Sjómannadagsblaðið - 04.06.1972, Qupperneq 15
Útgefandi:
SJÓMANNADAGSRÁÐ
Ritstj. og ábyrg&arm.:
Halldór. Jónsson. Guðm. H. Oddsson.
Ritnefnd:
Guðlaugur Gíslason, Júlíus Kr. Ólafsson,
Halldór Jónsson.
ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN HF.
Fiskimið okkar — fjöregg þjóðar-
innar ........................... 1
Gjafir til Hrafnistu ............. 2
Sjómannadagurinn í Reykjavík
1971 ............................ 3
Víðförull sjófarandi ............. 6
Hrafnista — Dvalarheimili aldraðra
sjómanna ....................... 12
Sumardvalarheimili Sjómannadags-
ráðs ........................... 15
Kiwanisklúbburinn Hekla ......... 16
Sjómannadagurinn í Grindavrk .... 18
Hér hef ég al!a ævi mína dvalið .. 19
Kveðja og þökk yfir hafið......... 22
50 sjómílna landhelgin............ 24
Fernando Magellan ................ 26
Sjóslys og drukknanir ............ 28
Svarti fresskötturinn ........... 29
Lási kokkur...................... 35
Sjómannadagurinn á Hellissandi .. 39
Alyktun Sjómannadagsráðs ........ 40
Mexíkó gæti orðið stórveldi í fisk-
veiðum ......................... 41
Viðkvæma fómardýrið ............. 44
ForsíSumynd at landgrunni íslands, sjá
einnig skýringarmyndir í opnu blaðsins.
Sjómannadagsblaðið
4. júní 1972 — 35. árgangur.
PÉTUR SIGURÐSSON, FORM. SJÓMANNADAGSRÁÐS:
Fiskimið okkar -
Fjöregg þjóðarinnar
íslenzka þjóðin fagnaði einhug og
samstöðu, sem fram kom á Alþingi,
þegar lokaatkvæðagreiðsla um út-
færslu fiskveiðilögsögunnar fór
fram. Þessi samstaða sýnir umheim-
inum betur en nokkuð annað, að
þrátt fyrir ágreining um fram-
kvæmd málsins, eru íslendingar
samstilltir í þessu lífshagsmunamáli
sínu og munu snúa bökum saman í
þeirri baráttu sem er framundan
við erlenda ásælni og yfirgang.
Þessi niðurstaða breytir þó ekki
undrun fjölmargra á afstöðu meiri-
hluta Alþingis til tillögunnar um að
miða ytri mörk fiskveiðilögsögunn-
ar við 400 metra jafndýpislfnuna,
þó hvergi nær landi, en 50 sjómílur
frá grunnlínum. Flestir hafa hald-
ið að fyrirsjáanleg óþægindi vegna
útfærslu í 50 mílur myndu ekki auk-
ast svo, að ekki væri réttlætanlegt
að stíga þetta spor strax í haust,
en fyrir því eru mörg rök, ekki
síst eftir tilboð ríkisstjórnarinnar til
Breta og Vestur-Þjóðverja um um-
þóttunartíma innan 50 mílnanna, ef
samkomulag yrði um útfærzluna.
Úti fyrir Vesturlandi og Suð-aust-
urlandi eru ákaflega mikilvæg fiski-
mið utan 50 mílna jafndýpislínunn-
ar. Því er haldið fram og ekki að
ástæðulausu, að þessi mið verði í
mikilli hættu eftir útfærsluna, því
ljóst má vera, að hin erlendu veiði-
skip, sem nú verða á svæðum milli
12 og 50 mílna, verða væntanlega að
hörfa þaðan þann 1. september. Þessi
floti mun sækja miklu frekar en
áður á þessi mið fyrir Vesturlandi
og Suð-austurlandi.
Um fleiri rök er að ræða.
Þótt flestar þjóðir, sem fært hafa
út landhelgi sína hafi miðað við
mílur m. a. vegna þess að land-
grunn þeirra er tiltölulega lítið, —
höfum við íslendingar talið, að á
alþjóðavettvangi mundi landgrunns-
stefnan vera okkur jafn sigurstrang-
leg og fjarlægðarviðmiðunin ein.
Byggist sú skoðun, auk okkar fyrri
raka, á þeirri viðurkenndu reglu nú,
að ríki eigi hafsbotninn úti fyrir sínu
landi, hafsbotninn á landgrunninu
og öll auðæfi sem í honum eru og á.
Þessa reglu verður nú að telja
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 1