leið, svona til merkis um að mér væri óhætt að treysta honum. Þessi stefna þótti yfirmáta sjóaraleg, en 'þó fyrst og fremst þægileg, þegar komið var í kunningjahópinn í landi. Æðstu takmörk min og allra minna leikfélaga, frá þessum árum, var að verða skipstjóri á stórum báti, sem alltaf kæmi vel siginn að landi, lægi á nösunum, svo að freyddi upp í klussið, þegar hann kcyrði inn með. Það fymist seint í huga mér, þegar Flugarnir þrír frá Isafirði og Birnirnir (Rússarnir), einnig frá ísafirði, höfðu leitað vars undan Kéflavík í útsynnings- rudda, og við nokkrir leikfélagar stóð- um agndofa í fjörunni yfir þvilíkri stærð skipa (þeir voru 44—65 tonn). Þetta voru nú aldeilis skip í sjó að leggja. Það yrði ekki lítið á okkur risið, þegar við sigldum s\'ona háfskipum fullhlöðn- um inn með Skaganum. Eftir að faðir minn fórst varð móður minni það óljúfara en áður, að við bræð- umir legðum báðir ’fyrir okkur sjó- mennsku. Þó fékk ég tvívegis tækifæri til að reyna mig á þessu sviði, en báðar þær tilraunir enduðu á sama veg. Ég virtist vera haldinn ólæknandi sjóveiki. Mesta niðurlægingu mátti ég þola þeg- ar mér, eftir átta daga útivist í Faxa- bugt, var róið að Iandi og lagður upp í Kothiisavörinni, sem sagt beint niður undan sjálfu ættaróðalimi, þar sem hinir miklu sjósóknarar, Gíslasynir, vom þá í næsta nágrenni, Krókvöllum,, að alast upp, en Eggert er rúmum tveimur ámm yngri en ég, en Þorsteinn þremur. Ég var svo langt leiddur, að farið var að grafa í eyrum og nefi, og matarbiti hafði ekki haldizt niðri í mér í marga daga. Það þótti nú sýnt, að mér myndi ekki tjóa að reyna að sigrast á sjóveikinni, og þegar við bættist óvilji móður minfiar, þá gáf ég það alveg á bátinn að feta í fótspor feðra minna, sem ég þó sannar- lega óskaði mér að gera. Þetta er svarið við þeirri spurningu, sem sífellt er verið að spyrja mig — af hverju gerðist þú, af sjómönnum kom- inn og alinn upp við sjó — ekki sjó- maður? A þingvertíðinni. Fyrst ég var nú búinn að króa ráð- herrann af inni í skipstjóraklefanum og hann gat ekkert forðað sér, nema þá fyrir borð, þá fannst mér ekki úr vegi að þjalla svolítið betur að honum. Ég veit að sjómenn eru oft að bolla- leggja um það, hvað þessi lýður sé allur að dunda í landi, og þá ekki sízt stjóm- málamennimir. Mér fa-nnst tilvalið að spyrja ráðherrann fyrir Sjómannadags- blaðið, hvað hann hdfði fyrir stafni, svona dagsdaglega, t. d. þegar þing stendur yfír. Ráðherrann brást vel við þessari spurningu og sagði, að sér væri það ekkert launungamál, hvemig vinnu sinni væri háttað. — Ég vakna jafnan kl. 7 á morgn- ana, og þegar ég hef rakað mig fer ég í Laugamar, og þaðan er ég aftur kom- inn heim kl. 8,15—8,30. Þá borða ég morgunverð og hlusta um leið á fréttir. Ef ekki eru einhverjir fundir úti í bæ, sem ég þarf að mæta á, eða með samráðherrum mínum, þá er ég venju- lega mættur á skrifstofu minni kl. 9, og þar hefst starfið með viðræðum við ráðuneytisstjórana eða annað starfsfólk um verkefni dagsins. Kl. 10 á miðvikudögum byrja almenn viðtöl við fólk, sem æskir þeirra, og venjulega liggja fyrir viðtalabeiðnir 10 -—15 aðila, og sumir þessir viðtalsbeið- enda eru máski fjölmennar nefndir á vegum sveitarfélaga eða samtaka, en margir eru einnig á ferð með persónu- leg vandamál. Þessi viðtalsdagur er sá eini reglulegi -— ýmis viðtöl önnur eru alla daga. Eins og kunnugt er, er ég ráð- -herra yfir tveimur umfangsmiklum náðuneytum, sjávarútvegs-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, og við- talstíminn stendur því oft til kl. 1 e. h., en þó er það nokkuð misjafnt, stundum er ég laus kl. 12 eða u. þ. b. Eftir hádegið ta-ka svo við þingfund- ir. Á mánudögum og miðvikudögum, svo sem fyrr segir, eru 'haldnir þing- flokksfundir að loknum þingfundum, þar sem ákvarðanir viðkomandi flokka eru teknar til einstakra þingmála, sem fyrir liggja hverju sinni. Á þriðjudögum og fimmtudögum eru ráðherrafundir ifyrir hádegi, eða kl. 10,30, en reyndar eru 'þeir miklu oftar og utan fyrrgreinds tíma. Undir ráð- herrafundina og reyndar alla meiri-hátt- ar fundi, verður ráðherra að búa sig vandlega, hafa til-tækar allar upplýsing- ar, sem beðið kann að verða um, og það SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.