Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Síða 34

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Síða 34
50 ára nemendur. verið veittar 7 milljónir til nýrrar 'bygg- ingar undir tækjakennslu iFyrir Stýri- mannaskólann og Vélákólann. Þá gat 'hann þess, að iheildarskipulag hefði ver- ið gert á lóð Sjómannáskólans. Að þessu sinni lauk 31 nemandi far- mannaprófi 3. stigs og 33 fiskimanna- prófi 2. stigs. Efstur á farmannaprófinu var Sævaldur Elíasson, 7,56, og hlaut hann verðlaunabikar Eimskipafélags ís- lands, Farmannabikarinn. — Sævaldur lauk í fyrra fiskimannaprófi frá Stýri- mannaskólanum í Vestmannaeyjum og blaut hæstu einkunn þar, 7,73. — Bfst- ur á fiskimannaprófinu var Sturlaugur Stefánsson, 7,73, og hlaut hann verð- launabikar Öldunnar, Öldubikarinn. — Hámarkseinkunn er 8. — Bókaverðlaun úr Verðlauna- og styrktarsjóði Páls Hall- dórssonar skólastjóra, hlutu þeissir nem- endur, sem aUir höfðu hlotið ágætis- einkunn. Ur farmannadeild: Aibert Gunnarsson, Baldur Magnússon, Guð- mundur Ragnarsson, Helgi Magnússon, Sævaldur Elíasson og Sævar Jónsson. Or fiskimannadeild: Guðmundur Jó- hannsson, Sigurður Jónsson, Stefán Valdimarsson og Sturlaugur Stefánsson. Skipstjórafélag Islands veitti bóka- verðlaun fyrir hámar'kseinkunn í sigl- ingareglum við farmannapróf. Hlaut Sævaldur Elíasson þau. Skólastjóri ávarpaði síðan nemendur og óskaði þeim til hamingju með prófið. Ræddi hann nokkuð ábyrgð og skyldur, sem skipstjórastöðu fylgja. — Einnig minntist hann á stækkun fiskveiðilög- sögunnar, sem væri mál málanna í dag fyrir alla þjóðina. Með stækkun hennar og skynsamlegri nýtingu veiðisvæðanna ættu veiðimöguleikar að geta aukizt stór- lega. Að lokum þakkaði hann nemend- um samveruna og óskaði þeim gæfu og gengis í framtíðinni. Af hálfu eldri nemenda tóku til máls: Egill Jóhannsson fyrir 55 ára próf- sveina. Færðu þeir skólanum að gjöf ritsafn Guðmundar Kambans. Nikulás Jónsson hafði orð fyrir 50 ára prófsveinum, Andrés Finnbogason fyrir 30 ára, Jónas Þorsteinsson fyrir 25 ára, Pótur Sigurðsson ifyrir 20 ára og Guð- bjartur Gunnarsson fyrir 10 ára. Þrjátíu ára prófsveinar færðu tækja- sjóði skólans fjárupphæð, en hinir allir Styrktarsjóði nemenda. Skólastjóri þakkaði góðar gjafir og þann hlýhug, sem að baki þeim lægi. Jafnframt þabkaði hann Alþingi fvrir framlag til Styrktarsjóðs nemenda á fjár- lögum J>essa árs. Þá þakkaði hann gestunum komuna og kennurum stöif iþeirra á liðnu skóla- ári og sagði skólanum slitið. Til lesenda: Sjómenn og aðrir velunnar hinum öldruðu sjómönnum, sem nú hafa rennt fleygi í naust, og dveljast á Hrafnistu, eftir langan og erfiðan starfsdag, sumir hverjir með léttan arð, eftir mikið brautryðjanda- og baráttustarf, sem er undirstaðan að því er við nú stöndum. Munið að sjóður, sem stofnaður var fyrir nokkrum árum til styrktar þeirn (Styrktarsjóður Vistmanna Hrafnistu, DAS), tekur á móti áheit- um og öðrum peningagjöfum, og er þeim veitt móttaka á skrifstofu Hrafnistu, DAS, skrifstofu Sjónrannafélags Reykjavíkur og Tómasi Sig- valdasyni, Brekkustíg 8, Reykjavík. Allar slíkar gjafir til sjóðsins eru undanþegnar skatti. Ennfremur eru seld minningarkort til styrktar þessum sjóði á eftir- töldum stöðum: Happdrætti DAS, aðalumboð, Vesturveri Sími 17757 Sjómannafélagi Reykjavíkur, Lindargötu 9, Rvík — 11915 Skrifstofa Hrafnistu, DAS, Laugarási — 38440 Guðna Þórðarsyni gullsmið, Laugavegi 50, Reykjavík — 13769 Sjóbúðin, Grandagarði, Reykjavík — 16814 Verzlunin Straumnes, Nesveg 33, Reykjavík — 19832 Tómasi Sigvaldasyni, Brekkustíg 8, Reykjavík — 13189 Blómaskálinn við Nýbýlaveg — 40980 Umboð Happdrætti DAS, Hafnarfirði Einnig eru þau seld í flestum kaupstöðum landsins. Munið, að spyrja um þessi minningarkort, ef þið þurfið að senda slík. \_________________________________________________________________________ 20 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.