Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Síða 28

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Síða 28
M I N N I N G ÞORSTEINN ÁRNASON Þorsteinn Árnason vélstjóri lézt í Landakotsspítalanum 23. marz sl. etftir stutta en erfiða sjúkdómsllegu. Þorsteinn Árnason var fæddur á ísa- firði 9. desember 1895, sonur bjónanna Árna Gíslasonar útgerðarmanns og síðar fiskimatsmanns, og konu bans, Krist- ínar Sigurðardóttur. Að frumtkvæði Árna, föður Þorsiteins, var fyrst sett vél í fiskibát bér á landi, árið 1902, var bátur 'þessi sexæringur, sem þeir áttu saman Árni og S. J. Niel- sen, var Ámi bæði formaður og vél- stjóri á bátnum. Var því ökkert undarlegt, iþó Þor- 'steinn aflaði sér menntunar á sviði vél- tækninnar á upprennandi vélaöld. Þor- steinn lauk prófi úr vélstjóraskóla ís- lands árið 1917 og gerðist félagi í Vél- stjórafélagi Islands 19. maí sama ár. Þorsteinn gegndi mörgum trúnaðar- störfum fyrir félag sitt, og barðist mjög fyrir aukinni menntun stéttar sinnar. -— Með aukinni vélvæðingu þurfti stéttin sífellt að vera á verði gagnvart öllum nýjungum, sem komu fram á sjónar- sviðið í okkar ónumda landi á þessu sviði. Ef vélstjórastéttin sjálf béldi ekki vöku sinni í þessu efni, mundi stéttin glata traustí þjóðarinnar. Það var því engin tilviljun, að Þor- steinn var kjörinn í byggingamefnd Sjó- mannaskólans, þegar loks var bafizt banda um að brinda því nauðsynjamáli í framkvæmd. Prólfdómari var Þorsteinn við Vélstjóraskólann um langt árabil, og 'hafði því jafnan góða yfirsýn yfir þau námsefni, sem leggja þurfti sérstaka rækt við hverju sinni, vegna þeirra nýj- unga, sem stöðugt vom að koma fram á sjónarsviðið. Að loknu námi í Vélstjóraskólanum stundaði Þorsteinn vélstjórn á togumm, eins og algengast var á þeim tíma, og var 'hann síðast yfirvélstjóri á bv. Hann- esi ráðherra. Þá vann hann um nokkurt skeið við Vélaverzlun G. Fossberg. Þorsteinn var fyrst kjörinn í stjórn Vélstjórafélags íslands árið 1925, og átti sæti í stjórn þess allt tíl ársins 1947. Starfsmaður og erindreki félagsins var hann óslitið ifrá árinu 1935 til ársins 1957, að hann hann lét af því starfi að eigin ósk. Þorsteinn Árnason. Ekki eru þó 'hér með tálin öll þau störf, sem Þorsteinn hefur unnið að á sviði félagsmála. Frá því fyrst var byrjað að ræða um stofnun samtaka yfirmanna á skipum, þ. e. Farmanna- og fiski- mannasamband íslands, var Þorsteinn jafnan kjörinn fulltrúi félags síns, á öllum þingum þess, að undanteknu því síðasta, sem hann gat ekki tekið þátt í iþingstörfum, heilsunnar vegna. Lengst af var Þorsteinn kjörinn fundarstjóri á þinginu og heiðursforseti 'þess mörg hin síðari ár. Enn er þó ótalið eitt veikefni, sem Þorsteinn lagði mikla vinnu og alúð við, en það var stofnun Sjómannadagsins, dagsins, sem helgaður er sjómannastétt- inni, og unnið 'hefur að uppbyggingu Dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn og sjómannsekkjur. Þorsteinn áttí sætí í fulltrúaráði Sjómannadagsins frá stofn- un hans til ársins 1959, sem aðalfulltrúi og sem varafulltrúi til dauðadags. Árið 1938 var haldin í Reykjavík sjóminja- sýning, og þótti sú sýning takast svo vel, að hún var 'látin standa yfir miklu leng- ur en ætlað var í upphafi. Átti Þor- steinn sinn stóra þátt í hversu völ tókst til, vil ég þó ökki kasta rýrð á neinn, sem þar áttu 'hlut að máli. Fyrir hönd stjórnar Fulltrúaráðs Sjómannadagsins, leyfi ég mér að þakka Þorsteini öll þau margvíslegu stöiif, sem hann hefur unn- ið fyrir þau samök. Einnig vil ég færa frú Ásu Jónsdóttur, ekkju Þorsteins, okkar alúðarfyllstu þakkir fyrir þann skilning, sem hún ávallt sýndi við hinar mörgu fjarverustundir frá heimilinu, sem óhjákvæmilega fylgja hinum marg- iháttuðu og oft vanþakklátu félagsstörf- um. Að endingu vil ég votta eftirlifandi eiginkonu hans og börnum og bama- börnum mínar innilegustu samúðar- kveðjur, og bið guð að blessa þau öll. r-------------------------------------\ Fyrstu olíulindir heimsins I um það bil 1000 ár ihefur mannkynið notað lýsi til lýsingar í híbýlum sínum og utan dyra, sem fengið var frá stærsta spendýri veraldar. Árlega voru drepnir urn 30 til 40 þúsund hvalir, sem gáfu af sér um V2 milljón tonn af lýsi. Hinir risastóru bláhvalir geta orðið yfir 30 metrar á lengd og um 150 tonn að þyngd, sem er svipað og 47 meðalstórir fílar eða 2000 manns. Vegna þessa ofsa- lega þunga geta þeir aðeins lifað í haf- inu. Ef hvalur strandar, deyr hann af eigin þrrnga. k_________________________________________^ 14 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.