Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Blaðsíða 39

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Blaðsíða 39
landinu, allt graðýsa. Annars er þorskurinn smár, venju- lega um 190 í tonnið og það er mikið. — Hvað eruð þið með margar trossur? — Við erum með 14 trossur og drögum 10—11 trossur daglega, en hitt annan hvern dag. Matið hjá okkur er mjög gott enda fiskurinn góður. Ég reikna til dæmis með því að við séum með betri hlut núna úr 1300 tonnum, en 1500 tonnum í fyrra, sem gáfu 250 þúsund krónur í hásetahlut. Annars hefur þetta verið erfið- asta vertíð, sem ég hef lengi verið á, lítið fiskirí yfirleitt og leiðinda- veður á sjónum og að vera á netum alveg frá áramótum er það ömur- legasta, sem hægt er að gera. Það geri ég aldrei aftur. Framan af er ekkert nema helvítis ufsarusl, sem ekkert fæst fyrir á þessum árstíma. Á meðan við vorum að rabba saman hringdi síminn. Það var þá Guðbjörn á Þorsteini að spyrja um aflann hjá Albert og Amfirðingi. Það er alltaf spennandi á milli hæstu báta og þegar litlu munar fylgist fólk í sjávarplássum með eins og for- fallnir knattspyrnuunnendur fylgj- ast með úrslitum kappleikja. Ég spurði Þórarin um kappið í lokin, þegar litlu munaði. — Ekki er hægt að neita því, sagði hann, að alltaf er kappið undir niðri. Hann er ósköp sætur toppur- inn, en það þarf mikið fyrir honum að hafa. Það er mikil vinna á bak við þennan afla og ekki hægt að ná þessu nema með hörkuduglegum mönnum. Það hefur mikið reynt á karlana. — Heldurðu að það verði einhver reytingur áfram. — Það er allt útlit fyrir það eins og er, að það fiskist áfram, en þorsk- urinn gerir heldur engin boð á und- an sér þegar hann hverfur og þá hverfur hann rækilega. Annars er ómögulegt að segja nema hann skelli sér vestur yfir röstina og eitt- hvað dýpra norður. Það er tölu- verður fiskur og það mígur skratti mikið úr honum ennþá svo hann er að hrygna. Þetta hefur verið furðu- legt í vetur og þá sérstaklega á Eyjamiðunum. Fiskurinn gekk aldrei suður og austur fyrir Selvogsvitann og maður getur alls ekki gert sér grein fyrir ástæðunni. En að það sé minna af fiski í sjónum en áður, hef ég ekki trú á. Fjandinn hafi það. Arnfirðingur lagðist að bryggju laust fyrir miðnættu með rúm 20 tonn. Þeir höfðu farið út kl. 4 um nóttina áður og túrinn hafði því tekið 20 tíma og allan tímann voru mennirnir að vinna um borð, því á keyrslunum milli trossa er unnið við að leysa af, steina niður og svo er ekkert smáverk að draga daglega 10—11 trossur. Ef reiknað er með 180 til 190 kr. á mann úr tonninu, eins og ætla má, og svo vinnutím- anum hins vegar, hafa þessir menn ekki tímavinnu verkamanna út úr vinnu sinni og eru 20 tonn þá ágæt- ur afli, ef sleppt er öllum þeim neta- fjölda, sem bátamir eru með. Þetta er nú dýrðin hjá sjómönnunum og er þó um að ræða aflahæstu bátana. Ólafur skipstjóri á Arnfirðingi sagði að þeir ættu sínar 14 trossur á mörgum stöðum 5—12 mílur út. Sagði hann að framan af vetri hefðu þeir verið með 8 trossur, en eftir því sem daginn fór að lengja bætt- ust fleiri trossur við. Þeir hafa verið með 12—13 eins og Albert. Ég spurði Ólaf hvort hann teldi að það ætti að takmarka netafjöld- ann? — Ég tel að það ætti að takmarka netafjöldann, en hins vegar held ég að það verði erfitt að framfylgja slíkum reglum. Það er misjafn mannskapur á bátunum og því mis- jafnt hvað hver bátur getur dregið og svo hitt að það em allt frá 8—13 menn á netabátunum, og því einnig misjafnt hvað þeir geta dregið á dag. Ég held að það væri ágætt að tak- marka trossumar við 10, að minnsta kosti eftir að liðið er á vertíðina, því þá er hægt að draga 10 trossur daglega. — Hvernig hefur þér fundizt gangurinn £ vertíðinni? — Hún hefur gengið sæmilega, en verið erfið og tíðin mjög umhleyp- ingasöm framan af. Leiðinda sjó- sókn. En látum það vera, það al- varlegasta er hins vegar að ég tel öruggt að fiskurinn minnkar ár frá ári og ef við færum ekki út land- helgina eins fljótt og unnt er, verð- ur ekki mikill fiskur hér á næstu árum. Það sem sleppur af fiski frá togurunum inn fyrir línuna, drep- um við á hrygningarsvæðunum og því verður það magn allt of lítið, sem nær að hrygna. Það má til dæmis benda á það að á síðustu árum hefur með hverju ári þurft að fiska fleiri þorska í tonnið vegna þess að þorskurinn verður alltaf smærri og smærri. Fyrir nokkrum árum þurfti að meðaltali 110—120 þorska í tonnið, en nú höfum við komist upp í 210, sem er algjört met og nærri lætur að með hverju ári hafi þurft 20—25 þorskum meira til að fylla tonnið. — En hvað um ýsuna? — Öruggasta leiðin til þess að útrýma ýsunni, er að hleypa bát- unum eins grunnt og gert er. Ýsan er að hrygna á þessum svæðum og hún þarf jú að gera það til þess að viðhalda stofninum. Fyrir þessar veiðar verður því að taka algerlega, en hitt er svo annað að hvað eiga sjómennimir að gera. Þeir verða að lifa af sínu starfi og á meðan Vinnuheimili Hrafnisfu, DAS Onnumsf alls konar vinnu viS vei&arfaeri. Hafið samband við okkur í síma 38416. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.