Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Page 31

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Page 31
íhefði verið veitt húsbyggingarsjóði. — Samningur var síðan gerður við Korn- elíus Sigmundsson 'húísasmiðameistara um byggingu hússins. Það var í septem- ber 1942. Fyrsta skóflustungan var tek- in þriðjudaginn 24. nóvember 1942 kl. 10 árdegis. — Nefndarmenn tóku sína slkóflustunguna hver. Ólafur Thors, er fþá var orðinn 'forsætisráðherra, og veitt hafði húsbyggingarmálinu brautargengi, gat ekki mætt við þessa athöfn sökum lasleika. Sveinn Bjömsson, þá ríkisstjóri, lagði homstein að byggingunni á Sjómanna- daginn 4. júní 1944. Skömmu eftir að tckið var að vinna að smiði hússins, tók utanþingsstjóm við völdum í landinu. Það var í desem- ber 1944. Sjómannaskólinn missti þar tmeð hauk úr horni, þar sem var Ólafur Thors. Ekki hafði verið gert ráð fyrir ifjárveitingu til skólabyggingarinnar á fjárlögum fvrir árið 1943 og horfði því óvænlega fvrir húsbyggingunni. Ndfnd- in var þó einhuga um að halda áfram við bygginguna, hvað sem raulaði og tautaði, í þeirri von að úr rættist, ef elkki yrði lát á smíðinni. Nefndarmönn- um varð að þessari von sinni. Það var haldið áfram viðstöðulaust þar til húsið var fullreist. Skóla'húsið var vigt 10. okt. 1945 að viðstöddu mörgu stórmenni, þar ó m'eðal Sveini Björnssyni, forseta lands- ins. Kennsla hófst í húsinu þann 13. október sama haust. Þá var enn margt ógert bæði innan húss og utan, og var því haldið áfram að dytta að húsinu næstu árin, eftir því sem fé það, sem skólinn fékk árlega til viðhalds hrökk til. Þegar hér er komið sögu húsbygg- ingarmáli Sjómannaskólans vísar Haf- steinn á Jónas Sigurðsson skólastjóra, sem þann mann, er kunnugastur muni framhaldinu. Jónas tók sæti Friðriks Ólafssonar í nefndinni, þegar Friðrik lézt í september 1962. Hér á eftir er því fylgt frásögn Jón- asar Sigurðssonar skólastjóra og for- manns byggingamefndarinnar. Húsbyggingarsaga Sjómannaskólans síðasta aldarfjórðung er fljóttekin sam- an. Að undanskilinni byggingu véla- húss fyrir Vélskólann á áruinum 1959— 61, austan við aðalbygginguna og fulln- aðarsmíði hátíðasalarins, hefur fátt gerzt í búsbyggingarmálum Sjómannaskólans. Arið 1964 var skólanum lóks endan- lega úthlutað skýrt áfmarkaðri lóð. — Lóðarsv'æðið takmarkast af Háteigsvegi að sunnan, Vatnsholti að austan, Skip- holti að norðan og Nóatúni að vestan. Undanskilið er smásvæði kringum Vatnsgeymana og svo lóð Háteigskirkju í suðvesturhominu. Háteigskirkja var í hátíðasal skólans þar til 1965 að nýja Lirkjubyggingin hafði verið reist. Þá var Strax hafizt handa að fullgera salinn, þannig að hann gæti gegnt því hlut- verki, sem honum hafði upphaflega ver- ið ætlað. í sama mund var einnig teikið til við að ganga frá lóðinni umhverfis skólann, en það var mikið og kostnaðar- samt verk. Sú árlega fjárveiting, sem veitt hefur verið til húsnæðismála Sjó- mannaskólans frá þeim tíma og fram til þessa, hefur tfarið tíl þeirra fram- kvæmda. Enn er þó eftir að ganga frá þriðjungi allrar lóðarinnar, eða þeim hlutanum sem ætlaður er tíl 'framtíðar nota. Ætlunin er að reisa viðbótarbygging- ar þær, sem nú hafa verið fyrirhugaðar á austurhluta lóðarinnar, fyrir austan vélahúsið. Það he'fur verið fullgengið frá skipulaginu með tílliti til þeirra ’bygginga, sem ráðgert er að reisa í fram- tíðinni. Fyrir árið 1971 voru á fjárlögum veittar 7 milljónir króna til byrjunar- framH'æmda til nýbyggingar fyrir tækja- kennslu beggja skólanna, Stýrimanna- skólans og Vélskólans. Heildarfjárveit- ing, iþegar ákveðin, er 21 milljón, sem reiknað er með að greiða í þrem áföng- um. Einnig liggja fyrir frumteikningar og kostnaðaráætlanir að þeirri byggingu, sem hugmyndin er að reisa í áföngum, og er heildarkostnaður áætlaður um 45 milljónir. — Fvrirhugað er að hefjast handa með 1. áfanga strax í sumar. — Þörfin fyrir þessa tækjabyggingu er mjög brýn, því að með núverandi hús- rými er elcki hægt að sinna tækja- kennslu, eins og nauðsynlegt verður að teljast, til þess að geta veitt skipstjóra- efnum okkar sambærilega menntun á því sviði, við það sem aðrar siglinga- þjóðir veita. SJÓMAN NADAGSBLAÐIÐ 17

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.