Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Side 41

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Side 41
Fréttabréf frá Hrafnistu — DAS Aðsókn að Hrafnistu er svo miikil, að ógerningur er að bæta fleirum á þá bið- lista, sem þegar liggja fyrir. f árslok 1970 voru 418 manns á Hrafnistu, þar af 140 sjómenn og 113 sjómannskonur,, 165 úr öðrum stéttum. Á beimilinu eru 240 einbýlisherbergi. 30 tivíbýlisberb. 2 þríbýlisherb. Samtals 272 herbergi. Á Sjúkra- og Hjúkr.d. eru 18 herb. Meðalaldur vistfólks á heimilinu er 77 ár. Á sjúkra- og hjúkrunardeild er meðaldur 79—80 ár. Á heimilinu er nuddstofa, Ifótsnyrt- ing, hárgreiðsla og rakarastofa. Frá því Hrafnista tók til starfa hefur mikið verið unnið í vinnusölum heimil- isins að uppsetningu á línu og netum, og má segja, að við þessi störf vinni nú um hundrað manns, karlar og konur, en konur aðallega við aS hníta á tauma, og fer sú vinna fram á vistherbergjum. Ferðalög og skemmtanir. Á hverju ári er venjulega farið í Þjóð- leikhúsið í boði Hrafnistu. Á sumrin er Auðunn Hermannsson. vistmönnum boðiS í ótal ferðalög, og vil ég sérstaklega nefna Kiwanisklúbb- inn Heklu, sem hefur boðiS vistmönn- um Hrafnistu á hverju sumri í ferS um næsta nágrenni Reykjavíkur og hafa veitt kaf'fi og öl og annað góðgæti. Þá hefur tíSkast að heimilið hefur kostað ferðalög til staSa eins og Þingvalla, Laugarvatns, Skálholts, Búrfells, Borg- arfjarðar og fyrir Snæfellsnes. Á þessu sumri er áætlað að fara til Vestmanna- eyja. Yfir veturinn halda vistmenn sjálf- ir þrjár kvöldvökur í mánuSi, en 'for- stjóri tekur aS sér fjórSu 'hverja kvöld- vöku, og er þá venjulega sameiginleg kaffidrykkja, og er þá boðiS gesti kvölds- ins, en þeir voru á þessum vetri: séra Grímur Grímsson og frú. Halldór Lax- ness og frú, GuSmundur Hagalín og Sveinn Sæmundsson og frú. Þá er oft sýnd stutt kvikmynd og dans á eftir til miSnættis. Þá er mibið spilað á spil, horft á sjón- varp og hlustaS á útvarp. Þetta er aðeins smá yfirlit um daglegt líf og starf á Hra’fnistu. Ég vil að lokum þakka öllum, sem á einn eða annan 'hátt hafa glatt vistmenn Hrafnistu og við sendum sjómönnum um allt land okkar beztu kveSjur á sjómannadaginn. Auðunn Hermannsson. <^<^^<3><3><3k><><3><>0<><3><Í><><3><3><3><&<3>^<3><><><&<3><><3> Fœðingaróhyggjur María átti von á barni. Tómas, maður hennar, var mjög áhyggjufullur, og þeigar verkimir fóru að ágerast hringdi hann á spítalann til þess að tilkynna komu henn- ar þangað. — Hall-ó, stamaði hann, nú kem ég með Maríu. Húhúhún, ææætttllaaar að faaara aaað f... .æ... .ð... .a baaarrm. — Já, einmitt, svaraði hjúkrunarkonan með ró. — Er þetta fyrsta bam hennar? — O, nei, nei, svaraði Tómas. Þ.. e.. t t. .a er maðurinn hennar! Fleirí og fleiri kaupa STuaRÍ í f-rilluna. KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H F. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 27

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.