Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Qupperneq 48

Sjómannadagsblaðið - 06.06.1971, Qupperneq 48
Alagna hljóp til annars stýrimanns. — Hva... SOS? ... já, sendið það ... -— Hvar erum við staddir, stýrimaður? -—• Tuttugu mílur suður af Scotland Light. Um f>að bil átta mílur frá strönd- inni. Kluhkan var nú 03,19. Alagna hljóp til baka. Hann reyndi íyrst að kornast álfram stjórnborðsmegin, en svo baik- borðsmegin. En kveljandi reykur og logatungur sleiktu sig áfram beggja megin við loftskeytastöðina. Löks veitti hann athygli einhverjum ljósglampa, sem hann taldi að myndi vera frá vasa- ljósi Rogers. — Sendu út SOS! öskraði hann, og staðarákvörðunina! — Rogers snéri inn aftur og hóf að senda út SOS ósamt kallmerki skipsins. Lengra komst hann eklki. — Mikil sprenging hrissti loftskeytaUefann. Raf- gcymirinn hafði sprungið og sjóðandi sýra rann um allt gólfið umhverfis stól Rogers. Móttakarinn var þagnaður, en Rogers hélt áfram að senda út neyðar- merki. Hann vissi það ekki þá, en skipin, sem heyrðu SOS-kallið, fengu aldrei staðarákvörðunina. — Tuckertonstöðin halfði einnig heyrt SOS-fkallið, en held- ur ekki fengið hvar skipið var statt, svo enginn vissi hvert átti að stefna aðgerð- um. Brezka farþegaskipið Monarch of Bermuda var aðeins 26 sjómílur frá hinu brennandi skipi, en fékk ékki staðar- ákvörðunina. Rogers sýndi fádæma taugastyrk við iþessar aðstæður. Hann staulaðist gegn- um sjóðandi sýruna að skiptiborðinu. Varamótorinn hafði stöðvast, hann þreifaði bak við hann og fann leiðslu, sem hafði slitnað, og honum tókst að tengja hana að nýju. Mótorinn fór aftur í gang, og Rogers staulaðist alftur að sendinum. — Sýran hafði étið sig gegnurn skósóla hans og var farin að svíða fætur hans. En hann byrjaði aftur að senda, og klukkan 03,26 heyrði Monarch of Bervmda tilkynn- inguna: — CQ -— SOS — SOS — 20 mílur suður af Scotland Light. Get ekki sent mikið lengur. Eldur beint undir loft- skeytastöðinni. Þurfum tafarlausrar að- stoðar... Ný sprenging kvað við, sem eyðilagði gjörsamlega mótorinn. Morro Castle var einangrað frá umheiminum. •— Skipið brann eins og blys, þar sem það rak hjálparlaust fyrir vindi og sjó. Rétt eftir 04,30 um morguninn \'oru Andrea S. Luckenback og Monarch of Bermnda komin á staðinn. Asamt þrem- ur slysavarnabátum (Coast guard) frá landi, sem bar að skömmu síðar, hófu þessi skip björgunarstarfsemina, og öll- um þeim, sem þá voru eftir lifandi um 'borð í Morro Castle, tókst að bjarga. 134 manns höfðu þá orðið reyk, logum eða troðningi að bráð. Víðs vegar um dékk og ganga þessa lúxusskips lágu líkin í hrönnum. Næstu yilkur voru dagblöðin dálka- full aif frásögnum og ályktunum um þennan harmleik á sjónum. Ólíkustu hugmyndir komu fram. Hafði ein'hver myrt Willmott skipstjóra og síðan kveikt í skipinu? Hafði eirihvcr verið að helfna sín á útgerðarfélaginu? Nær allir þeir, sem af komust, beindu ásökunum sín- um að Ward Line, eiganda skipsins, og víðtæk rannsókn var hafin af lögreglu og siglingaeftirliti. Þegar vika var liðin frá þessum at- burði, var George Alagna allt í einu handtekinn. Það hafði komið í Ijós, að daginn fyrir dauða sinn hefði Willmott skipstjóri kallað yfirloftskevtamanninn Rogers fyrir sig í káetu sína. — Þér lítið út Ifyrir að vera traustur og ábyggilegur maður, hafði Willmott sagt. Það sem ég æda að segja yður er algjört trúnaðarmál. Það er í sambandi við Alagna, annan loftskeytamann. Ég álít að sá maður sé hættulegur öryggi skipsins. Ég vil að hann verði látinn hætta starfi, strax þegar við komum til New York. Til þess tíma óska ég eftir því, að þér 'hafið strangt eftírlit með honum, svro ekkert komi fyrir... Það kom einnig fram, að Alagna hefði átt þátt í því nokkrum ferðum fvnr, að nokkur hluti skipverjanna hót- aði verkfalli vegna launakröfu. Hann var Ifluttur í 'handjárnum til Foley Square í New York, grunaður um skemmdarstarfsemi, morð og íkveikju. Warms og yfirvélstjórinn, Abbott, urðu einnig fyrir mjög hörðum ókær- um lögreglu og siglingaeftirlitsins. Þeir voru ákærðir fyrir hirðuleysi og kæru- leysi í starfi. Leonard Warms, sem að- eins hafði verið skipstjóri í átta klukku- stundir, var dæmdur í hreggja ára fang- elsi, og Abbott í fjögurra ára. Þessir dómar fóru í hæstarétt og voru felldir niður þar: Ástæður: Warms haifði þrátt fyrir allt haldið uppi sjómannshefð, hann hafði staðið í starifi þar til brúin ifór að brenna undir fótum hans. Hin undarlega framkoma Abbotts var skil- greind á þann veg, að hann „hefði verið orðinn ruglaður af reykstybbunni og vada vitað hvað hann gerði". Það eina örugga, sem fram kom við margfaldar vitnaleiðslur, var, að yfir- loftskeytamaðurinn, George W. Rogers, hefði staðið stöðugt í starifi sínu, þar til lokið var að senda SOS-tilkynninguna. Um öll Bandaríkin voru vfirmenn- irnir fordæmdir fyrir að ha'fa vanrækt skyldur sínar. Eina undantekningin var Rogers, og hann var hylltur í blöðum og útvarpi. Hann var borinn á gullstól að ‘heimili sínu í Bayonne í New Jersey, og stórir miðdegisverðir voru haldnir 'honum til heiðurs. Auk þessa voru hon- um veitt ýmiss viðuikenningarverðlaun. Rogers ihætti sjómennsku og fékk starf við lögregluna í Bayonne, þar sem hann varð hægri hönd Vincent Doyle lögregluforingja, í radíó-verkstæði lög- reglunnar. Þeir Doyle voru mikið sam- an, og eðlilega bar brunann um borð í Moiro Castle oft á góma. Rogers gaf það oft í skvn, að allur sannleikurinn íhefði ekki komið fram við réttarhöldin, og að hann vissi nákvæmlega hvemig bruninn héfði orsakast. Slysið hefði verið afleiðing a'f skemmdarstarfsemi með brunasprengju, og Rogers sagðist vita 'htærnig slí'kar sprengjur væru bún- ar til •—- viss efnablanda, sem komið væri fvrir í koparröri og síðan færi það eftír þykkleika koparsins hve efnið væri lengi að éta sig í gegn. Dovle hafði áihuga fyrir þessu, en datt ekki í hug, að þetta gæti verið lyk- illinn að Morro CflstZe-gátunni. En svo kom dálítið fyrir, sem r'arpaði nýju Ijósi á allt það, sem Rogers sagði. Dag nokk- 34 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.