Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Qupperneq 40

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Qupperneq 40
kjaramálum þeirra er ekki ráðið bet- ur en nú er gert, þá er ekki undar- legt að menn reyni að bjarga sér meira af kappi en forsjá. Eg tel öruggt að minna magn sé í sjónum af fiski, en fiskifræðing- amir halda fram að sé. Eftir því sem maður heyrir af þeim, þarf engu að kvíða vegna ofveiði á næstu ár- um, en það tel ég vera algjöran mis- skilning og m. a. tel ég að það verði að takmarka möskvastærðina emi meira. Þegar ég spurði Ólaf að því hvort hann ætlaði ekki aftur upp fyrir Albert, hló hann við og sagði það sjálfsagt. Annars, hélt hann áfram, vantar okkur 20 tonn upp í 1300 og ég vona að við náum því fyrir lokin 15. maí. I fyrra var Arnfirðingur 3 aflahæsti báturinn yfir landið með 1504 tonn. Albert var þá 2. með 1517 tonn, en Geirfugl var efstur með 1704 tonn, landsmet og heims- met. Þetta er þvi ekki í fyrsta skipti, sem það munar litlu á aflamagninu hjá Ólafi á Amfirðingi og Þórami á Albert. — Þetta hefur verið ofsaleg vinna, hélt Ólafur áfram, í fyrra vomm við með 208 þús. kr. hlut eftir fjóra og hálfan mánuð og ætli það verði ekki svipað núna. Hvaða laun eru þetta fyrir alla þessa vinnu? Ég tel að verðið fyrir fiskinn sé ekki nærri nógu mikið og ef svona heldur áfram fæst enginn maður á sjó næstu ár. Það verður að lagast mikið til þess að hægt verði að manna bát- ana næsta vetur, kjör sjómanna verða að lagast til muna. — Hvað tekur við eftir vertíðina? — Ætli maður sofi ekki fyrstu dagana eftir lokin. Þetta hefur verið svona að meðaltali 4—6 tíma svefn á sólarhring í allan vetur og hann kemur illa út, því þetta em allt smá- blundir, en ég vil aðeins undirstrika það að landhelgina verður að færa út eins fljótt og hægt er, það er það eina sem við getum treyst á, svo að hægt sé að tala um framtíð í sjó- sókn íslendinga. 1970: 3/5 drukknaði Sigurður Árnason, 41 árs. vélstjóri á m.b. Skarðsvik SH-205 í höfninni í Njarðvík, þar sem bátur hans lá. Talið var, að hann hefði fallið milli skips og bryggju. 16/5 drukknuðu tveir menn, er v.v. Ver frá Sandgerði var sigldur niður af Steinunni gömlu, og sökk. Þeir voru: Gísli Sveinsson, Heiðargerði í Sandgerði, formaður, 27 ára, kvœntur, átti 2 börn. Adolf Björgvin Þorkelsson, Brekkustíg 7 í Sandgerði, 51 árs, kvæntur, átti 7 börn. Á bátnum voru þrír menn, og var þeim þriðja bjargað af bátsverjum á v.b. Báru frá Gerðum. 6/10 drukknaði Þorsteinn Jóhannsson frá Neskaupstað, 27 ára, er hann féll út af v.b. Guðrúnu Þorkelsdóttur frá Eskifirði. Báturinn var á leið frá síldarmiðum í Norður- sjó, þegar slysið varð. Hann var ókvæntur. 22/10 drukknaði Bjami Hjalti Lýðsson, 23 ára, vélstjóri, Hvassaleiti 36 í Reykjavík, er hann féll fyrir borð af togaranum Úranusi RE-343, sem var vestur af Garðskaga, er slysið varð. Leit að Bjama bar ekki árangur. Hann var ókvæntur. 12/11 drukknaði Ásgeir Sigurðsson, 55 ára, Laugavegi 27 B, er hann féll í höfnina í Bremer- haven. Var hann skipverji á b.v. Sigurði, sem var að landa í Bremerhaven. 18/11 drukknaði Arthur Guðmundsson, 50 ára, Ásabraut 3 í Sandgerði, er hann féll fyrir borð af v.b. Jóni Gunnlaugssyni. Hann var kvæntur, átti tvö böm. 1971: 9/2 drukknuðu tveir bræður: Vilberg Sigurðsson, 47 ára, kvæntur og lætur eftir sig fimm börn. Sigurþór Sigurðsson, 51 árs, kvæntur en bamlaus. 8/3 fannst lík Davíðs Marinóssonar, 17 ára, í höfninni í Cambridge, Maryland í Banda- ríkjunum, en hann var skipverji á Goðafossi, og var saknað síðan aðfaranótt ný- ársdags. 17/3 drukknuðu tveir menn: Pétur Áskelsson, skipstjóri, 54 ára, kvæntur og átti 9 börn. Guðfinnur Sveinsson, háseti, 40 ára, kvæntur, átti 3 börn. Báðir frá Hólmavík. Þeir fórust með rækjubátnum Víking ST-12 í róðri á Húnaflóa. Kassi utan af björgunar- bát Víkings fannst í Kaldbaksvík. 21/3 drukknaði Bjarni Halldórsson, 32 ára, frá Bolungarvík, en hann var matsveinn á m.b. Særúnu ÍS-9, í höfninni við Grandagarð í Reykjavík. Náðist hann upp og var farið með hann í Slysavarðstofuna, þar sem lífgunartilraunir voru gerðar, en báru ekki árangur. Hann var kvæntur og átti 4 böm. 4/4 drukknaði Bragi Ingólfsson, 19 ára, frá Straumfjarðartungu á Snæfellsnesi, er hann féll fyrir borð af Baldri EA-124, 30 sjóm. út af Garðskaga. Tókst skipverjum að ná Braga upp, en hann hafði þá verið 15 mín. í sjónum og ekkert lífsmark með honum. 7/4 drukknuðu þrír menn, er v.b. Andri KE-5 sökk, er hann var í róðri 15 sjóm. NV af Garðskaga. Þeir voru: Garðar Kristinsson, 16 ára, Höfnum; Gísli Kristjánsson, 21 árs, Hafnarfirði; Jóhann Örn Jóhannesson, 23 ára, matsveinn, Reykjavík. Á bátnum voru 7 menn, 4 björguðust í gúmbát, en síðan um borð í Þórð Jónasson EA-350, og sigldi hann með þá til Keflavíkur. Jóhannes var kvæntur og átti 2 böm. Gísli lætur eftir sig unnustu. 17/4 drukknuðu átta menn, er Sigurfari SF-58 fórst við innsiglinguna í Hornafjarðarós. Tveir menn komust í gúmbát og var bjargað um borð í Gissur hvíta, þeir sem fórust voru: Halldór Kárason skipstjóri, 32 ára, ókvæntur, Tjarnarbrú 18, Höfn; Heimir Ólafsson stýrimaður, 25 ára, ókvæntur, Hafnarbraut 10, Höfn; Heiðar Hannesson, 21 árs, ókvæntur, Hólabrekku á Mýrum, lík hans fannst; Ævar Ivarsson matsveinn, 30 ára, kvæntur, átti 3 börn, Tjamarbrú 18, Höfn, lík hans fannst; Víðir Sigurðsson 2. vélstjóri, 31 árs, ókvæntur, Baldurshaga á Mýmm; Guðjón Daníelsson, 26 ára, ókvæntur, Fáskrúðsfirði; Jón Jónasson 21 árs, ókvæntur, Krossavík, Melrakkasléttu, lík hans fannst, Óttar Hlöðversson háseti, 22 ára, ókvæntur, Höfðavegi 11, Höfn, lík hans fannst. 29/4 drukknaði Wolfgang Jóhann Kristjánsson, 21 árs, er bát hvolfdi undan bænum Ný- liöfn, Leirhafnartancra, á MelrakkasléUu. Tveir aðrir voru á báfnum ocr biör»n»ðst. 26 SJGMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.