Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Page 36
verðum. við að dreifa 'hinum ýmsu tækj-
um um alilan sikólann, allt ifrá kjallara
og upp í turn ihússins, og víða er ill-
mögulegt að komast að þeim.
Nú horfa húsnæði9mál slkólans til
bóta. A síðustu fjárlögum var gert ráð
fyrir þokkalegri ’fjárhæð til að hefja
byggingu við skólann og væntum við
okkur mikils af þessum vilja hjá ráð-
andi mönnum til að bæta úr brýnni
þörf í húsnæðismálunum.
— 1 vebur var lagt fram á Alþingi
ifrumvarp til nýrra laga um Stýrimanna-
skólann. Hvert er álit þitt á þessu frum-
varpi?
— I>ví miður dagaði þetta frumvarp
uppi á nýaifstöðnu þingi. Þjóðhagslega
hefði iþó ekki verið síður þörf á að af-
greiða bað en annað frumvarp um skóla-
mál, sem hlaut fullnaðarafgreiðslu á
þinginu.
Ég tel að þar sé um ýmsar ágætar
nýjungar og breytingar að ræða varð-
andi fræðslu skipstjórnarmanna í nú-
tíma þjóðfélagi. Bkki ihvað sízt að því er
snertir alla tækni og hagkvæmni í nám-
inu. Gert er ráð fyrir megin fyrirkomu-
lagsbreytingu og samræmingu. — Nú
h'ljóta nemendur viss réttindi dftir hvert
ár. Það er til dæmis síður hætta með
því lagi, sem ráð er fyrir gert í frum-
varpinu, að menn staðni við vissa teg-
und skipa. Annað er það, að nemendur
nýta9t fiskiflotanum sem yfirmenn með-
an á náminu stendur, þar sem þeir öðl-
ast nökkur réttindi strax eftir fyrsta
stig námsins. Þeir fá sem sé með þess-
um hætti raunhæfa reynslu í stjórn um
borð í fiskiskipi áður en öllu skólanám-
inu lýkur, og ættu að geta af þessum
forsmekk ráðið við sig, hvort þeir vilja
gera ylirmennsku á Ifiskiskipum að ævi-
starfi eða ekki að námi loknu. Það er
oft að menn eru ágætir hásetar og dug-
andi sjómenn og fara í skólann og jafn-
vel ljúka þar námi með láði, en svo
kemur á daginn um seinan, að þeir eru
ekki vel ifallnir til að vera yfirmenn, og
nýtist þá alls ekk i þetta nám með þeim
hætri, sem þeir ædluðu sér.
Eitt er það atriði í þessu frumvarpi,
sem ég tel sérlega mikils um vert, en
það er, að gert er ráð fyrir að krafizt
verði námSstigs við inntöku í Stýri-
mannaskólann. Það hefur háð kennsl-
unni stórlega að vera með nemenda,
sem aðeins 'hefur lélegan barnaskóla að
baki, við hliðina á stúdent, þó að oft
hafi komið fvrir að barnaskólapilturinn
hafi borið hærra 'hlut á prófi.
1 frumvarpinu er gert ráð fyrir gagn-
ifræðaprófi til inngöngu í skólann, en
sé það ekki fyrir hendi, þá er ætlunin
að 'halda námskeið og síðan inntöku-
próf fyrir þá, sem ekki hafa lokið gagn-
fræðaprófsstiginu.
Þetta auðveldar allt áframhald, því
að ég eifast um að nokkur skóli hér á
landi leggi jafnmikið námsefni á og
Stýrimannaslkólinn fvrir nemendur sína
á svo skömmum nám9tíma. Námið er
sem sagt stutt en strangt í Stýrimanna-
skólanum. Þess ber og að geta, að eng-
inn skóli veitir nemendum sínum rétt-
indi, sem jafnmikil ábyrgð fylgir og
einnig ábati, og þessi skóli með sinn
stutta námstíma.
Það er mín bjargfasta skoðun, að þjóð-
inni beri að gera vel við Sjómannaskól-
ann, þar sem þangað sækir hluti af
kjama sjómannaistéttarinnar, ungir og
þróttmiklir menn, sem vilja helga sig
iþessu þjóðnytjastarfi — að veiða fisk og
sigla. —• Þessir menn eiga fyrir höndum
að verða snarasti þátturinn í að halda
slagæð þjóðarinnar gangandi.
— Þið eruð farnir að fara með nem-
endur út á sjó og sýna þeim ýmislegt
um borð. Hvaða raun finnst þér þessi
nýjung í kennsluháttunum hafa gefið?
NÚ
ERU
HÚSIN
TVÖ !
100 bílar
OG ÓTAL
HÚSBÓNAÐAR-
VINNINGAR
SALA HAFIN
VERÐ ÖBREYTT
KR. 100 Á
dae
22 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ