Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Side 25
Pétur Sigurðsson, alþingismaður:
ÍSLENDINGAR OG HAFIÐ
Rœða sú, sem hér fer á eftir, var flutt af Pétri Sigurðssyni, formanni
Sjómannadagsráðs og formanni sýningarnefndar, þegar Sjávarútvegssýn-
ingin — íslendingar og hafið — var opnuð 1968.
I dag eru liðin 30 ár frá þvi að fyrsta
og eina sambærilega sýningin við þá,
sem 'hér er verið að opna, var haldin
í Reykjavík og þá fyrir forgöngu sömu
aðila og nú.
Það þarf því engan að undra, þótt
bæði þessi afmæli 'hafi ýtt undir þá skoð-
un, að tímabært væri að koma slíkri
sýningu á fót, þótt ég elfi ekki, að margir,
sem léðu þeirri hugmynd lið, hefðu
hugsað sig um tvisvar, ef þeir 'hefðu séð
fyrir, hversu stórt þetta verkefni mundi
verða og gífurlega kostnaðarsamt.
A árunum 1965—66 var ákveðið, að
sýning þessi skyldi haidin í tilefni 30.
sjómannadagsins.
Það var á tímabili, sem segja má, að
flestum þáttum sjávarútvegs 'hafi vegnað
nokkuð vel og almenn gróska veriS í
atvinnu- og efnahagslífi okkar.
Meðal annars varð þessi fyrirhugaða
sýning orsök þess, að Sjómannadagurinn
gerðist hluthalfi í Sýningarsamtökum at-
vinnuveganna', til að tryggja sér aðstöðu
í þessu húsi á síðast liðnu vori.
Svo fór þó, að aðrir aÖilar fengu sýn-
ingarhöllina til umráða á þeim tíma, sem
við töldum heppilegastan, og hefir það
haft í för með sér ófyrirsjáanlegar af-
leiSingar vegna minnkandi þáttöku og
þar af leiÖandi verri fjárhagsafkomu sýn-
ingarinnar.
Á því tímabili, sem fór í hönd, eftir
að ákvörðun þessi var tekin, gerðust
veður válynd. Afli brást, kostnaður út-
gerÖar jókst, helztu áfurðir okkar féllu
í verði, markaðir lokuSust og ís hefur
legiS á miÖum og við land langtímum
saman.
ViS þurfum ekki að hverfa ýkja langt
aftur í sögu íslenzku þjóSarinnar til að
sannfærast um, að slíkt ástand hefði þá
skapað þjóðinni illbærar byrðar, enda
ékki óliklegt á þeim rima, að til viðbót-
ar náttúruhamförum, efnahagserfiðleik-
um og ómildu veðurfari hefðu ein eða
önnur drepsótt bæzt viS til að fullkomna
ógæfuna.
En þrátt Ifyrir þetta allt var það stað-
reynd þá, eins og nú, að erfiðleikunum
yrði ekki mætt nema vegna þess að ís-
lenzka þjóðin nýtur auðsældar þess hafs,
sem umlykur land hennar.
í sex aldir samfleytt hafa sjávarafurðir
verið eftirsóttastar af framleiðsluvörum
landsmanna á erlendum markaði.
Þannig er það í dag og svo mun enn
verða um ókomin ár.
xxx
Þegar við höfum í huga þá erfiÖleika,
sem sjávarútvegurinn og þær atvinnu-
greinar, sem að honum standa, hefir átt
við að stríSa síðustu misserin, er ekki að
undra, þótt margir þátttakendur, sem
hér ætluðu að vera með, þegar allt lék
í lyndi, drægju sig til baka nú.
Forráðamenn sýningarinnar hafa ver-
ið sammála um, að megintilgangur
hennar eigi að vera að kynna almenn-
ingi í landinu margþætta starfsemi sjáv-
arútvegsins, gildi hans fyrir þjóðina og
hvert kapp hefur verið lagt á að efla
'hann í hvívetna.
Við vildum sýna í stórum dráttum
þróun íslenzks sjávarútvegs á liðnum
áratugum, bregða upp myndum frá fyrri
öldum og sýna á hvaða stigi þessi at-
vinnuvegur stæði í dag.
Til dæmis, á hinu tæknilega sviði,
hvaða tæki sjómenn hafa til að geta
sótt á fjarlæg mið, veiÖaiifæri og hjálpar-
tæki til veiðanna, hvaða þjónusta væri
innt af hendi á mörgum sviöum af hálfu
hins opin'bera, bæði til að auka öryggi
sjófarenda, auka a'flann og tryggja gæði
iþeirrar vöru, sem úr honum er unnin
Við vildum sýna, 'hvernig uppbygging
og starfsemi skipastóls og fiskiðnaðar er
háttað og þætti lánastofnana og opin-
berra sjóða í þeirri uppbyggingu.
Einnig hversu víða kaupskipafloti
landsmanna flytur afurðir sínar og í
hverju starfsemi sölusamtakanna væri
fólgin, enda yrði leitazt við að vékja at-
'hygli útlendinga á sýningunni, svo jafn-
framt yrði um sölusýningu á afurðum
okkar að ræða.
Við vildum gefa hinum ýmsu þjón-
ustu'fyrirtækjum sjávarútvegsins tæki-
færi til að vekja athygli á starfsemi sinni
og sömuleiðis innflytjendum ýmissa
rekstrarvara útvegsins.
Og síðast en ekki sízt að vekja enn
einu sinni athygli þeirra mörgu, sem
ckki þekkja til, á starfi sjómannsins og
þýðingu þess fyrir þjóðina alla.
Vissulega hefur margt skeð, sem hefii
bakað okkur vonbrigði. Allt ifrá því að
týna sex myndum af brautryðjendum
stýrimannafræðslunnar, sem ekki ei
þeim um að kenna, sem um uppbygg-
ingu sölusýningarinnar hefur séð, og
upp í það að sjá á bak, sem þáttakend-
um í sýningunni, ýmsum aðilum, sem
viS höfSum lagt mikið kapp á, að yrðu
með, svo sem ýmsum merkum útgerðar-
bæjum, að nokkru leyti niSursuðuiðnað-
inurn, og fiskiræktinni, sem ég fæ enn
ekki skiliÖ, hvers vegna sumir aðilar
vilja sí og æ telja tril landbúnaðar.
Ég vil leyfa mér að fara nokkrum
orðum um sýninguna sjálfa.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 1 1